12.3.2012 | 22:11
Tapið er ykkar.
Við hirðum gróðann.
Svona er Ísland í dag.
Stórfyrirtækin fengu skuldir sínar afskrifaðar og við fyrsta tækifæri greiða þau út arð.
Gleymum aldrei að innan við 10 auðfélög fengu yfir 300 milljarða afskrifaða, en ríkisstjórnin kýs frekar borgarastyrjöld en að afskrifa 200 milljarða hjá heimilum landsins.
Hvernig gátu vinstri og félagshyggjufólk glapst til að kjósa þessa hraksmán yfir sig, ríkisstjórn sem lýtur hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hugmyndafræði sem er þróuð til að láta almenning borga fjármálamistök auðmagnsins. Og rústa innviðum samfélaga í leiðinni.
Hugsa sér allt þetta fólk í áhrifastöðum í dag sem einu sinni átti hugsjónir um betri heim, og það átti mikinn orðaforða við að úthúða þeim sem arðrændu fólk og þjóðfélög.
Hvað á það núna??? Æru??, heiður??? Völd??? Orðstýr??
Ég veit það ekki en það virðist hafa glatað mennsku sinni og sál á vegleið sinni.
Eftir er aðein blind valdafíkn sem svíkur allt til að halda í völd sín.
En mestu svikin voru gagnvart sínum eigin hugsjónum, draumnum um betra mannlíf.
Er það ekki mesta tapið þegar allt er uppgert???
Ég held það.
Kveðja að austan.
Greiðir 800 milljónir í arð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 750
- Sl. sólarhring: 760
- Sl. viku: 6334
- Frá upphafi: 1400273
Annað
- Innlit í dag: 680
- Innlit sl. viku: 5444
- Gestir í dag: 646
- IP-tölur í dag: 631
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.