12.3.2012 | 09:53
Þá er vitnisburður lykilvitna lokið.
Og öll vitnin eru sammála um einn hlut.
Ákæran Alþingis á hendur Geir Harde er röng.
Embættismenn, jafnt í Seðlabanka, Fjármálaeftirlitinu og ráðuneytinu ber öllum saman um að evrópska regluverkið sem Alþingi innleiddi með EES samningnum hafi útilokað bein afskipti Geirs Harde af bönkunum, eða eins og einn orðaði það, "stjórnvöld höfðu ekki boðvald" yfir bönkunum. Enda Ísland ekki kommúnistaríki.
Og samráðherrar Geirs hafa allir sem einn staðfest að Geir hafi gert það sem hann gat miðað við þær upplýsingar sem hann hafði út stjórnkerfinu.
Það er mjög athyglisvert að lesa um vitnisburð pólitíska andstæðinga Geirs Harde úr Samfylkingunni. Þeir viðurkenna að þeir höfðu ekki hugmynd um alvarlega stöðu bankakerfisins og þeir reynda ekki að skella pólitískri sekt á Geir Harde.
Össur, Björgvin og Ingibjörg mega líka eiga að þau lögðust aldrei svo lágt að styðja aðförina að Geir Harde, tóku æru sína fram yfir pólitískar keilur lýðskrumsins.
Jóhanna hefur svo það sér kannski til afsökunar að telja ríkisstjórnina ærumissis virði.
Eftir standa öll spjót á ofurráðherranum Steingrími Joð Sigfússyni sem taldi sig geta réttlætt ICEsave svik sín með því að úthrópa sjálfstæðismenn á öllum torgum og strætum ásamt því að draga þá fyrir pólitískan dóm.
Það er ljóst að þetta mistóskt hjá Steingrími. Hann tapaði þessum slag eins og hann tapaði ICEsave slagnum.
Um verk Steingríms má segja að það sem er byggt úr óheilindum, endar með falli fyrir staðreyndum.
Nú er aðeins einni spurningu ósvarað í sambandi við þennan Landsdómsfarsa. Og hún er ákaflega einföld.
"Af hverju halda hæstaréttardómar áfram að ærumeiða sig og dóminn sem þeir þjóna með því að halda áfram þessum skrípaleik???".
Þegar henni er svarað þá er Landsdómi lokið.
Og lærdómurinn er; Réttlæti sprettur ekki uppúr rangindum.
Hrunið er ennþá óuppgert.
Kveðja að austan.
Engar áhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 327
- Sl. sólarhring: 714
- Sl. viku: 5911
- Frá upphafi: 1399850
Annað
- Innlit í dag: 293
- Innlit sl. viku: 5057
- Gestir í dag: 286
- IP-tölur í dag: 285
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Þú nefnir þarna lykilatriði: Stjórnvöld hafa ekki boðvald yfir bönkunum eða einkafyrirtækjum. Ráðherra í ríkisstjórn getur ekki farið að skipa fyrir inni á dekkjaverkstæði eða í forritunarfyrirtæki. Stjórnvöld ráða ekki yfir einafyrirtækjum og því ekkert sem þau geta gert ef stjórnendur og eigendur fyrirtækja kjósa að reka þau illa. Hvernig áttu yfirvöld að minnka umfang bankakerfisins?
Ég er einnig sammála þér varðandi eitt atriði. Hvaða fólk lætur draga sig niður í svaðið með þessu Landsdómsbulli öllu saman. Ég er auðvitað bara eitthvað noboddí en ef mér væri boðið að koma nálægt þessu Landsdómsmáli myndi ég hafna því umsvifalaust.
Þetta Landsdómsmál sýnir mjög vel hve margir hafa lítinn skilning á orsökum og eðli hrunsins. Ef bara hefði orðið hrun hérlendis skyldi maður kannski skrípaleikinn í kringum Landsdóm en því er bara ekki að heilsa. Ég þori nánast að hengja mig upp á að ekki hræða sem kemur nálægt Landsdómsmálinu núna skilur raunverulegar orsakir hrunsins og sérstaklega ekki stjórnmálamennirnir.
Hrunið sýnir líka hve illa afskipti stjórnvalda af markaðnum koma út. Yfirvöld víða um heim hlupu til og björguðu bæði fyrirtækjum og bönkum og gripu þar með inní eðlilega starfsemi markaðarins. Fyrirtæki sem eru illa rekin eiga að fara á hausinn hvort sem þau eru í fjármálageiranum eða fatahreinsunargeiranum. Það eru til lög og reglur um hvað gera skal ef fyrirtæki fara á hausinn. Af hverju var þeim ekki bara fylgt eftir? Sennilega værum við þá komin nokkuð áleiðis út úr þessari kreppu í stað þess að vera á sama stað og þegar hrunið varð!
Um Steingrím þarf vart að fara mörgum orðum. Þekkingarleysi hans á efnahagsmálum er orðið hrópandi. Maður gæti helst haldið að hann hataði samlanda sína, aðgerðir hans koma þannig út fyrir fólkið í landinu.
Helgi (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 17:56
Blessaður Helgi.
Það að þú myndir hafna því umsvifalaust að koma nálægt þessu Landsdómsmáli sýnir að þú ert ekki noboddý, þú ert manneskja.
Menn gleyma dálítið í dag hvað rétt breytni er.
Takk fyrir þitt ágæta innlegg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2012 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.