Trúverðugleikinn var það heillinn.

 

Í gegnum tíðina hafa sum orð náð að öðlst slíkan mátt að í huga notenda þeirra  eru þau æðri staðreyndum raunveruleikans.  Orðunum er þá teflt gegn raunveruleikanum og málið þar með afgreitt.

Ætli ekki eitt besta dæmi um þessar ógöngur rökfærslunnar sé notkun kommúnista á orðunum "jafnrétti, réttlæti og bræðralag".  Þegar þeim var bent á ástand mála í ríkjum sínum, rjúkandi rúst efnhagsmála, kúganir og þrælkun verkafólks, þá var málið alltaf afgreitt með tilvísan að hjá þeim ríkti jafnrétti, réttlæti og bræðralag.  Og kommar utan kommalanda þeir ólu allt með sér vonina um að samlandar þeirra myndu vera þátttakendur í slíku jafnrétti, réttlæti og bræðralagi.  Raunveruleikinn í kommúnistaríkjum beit aldrei á þá, það var ekki fyrr en víetnasmkir kommúnistum ofbauð mannvígin í Kambódíu og afhjúpuðu hryllinginn þar að við hin losnuðu við að "velmeinandi" fólk vildi hjálpa okkur óumbeðið inní sæluríki jafnréttis, réttlætis og bræðralags.

 

Svona orðnotkun fylgja gjarnan ismum, hvort sem það er hjá fylgjendum nasisma, kommúnisma eða ræningjaismanum sem hefur rúið Vesturlönd inn að skinni.

Ræningjaisminn náði að máttvæða mörg orð, til dæmis "frelsi" sem er þá hliðstæða "jafnréttis" í þulunni hér að ofan en lymskulegri eru síamstvíburarnir (nei ekki Villi og Gylfi) "traust" og "trúverðugleiki".

Í aðdraganda  Hrunsins var sífellt verið að tala um traust eða trúverðugleika peningastefnunnar og var þeim orðum stefnt gegn raunveruleika hennar.  Það var staðreynd að hávaxtastefna Seðalbankans vann gegn markmiðum sínum og hún var heimsk.  Heimsk í þeirri merkingu að hún gaf tóninn fyrir  vaxtatöku sem var hærri upphæð en framlegð hagkerfisins til fjármagnskostnaðar og fjárfestinga, þó ekkert væri fjárfest þá dugði framlegðin samt ekki í vextina.  Eitthvað sem gengur ekki upp í raunveruleikanum.

 

Orðið "trúverðugleiki" hefur dúkkað upp ítrekað eftir Hrun og þá gegn krónunni og þeim raunveruleika að hún bjargaði íslensku efnhagslífi eftir Hrun.

Enginn, nema almestu hálfvitar bera á móti því að krónan bjargaði okkur en það skiptir litlu hjá þeim sem aðhyllast tungutak ræningjaismans, krónunni skortir "trúverðugleika".  

Einhver í kerfisandófinu hefði sagt að slíkt væri gott, hún er þá ekki skotspónn braskara á meðan.  Og jafnvel talið það markmið út af fyrir sig að viðhalda slíkum skorti á trúverðugleika því það er svo augljóst að án þessa trúverðugleika hefur efnhagslífið plummað sig mjög vel en fyrir Hrun, þegar trúverðugleikinn var í hæstu hæðum, þá hrundi efnhagslífið eins og spilaborg.  Það er efnahagslíf fjármálabrasksins, undirstöðurnar, sjálf verðmætasköpunin stóð vel.

 

Ég ætla ekki að fjalla um vonbrigði mín um kerfisvillu Lilju Mósesdóttir, ætla að ræða vankanta framboðs hennar í öðrum pistli núna á eftir. 

Mig langar aðeins að benda á eina rökvillu hjá henni sem er ekki hugsuð til enda.

"Ég get heldur ekki séð hvernig við eigum að losna við aflandskrónurnar út úr hagkerfinu, sem eru nú um 460 milljarðar. Þar á ofan koma greiðslur til erlendra kröfuhafa úr þrotabúum bankanna sem skipta þarf yfir í erlenda gjaldmiðla."

 

Vissulega tilvísun í staðreyndir, fé vill leita úr landi.

En hvernig á gjaldmiðalbreyting, hvað þá að taka upp gjaldmiðil sem þjóðin hefur enga stjórn á og lýtur ekki raunaðstæðum kaupmáttar íslensk þjóðfélags, að tækla þennan vanda???

Skapar gjaldmiðlabreyting fé????

Er hún gullgerðarlist nútímans???

 

Vissulega er til fólk sem trúir þessu en er það ekki best geymt í Samfó, flokki rökleysunnar??

Eða menn vilji ný klæði og áferð, hjá Bjartri evrópuframtíð Guðmundar Steingrímssonar???

 

Þarf þriðja flokkinn um vitleysuna.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Segir sænsku krónuna vænlegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætlaði að kjósa Lilji en nú hefur fyrsta viðvörunarbjallan klingt hjá mér. Svíþjóð var eitt sinn merkilegt land, og er það stutt síðan, en fáum löndum hefur hnignað jafn mikið á jafn stuttum tíma, bæði siðferðislega og efnahagslega og er það nú svipur hjá sjón eða þegar ég var að alast þar upp. Að taka upp Kanadadal væri mun framsýnna, Kanada er órasískasta og að mörgu leyti framsýnasta land heims, og þar eru hlutir á uppleið. Þar að auki býr þar fjöldi fólks af íslensku bergi brotið, sem vill styrkja tengsl við Ísland og lætur sig hag landsins varða, þar á meðal áhrifafólk og frammámenn, og sumt af þessu fólk talar enn íslensku, þó ófullkomin sé, afa og amma kenndu þeim. Í eldgosunum miklu dó 1/3 íslensku þjóðarinnar og það margir flúðu til Kanada, og þar voru það mikið betri lífsskilyrði, minni vöggudauði og betra barnalán, að í dag búa um 300.000 manns af íslenskum ættum þar, svipað og býr hér. Við erum því nátegnd Kanada á marga vegu. Tengsl við Kanada myndu líka efla bæði tengslin til Ameríku, sem er andlega skyld Íslandi, þangað fluttu menn líka til að verða frjálsir og lausir við yfirvald kónga og presta sem einkenndi Evrópu (og hefur því mikla samúð með Íslandi, afþví goðsagan um Ísland er mjög svipuð goðsögunni um Bandaríkin. Og aukin tegnsl við Kanada efla líka tengslin við Asíu, sem er enn mikilvægara, því ekkert vestrænt ríki hefur jafn blómleg, lifandi og lífleg tengsl við Asíu eins og Kanada hefur í dag.

Sigurður. (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 11:52

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég er hræddur um að sömu meinbugir sé á gjaldmiðlisambandi við Kanada og við Svíþjóð, og það er önnur sveifla en okkar.  Auk reyndar margs annars.  

En fyrst og síðast þá getur upptaka erlends gjaldmiðils aldrei losað okkur undan lögmálum lífsins sem er að þú eyðir ekki meira en þú aflar.

Það er eins og gjaldmiðlaskiptisinnar haldi annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.3.2012 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 766
  • Sl. viku: 5551
  • Frá upphafi: 1400308

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 4770
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband