10.3.2012 | 18:33
Hringekja heimskunnar.
Ef eitt orð nær að lýsa orsökum þess að fjármálakerfið féll 2008 þá er það orðið Heimska.
Hvernig datt vitibornu fólki í hug að örríki gæti bakkað upp alþjóða starfsemi á mörkuðum sem eru margfaldir að stærð þess íslenska?? Hvernig vær hægt að halda upp umræðu á Íslandi þar sem útgangspunkturinn var að ríkissjóður, almannavaldið myndi hljópa undir bagga með tólfföldu bankakerfi (deildar meiningar um stærð, sumir segja nífalt).
Eitthvað sem var einfaldlega ekki raunhæft, líkt og að senda 10 ára stúlku í keppni um sterkasta mann heims. Stúlkan gæti verði efnileg, jafnvel afburða í sínum flokki, en á samt ekki erindi í slíka keppni.
Heimskt, já. En menn hafa ekkert lært. Og að stærstu leiti sama fólkið sem kom okkar í öskuna vill koma okkur í eldinn með því að handafla þjóðina í Evrópusambandið.
Sjá menn ekki ástand mála þar??? Upplausnina og ægivald embættismannakerfis Brussel??
Og er Jóhanna að toppa sjálfa sig þegar hún enn einu sinni hamrar á nauðsyn gjaldmiðlaskipta???
"Óbreytt ástand kemur ekki til greina og valið stendur á milli þess að afsala sér fullveldi Íslands í peningamálum með einhliða upptöku annars gjaldmiðils eða gerast fullgildur aðili að ESB og samstarfi evruríkjanna sem fullvalda þjóð með aðkomu að ákvarðanatöku og stefnumótun í öllum samstarfsmálum.".
Hvaða ríki hafa komið að ákvörðanatöku í Evrukreppunni????
Eina sem deilt er um hvort Þjóðverjar hlusti á Frakka, það reynir enginn að halda því fram að smærri þjóðir komi að "ákvarðanatöku og stefnumótun" í peningastefnu sambandsins. Og þó er verið að tala um milljónaþjóðir, jafnvel tugmilljóna þjóðir.
Samt ætlar Jóhanna að hafa áhrif á þá stefnu.
Jæja, margur heldur mig sig, og vissulega segja börn brandara um maurinn sem ætlaði að reyna að kirkja fílinn.
En ekkert barn, þó ungt sé, trúir þeim brandara, þau eru ekki það heimsk.
En þau eru heldur ekki flokksmenn í Samfylkingunni.
Það er sorglegt að horfa upp á fullorðið fólk hlusta þegjandi á ræður Jóhönnu Sigurðardóttur.
Því hún heitir ekki Jóhanna Il Sung.
Kveðja að austan.
Samfylkingin ein með skýra ESB-stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 45
- Sl. sólarhring: 776
- Sl. viku: 5584
- Frá upphafi: 1400341
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 4798
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"fara sem fullvalda þjóð inni ÉSB, en fullveldisafsal ef skipt verður einhliða um gjaldeyri"
Er ekki einhver þversögn þarna á ferðinni.
Eggert Guðmundsson, 10.3.2012 kl. 21:42
" Með aðkomu að ákvarðanatöku og stefnumótun í öllum samstarfsmálum". Eigum við að vera upp með okkur! Svona álíka og aðkoma okkar,sem mætum á þingpalla,þegar umræða er í gangi,um mál sem varða okkur. Höfum afskaplega lítla aðkomu þar,það má ekki einu sinni standa upp,það verkar líklega ógnandi og ber að virða það í musteri sjálfstæðis okkar. Jóhanna & c/o,mættu greipa það i huga sinn,að fullveldissinnar ætla ekki að horfa þegjandi og aðgerðarlaus á Krataliðið stinga undan okkur,eins og kallað var.
Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2012 kl. 00:15
Mikill er máttur Íslands Helga mín.
Nei Eggert, þetta er Samfó.
Takk fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2012 kl. 08:27
Sæll Ómar, ég held að blessaðri konunni sé ekki sjálfrátt. Hún talar um afsal Íslands í peningamálum,með því að taka einhliða upp annan gjaldmiðil,en að við höldum því innan ESB. Hvar hefur hún verið,er hún að segja okkur að evruríkin Grikk- land og Írland hafi fullveldi í peningamálum. Og hvað verður um Porúgal og Spán? Kær kveðja að norðan.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 11.3.2012 kl. 10:03
Blessaður Óskar.
Þetta er nú svona með hana Jóhönnu.
En verra þykir mér um þá sem hlustuð og klöppuðu, eða þá fjölmiðlavitringa okkar sem námu orð Jóhönnum með andakt.
Sem vekur spurningu um hvort einhverra skýringa megi leita???
Kannski veit sóttvarnarlæknir svarið, að smitandi vírus sem étur upp þær stöðvar heilans sem hýsir dómgreind, hafi sloppið laus úr einhverju tilraunarglasinu???
Eða þetta sé afleiðing nútíma efnhernaðar eða eitthvað svoleiðis. Efna sem brengla alla dómgreind fólks.
Allavega þegar raunveruleikinn er hafður í huga þá er þessi rökleiðsla verri en einhver kú út í fjósi geti útskýrt hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2012 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.