"Geir gerði það sem hann gat".

 

Segir Jóhanna Sigurðardóttir.

Spurningin er þá mjög einföld.; Af hverju er þá Geir ákærður fyrir að hafa ekki gert sitt besta???

Það er ekki nóg fyrir Jóhönnu að vísa í að hún hafi greitt atkvæði gegn því að ákæra Geir Harde, hún er og var formaður Samfylkingarinnar en atkvæði þingmanna hennar réði úrslitum um að Geir Harde var ákæður.

Hvernig getur Jóhann leitt flokk sem stóð að rangri ákæru á hendur fyrrum samráðherra Jóhönnu???

Hvaða siðferði er það að líða slíka ákæru???

Hvernig manneskja hagar sér svona???

 

Jóhanna Sigurðardóttir á heiður skilið fyrir að standa með sannleikanum í þessum ömurlega skrípaleik sem ákæran á hendur Geir Harde er.

En er það nóg???

Saklaus maður ákærður að hennar dómi.

Og hún er forsætisráðherra þjóðar þar sem þjóðþing ákærir saklausan mann.

Einhver hefði sagt af sér af minna tilefni.

 

Því þó völd séu sæt, þá er æran líka einhvers virði.

Á stundum ranglætis er ekkert skjól, engar afsakanir.  

Þá eru það gjörðir manns sem skera úr um úr hvað maður er gerður.

 

Jóhanna Sigurðardóttir brást, hún hefur viðurkennt það með orðum sínum að "Geir gerði það sem hann gat".

En hún var ekki sú eina.

 

Fólkið sem vildi Nýtt og betra Ísland, brást líka.

Og það er mun alvarlegra.

Kveðja að austan.


mbl.is Geir gerði það sem hann gat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gera sitt besta?

Þetta er nefnilega séreinkenni Íslenskra nútíma stjórnsýslu.  Erlendis er talið um hæfi til uppfylla opinberar starfskyldur sínar.  Þar er ætlast til að einstaklingar komi full mótaðir til þess. Í flestum meirháttar ríkjum eru starfskyldur opinberra starfsmanna og þeir sem ekki vinna í beint raunvirðiskapandi geirum í föstum skorðum eða skilgreindar með lögum og reglugerðum. Fullnægandi er lágmarks og hámarkskrafa.  Allir vitar að vsk. rekstur stendur undir launum allra í hverju ríki. Sér í lagi ríkja sem flytja inn 80% til 100% af daglegri neyslu.

Júlíus Björnsson, 9.3.2012 kl. 22:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

En Júlíus, það gengur ekki heldur of vel erlendis.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 23:14

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Af hverju segir þú ekki sannleikann eins og hann er, Ómar?  Ákæran fyrir Landsdómi var það gjald sem Samfylkingin greiddi VG fyrir stuðning við aðildarumsóknina að ESB.

Að vísu gátu þingmenn Samfylkingar snúið á VG liða í atkvæðagreiðslunni um hverja skyldi ákæra og niðurstaðan því sú að einungis einn þeirra fjögurra sem nefndir voru, var dreginn fyrir Landsdóm.

Eftir þá atkvæðagreiðslu kom Steingrímur með tár á hvarmi í fjölmiðla, ekki vegna þess að honum væri svo annt um Geir Haarde, heldur vegna þess að það rann upp fyrir honum hversu illa hann hafði verið plataður af samstarfsflokknum!

Gunnar Heiðarsson, 10.3.2012 kl. 09:10

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Veldur hvar á heldur segir máltækið!!!! það er svo gott að vera vitur eftirá ///Kveðja að sunnan!!!!

Haraldur Haraldsson, 10.3.2012 kl. 18:20

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Er sannleikurinn ekki alltaf afstæður Gunnar.

Ég fór að velta því fyrir mér þegar eini mátturinn úr penna Styrmis var að biðja um beina útsendingu af skrípaleiknum, að eiginlega var íhaldið líka sátt með málsmeðferðina.

Það veit að rangar ákærur leiða aldrei til sektar.

Geir er svona þægilegur blóraböggull til að friða lýðinn og þar með fjara út raddir sem vilja opið og heiðarlegt uppgjör við fortíðina.

Ég sagði það þá  í athugasemd, og get alveg sagt það aftur, það eru ekki allir viðhlæjendur valdsmanna vinir.

Og miðað við hávaðann í þeim sem fordæma skrípið kennt við Landsdóm, þá er ljóst að Geir Harde hefur átt margar viðhlæjendur, en fáa vini.

Það eina nýtt sem hefur komið fram við Landsdómsfarsann er að Geir Harde á fáa vini.

Takk fyrir innlitið Haraldur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2012 kl. 19:09

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Virkum  neytendum hefur stórfjölgað í mörgum borgum S-Ameríku, Afríku og Asíu síðan 1971. Það  er samdráttur á Vesturlöndum síðan þá og nýbyggingar á Vesturlöndum fram til 2000 drógu úr honum. Eftir 2000 er ríkin Vesturlanda misundirbúinn sum eiga creded lausa varsjóði og eru þau  að koma best úr.   Þau sem eiga allt veðsett þau er það alls ekki til langframa á Vesturlöndum.  Langtíma veðsafnafylki lengri en 60 mánuðir leggja ekki á raunvexti um fram verðbólgu eigi þau að verðtryggja long planning. Slík veðsfnafylki eru nauðsynleg fyrir Lánstöfnanir með litliar framtíðar skuldir í reiðufé um fram heildar skuldir á síðast uppgjörstímabili : það er eigið-fé þeirra er um 3,0% af heildar skuldum í öruggum veðböndum.  Bankarnir hér gátu ekki fengið hagstæð lán vegna þess að örugg verðtyggingarveðfylgi vöru ekki til hér eftir 2000.  Þetta var m.a. ástæða 2005 fyrir stöfnun útibúa, fá lán á mörkuðum Banka sem máttu ekki lána lána okurveðskuldarlánakerfi Íslenskrar stjórnsýslur. Verðbætur á orkurvöxtum til eignajöfnunar breyttir ekki áhættunni á greiðslugetunni erlendisþ Áhættan felst í að leggja 3,5% ávöxtunakröfu á Íslenska heimamarkað. Þegar samdráttur ríkir almennt allt í kringum okkur.  

Júlíus Björnsson, 11.3.2012 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband