Þegar vitlaust er gefið, þá er útkoman alltaf???

 

Stjórnlagaráð??

 

Það er ákaflega einfalt að þú bætir ekki þjóðfélag með því að byrja á að brjóta lög þess.  Allavega ef við erum að ræða um lýðræðisríki en ekki einræðisríki.

Og stjórnvöld breyta ekki stjórnarskrána með því að byrja að brjóta hana með því að hundsa þrískiptingu valdsins. Það er engin afsökun að nýta sér sniðgöngun laga og dóma að hætti útrásar og bankamafíu.

Þess vegna er allt sem kemur frá Stjórnlagaráði marklaust, sama hvað gott það er.

 

En  eins og er oft sagt um ógæfumanninn þá leiðir ein ógæfa til annars. 

Tillögur stjórnlagaráðs eru fátt annað en umbúðir um froðu, og þá froðu lýðskrums þeirra sem hag hafa af núverandi ránsskap og rugls ræningjakapítalismans sem setti þjóð okkar á hausinn.

Hver er svo einfaldur að trúa því að persónukjör leiði til aukins lýðræðis??  Eða afnám flokkakerfis til skilvirkrari stjórnsýslu??  Eða þetta saman leiði til minni spillingar??

Svar; Heiðarlegt og gott fólk sem lét misnota sig til þeirrar sniðgöngunar laga sem Stjórnlagaráð er, og lét svo fulltrúa þeirra sem munu kaupa upp persónulýðræðið, plata sig til að skrifa uppá tillögur um persónu eitthvað.

 

Önnur ógæfa, valin af handahófi, er atlagan að landsbyggðinni gerð í krafti alræðisvalds meirihlutans.  Það er eins og þetta fólk haldi að minnihlutinn snúist ekki til varnar??

Og eru þau átök það sem við þurfum í dag???

Og hefur þetta tóma 101 lið aldrei velt því fyrir sér hvor aðilin geti lifað án hins???, þeir geta það ekki báðir.

Og þegar menn leggja fram tillögur sem kljúfa þjóðina í herðar niður, hvernig ætla menn að halda þjóðinni saman????  Með vopnavaldi????

 

Að lokum, ógæfa vill ala af sér ógæfu.  En ógæfufólk vill líka laðast að þar sem ógæfa er praktíseruð.  Margir meðlimir Nýnasista hafa engan áhuga á hugmyndafræðinni, þeir sjá aðeins tækifæri til að fá útrás fyrir ofbeldishneigð sína.

Núna þegar sigur okkar ICEsave andstæðinga er í höfn og stefna okkar að verjast fjárkúgun breta með vopnum laga og reglna, er orðin stefna stjórnvalda, þá er óhjákvæmilegt að minna á að fólk má ekki hvað sem er þegar það beitir sér gegn þjóð sinni.

Margir stuðningsmenn breta fóru yfir strikið í stuðningi sínum við bresku fjárkúgunina.  Hegðun þeirra varða beint við þessi ákvæði hegningarlaganna.

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.

88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …

 

Í stjórnlagaráði er fólk sem augsýnilega hefur brotið þessi ákvæði hegningarlaganna.

 

Þegar  tillögur stjórnlagaráðs koma til almennrar umræðu þá á ráðið það á hættu að sumir hópstjórar þess þurfi að mæla með tillögum þess úr fangklefa því það er aldrei hægt að útiloka að lögum landsins sé framfylgt, óháð stöðu þess fólks sem braut þau.

Vissulega hefur réttarkerfið ekki haft kjark til að vinna gegn útsendurum breskra stjórnvalda á Íslandi en núna þegar stefna stjórnvalda er skýr, þá er líklegt að til einhverra aðgerða verði gripið gegn þeim sem lugu, blekktu og beittu brögðum og rógi til að kveða í kútinn lagavörn þjóðarinnar gegn bresku fjárkúguninn kennda við ICEsave.

Annars er Ísland ekki lýðræðisríki þar sem fólk þarf að sæta ábyrgð gjörða sinna.

Stjórnlagaráð er því í mikilli klemmu að hafa svoleiðis fólk innan vébanda sinna og vandséð er hvernig hægt er að ætlast til að einhver taki mark á tillögum frá ráði sem þekkir ekki lög landsins og það sem verra er, lætur sér lögbrot í léttu rúmi liggja.

 

Þegar allt þetta er lagt saman, tilurð ráðsins sem byggðist á sniðgöngun núverandi stjórnarskráar, hvernig til tókst að skipa í ráðið og síðan hina vanhugsuðu froðu sem frá því kom, þá væri farsælast fyrir þjóðina, alþingi og stjórnlagaráð, að menn gleymi þessu máli einfaldlega.

Til dæmis á formlegan hátt með því að Jóhönnu Sigurðardóttur er falið að skipa nefnd sem eigi að skoða málið.

Annað er bara ávísun á ennþá meiri hringavitleysu en þegar er.

 

Eða hvað finnst ykkur???

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Stjórnlagaráð lýkur störfum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

>Og stjórnvöld breyta ekki stjórnarskrána með því að byrja að brjóta hana með því að hundsa þrískiptingu valdsins. Það er engin afsökun að nýta sér sniðgöngun laga og dóma að hætti útrásar og bankamafíu.

Þess vegna er allt sem kemur frá Stjórnlagaráði marklaust, sama hvað gott það er.<

Nákvæmlega, Ómar.  Marklaust og ómarktækt með öllu.  Og liggur við eg segi LÖGLAUST.  Þeir sem vinna í hinu svokallaða ´ráði´ gegn dómi Hæstaréttar ættu að vera allra síðastir landsmanna að koma nálægt stjórnarskránni.

Elle_, 11.3.2012 kl. 15:09

2 Smámynd: Elle_

Og það er líka hárrétt að það séu nokkrir innan óráðsins sem börðust opinberlega fyrir kúgun og lögleysu ICESAVE gegn íslenska ríkinu.  Hvílíkt lið.  Væri ekki verra að böndum yrði komið á þau svona samferða Jóhönnu og co. og Steingrími og vinnumönnum.

Elle_, 11.3.2012 kl. 15:26

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég las það einhverstaðar að ef það koma háværar raddir um breytingu á Stjórnarskránni á ólgutímum þá á alls ekki að breyta henni, en ef breyting er samt sem áður gerð þá á að skoða vel og vandlega ástæðuna fyrir því af hverju hún er ekki að henta lengur eins og hún er og hvað olli því að breytingar er þörf sem verður alltaf að vera þá Þjóðinni betur en það sem var...

Jóhanna hefur hvergi stigið fram og útskýrt fyrir Þjóðinni af hverju hún vill breyta Stjórnarskránni  og hvaða þættir það eru í Stjórnarskránni sem henta ekki hennar stefnu og af hverju...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.3.2012 kl. 15:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Það er mikill greinarmunur á ráðherrum okkar og því fólki sem vann beint fyrir framgangi breskra hagsmuna.

Ráðherrar okkar byggðu stöðumat sitt á fyrirliggjandi aðstæðum og ráðleggingum embættismanna sem voru hallir undir málflutning breta.  Mér vitanlega fullyrti enginn ráðherra að krafa breta byggðist á lögum, þeir höfðu alltaf fyrirvara á.

En það voru þingmenn, allavega Björn Valur og Ólína, sem höfðu enga fyrirvara og falla því undir þau ákvæði hegningarlaga sem ég vísa í.

Það sama gildir um ákveðinn fréttamann Ruv, hún gengi hvergi laus nema á Íslandi því við erum svo naví að halda að það sé alltí lagi að ljúga í þágu erlendra ofríkisafla.

Og allavega 2 fulltrúar í stjórnlagaráði beittu sér opinberlega fyrir bresku fjárkúguninni með því að reyna að löghelga hana með beinum lygum og blekkingum.  Ég feitletraði lagaákvæðin sem þau brutu.

Það er ekkert lögbrot Elle að hafa stutt ICEsave en það er ekki sama hvernig það var gert.  Þau mörk virtu allflestir, en ekki allir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.3.2012 kl. 15:39

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitð Ingibjörg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.3.2012 kl. 15:40

6 identicon

"Núna þegar sigur okkar ICEsave andstæðinga er í höfn" ????????????

Það á eftir að dæma í Icesave málinu og því er engin sigur í höfn.

Jonas kr (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 16:26

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jonas.

ICEsave stríðið var innanlands, um hvort þjóðin ætti að verja sig eða leggjast hundflöt fyrir kúgun og ofríki erlendra stórþjóða.  

Því stríði er lokið með fullum sigri okkar ICEsave andstæðinga.  

Það er ekkert flóknara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.3.2012 kl. 16:29

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir góðann pistil Ómar.

Ég vil taka undir með Ingibjörgu, það hefur hvergi verið bent á að stjórnarskráin okkar hafi brugðist í undanfara hrunsins, hvorki í heild né einstakir liðir hennar.

Hitt er ljóst að vegna gildandi stjórnarskrá geta stjórnvöld ekki klárað aðildarsamning, svo hægt sé að leggja hann fyrir þjóðina. Til þess þarf að breyta stjórnarskránni!

Það og einungis það er ástæða þessarar ferðar Jóhönnu, í ósátt við þjóðina og gegn dómstólum!

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2012 kl. 17:07

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Góður pistill Ómar !

Og Gunnar þú einmitt veltir upp spurningunni sem ég (og eflaust margir fleiri) hafa velt fyrir sér, HVERSVEGNA BREYTA STJÓRNARSKRÁNNI ? það hefur enginn bent á nokkuð það í gildandi stjórnarskrá, sem eitt og sér skýri hrunið, er því miður hræddur um að Jóhanna og co séu í hreinum lydduskap, að segja það sem þau halda að fólkið vilji heyra, reyna að slá um leið ryki í augun á fólki og beina athylinni frá raunverulegu vandamálunum, eða hvað með þetta hjá þeim um að það verði að taka upp erlenda mynt, nú sænska krónu, þegar draumurinn um evruna er brostinn, sænska krónu einmitt já !! Svíþjóð er í ESB, svo þetta lyktar líka langar leiðir af aðild.

Semsagt 2 spurningar = sama svar.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 11.3.2012 kl. 18:48

10 Smámynd: Elle_

Já, algerlega, Gunnar, Ingibjörg.  Það var fullveldisafsalið sem Jóhanna og landsöluflokkurinn ætluðu að koma í gegn hvað sem það kostaði.  Fyrir það skyldi stjórnarskránni rústað með góðu eða illu.  

Elle_, 11.3.2012 kl. 19:00

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að sú ákvörðun meirihluta Alþingismanna, um að sækja um aðild í ESB brjóti í bága við Stjórnarskrá Íslands.

Meirihluti Alþingismanna samþykkti að hunsa Hæstarétt varðandi kosningu til Stjórnlagaþings.

Meirihluti Alþingismanna nýtur undir 10% traust þjóðarinnar.

Hvers vegna er þessum meirihluta ekki sópað úr úr Alþingishúsinu, þegar þau sjá ekki sóma sinn í því að hverfa á burt sjálfviljug.

Eggert Guðmundsson, 11.3.2012 kl. 21:42

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið góða fólk hér að ofan.

Eggert, það eina sem mér dettur í hug er að það séu ekki til nógu góðir sópar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.3.2012 kl. 22:44

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt ykkar skilningi hafa allar stjórnlaganefndir sem Alþingi hefur samþykkt að fela að fjalla um stjórnarskrána í 67 ár verið ólöglegar.

Í öll skiptin ákvað Alþingi eða meirihluti þess hverjum falið var að sitja í viðkomandi nefnd.

Ef skipun stjórnlagaráðs var ólögleg núna, af hverju var sú skipun ekki kærð og af hverju voru skipanir hinna nefndanna ekki kærðar?

Ómar Ragnarsson, 12.3.2012 kl. 00:04

14 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Hjartanlega sammála þér Ómar Geirsson. Nafni þinn er eitthvað fúll enda einn þeirra sem voru í þessu stjórnlagabulli, Samsafn af velmeinandi athyglisfíklum.

Ómar Ragnarsson Sá grundvallarmunur var á þessu stjórnlagaráði núna og öðrum stjórnlaganefndum að þetta stjórnlagaráð var skipað eftir að kosning sama fólks á stjórnlagaþing var dæmd ólögleg. Auðvitað átti að kjósa aftur en ekki bara að skipa fólk sem hafði unnið ólöglega kosningu.

Hreinn Sigurðsson, 12.3.2012 kl. 02:03

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af hverju voru stjórnlaganefndir fyrri ára ekki ólöglegar spyr Ómar Ragnarsson. Það er einfaldlega vegna þess að í þeim nefndum sátu löglega kjörnir menn. Alþingismenn.  Þú mátt eiga eilífa skömm fyrir að réttlæta þetta og það segir mér líka að þú átt alls ekkkert erindi inn í Íslensk stjórnmál.  Stjórnlagaráð hefur aldrei verið rökstutt heldur eins og bent er á að ofan. Hvers vegna lá þessi ósköp á? Var hrunið stjórnarskránni að kenna t.d.  Hver var ástæðan fyrir óðagotinu.  Ég skal segja þér það Ómar ef þú hefur ekki fattað það enn hvernig þú varst hafður að fífli. Það er 7. liður í pöntunarlista Jóhönnu í  lögum um stjórnlagaþing.  Þar er kveðið á um afnám fullveldis án takmarkana. Þar er eytt þeim varnagla í núverandi stjórnarskrá sem gerir okkur að fullvalda þjóð. Þar er gefið leyfi til afsals fullveldis til erlendra ríkja og stofnana.  Þetta ákvæði aðstoðaðir þú við að orða og samþykktir í skrípaleiknum þeim sem er fáránlegra enn nokkurt uppistand sem þú hefur framið.  Þú verður ætíð maður minni fyrir vikið en að sjálfsögðu verður þér fyrirgefin yfirsjónin ef þú biðst afsökunnar á frumhlaupinu eða hreinlega lærir að hafa rangt fyrir þér og viðurkenna það.  Ég ætla þó ekki miklar líkur á því ef tekið er mið af öllu og öllu.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2012 kl. 03:32

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir þessa klásúlu um fullveldisafsal Ómar Ragnarsson, ertu vitorðsmaður um landráð. Vonandi áttarðu þig einhverntíma á því.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2012 kl. 03:34

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið heiðurskallar hér að ofan.  Hér er smá gustur en ennþá hefur enginn Íslendingur fundist sem hefur náð að alast upp í logni. 

Nafni, veit ekki með þennan skilning en já, svo væri ef allar stjórnlaganefndir Alþingis síðustu 67 ára hefðu verið skipaðar að hætti útrásarvíkinga.  En þeirra hugsun, að vanvirða lög og reglur með því að láta dýra lögfræðingahjörð finna sniðgöngun framhjá þeim, náði ekki húsum við Austurvöll fyrr en eftir vorkosningarnar 2009.  Svo ég held að dæmin séu ekki sambærileg.

Jón Steinar, það voru margir hafðir að fífli með stjórnlagaráðinu, fjölmennasti hópurinn var sá sem í einlægni trúði að það ætti að breyta einhverju til betri vegar.

Því sá sem var á móti breytingum, hann kom breytingarferlinu í þann farveg að ekkert myndi breytast.  

Stjórnlagaráðið er aðeins einn angi af því, Landsdómur annar.

Ef menn vilja hverjir höfðu hag af þessum ógöngum þá geta menn spurt sig tveggja spurninga:

Hverjir komur okkur á hausinn og hverjir hafa fengið afskrifað eftir Hrun.

Sumt er ekki flókið, blasir við öllum, nema blindum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.3.2012 kl. 09:15

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður punktur þetta með "velmeinandi" Hreinn.

Varðandi meint fúllyndi þá er slíkt oft afleiðing pistla minna, skil ekkert í því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.3.2012 kl. 09:17

19 identicon

Mér sýnist að Ómar Geirsson hafi hér lög að mæla

og að það blasi við öllum heiðursköllum, nema okkar kæra heiðurs-skalla:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 01:14

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Vandi nafna míns er hvorki betri eða verri en annarra í þjóðfélaginu í dag.

Fólk fellur í gryfju sýndarveruleika áróðurs hagsmunaafla sem í augnablikinu hafa hag að ræna þjóðir sínar inn að skinni.

Sé engan mun á gjörðum nafna en þeirra sem föttuðu ekki hvernig ákærana á hendur Geir Harde kom í veg fyrir sanngjarnt og heiðarlegt uppgjör, eða svo ég nefni Hari Kari bloggs míns að taka slaginn við mannorðsmeiðingarnar á hendur Þór Saari, þar voru hagsmunaöfl augljóslega að skapa tilbúinn ímyndunaráróður gegn aðila sem lá við höggi af mörgum ástæðum en notuðu áróður sinn til að hnykkja á óbreyttri stefnu í málefnum skuldara.

Og það fyndna er að fólk sem hafði hlotið nákvæmalega sömu trakteringu af hendi Ruv, það beit á agnið.

Pétur, við erum stödd í atburðarrás þar sem helsta heimild um orsök og afleiðingar er Gallastríðið eftir Sesar.

Nafni minn er fórnarlamb óvinarins eina, líkt og svo margir aðrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2012 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 483
  • Sl. sólarhring: 719
  • Sl. viku: 6067
  • Frá upphafi: 1400006

Annað

  • Innlit í dag: 439
  • Innlit sl. viku: 5203
  • Gestir í dag: 421
  • IP-tölur í dag: 416

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband