Ástir Jóhönnu og Davíðs taka á sig ýmsar myndir.

 

Davíð getur ekki axlað ábyrgð á afleiðingum einkavinabankaeinkavæðingunni með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við fórnarlömb bankaræningjanna.

Sjálfsagt er hann hræddur um að verða forsætisráðherra.

 

Og Jóhann hefur það eitt sér til varnar að Davíð hafi ekki varað hana við.

Eins og hún hafi gleymt því að hún var fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðherranefndinni sem átti að samræma viðbrögð ríkisstjórnarinnar við yfirvofandi fjármálakreppu.

En mest spúki við þessa yfirlýsingu Jóhönnu er sú einfaldlega staðreynd að Davíð Oddsson var ekki Seðlabanki Íslands, hann var pólitískt skipaður fulltrúi, með lögfræðimenntun og vann við hlið tveggja hagfræðimenntaðra  bankastjóra.

Svo eru einhverjir tugir hagfræðingar við bankann þar að auki.

Og það eina sem Jóhanna hefur sér til afsökunar er að Davíð hafi ekki varað ríkisstjórnina við.

 

Fjármálaeftirlitið, starfshópur um fjármálastöðugleika, embættismenn í ráðuneytum, það er eins og þessir aðilar séu ekki til í huga Jóhönnu.

 

Jóhanna talar eins og kona svikin í tryggðum, Davíð skrifar um allt sem miður fór eftir Hrun sé  Jóhönnu að kenna.

Munu sagnfræðingar framtíðarinnar lýsa sambandi þeirra eins og um Ást í meinum sé að ræða.

 

Davíð og Jóhanna, Ást í meinum, framhaldsmyndaflokkur í mörgum þáttum.

Hvernig mun hann enda, með kossi í lokin og faðmlagi.  Eða faðmlagi og kossi.

Hver veit.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það yrði skelfilegt ef þau kysstust á Þingvöllum.  Hóli móli neiiiii!

Það helvíti var nóg hjá þeim Geira og Pandóru, þá glitti í bauga. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 22:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú svona en hvernig var þetta hjá þeim Cathy og Heathcliff???  Það gekk nú ekki andskotalaust hjá þeim til að byrja með.  Gleymi aldrei hvernig Dave Allen tók á þeim skötuhjúum, hvað hefði hann gert ef hann hefði þekkt til Jóhönnu og Davíðs????

Hvernig var þetta aftur með þau hann Darcy og Elísabetu í Hroka og Hleypidómum???  Fólk lætur ekki svona nema það séu einhverjir neistar á milli.

Það er verið að ákæra Geir og Jóhanna talar um Davíð, Davíð þetta og Davíð hitt.

Eins og það sé eitthvað vald fólgið í að lesa skýrslur blýantsnagara???

Hvað ætli hún hefði sagt ef Davíð hefði verið sendill í stjórnarráðinu???

Nei, svona lætur ekki nema hrifið fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2012 kl. 00:57

3 identicon

Satt segirðu Ómar. 

Ástir í meinum eru ekkert grín.  Jóhanna vitnar kannski þess vegna, sem hin staðfasta heitmey(sic)

alltaf í Fjármálatíðindi  sem hættu að koma út 2007.

Dave Allen hefði jú örugglega fengið sér vænan viskíslurk og reykt 2 sígarettur hið minnsta á barstólnum

og skellt svo inn myndskeiði af nunnu, að syngja um kónginn sinn á leiðinni inn ... í sig. 

Já lengi man hún hann Heathcliff með krullurnar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 03:18

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, maður á ekki að hafa svona í flimtingum.

En þetta spall okkar varð til þess að ég leitaði konunginn uppi og hlóð niður, úps, játaði glæp, en ætli löggan sé ekki önnum kafin að leita upp vaxtþjófa og ICEsave ráða.

Bið að heilsa suður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 768
  • Sl. viku: 5559
  • Frá upphafi: 1400316

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 4776
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband