8.3.2012 | 21:22
Það var enginn lagaágreiningur um ICEsave ríkisábyrgðina.
Kratar vildu einfaldlega bara borga.
Þeir héldu að það væri aðgangsmiðinn að Evrópusambandinu.
En það er gott að vita hvaðan hikið í stjórnsýlunni er komið.
Hverjir vildu svíkja þjóð sína fyrir skrifstofustarf í Brussel.
Hvar er þetta fólk í dag???
Kveðja að austan.
Skiptar skoðanir um ábyrgð ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar. Nú fara blekkingar-mútu-hótanamálin að skýrast, og það er gott.
Af mistökunum lærum við mest.
Peningar verða víst ekki til úr engu, og vaxa ekki sjálfkrafa á ímynduðu peninga-trjánum handan við hafið bláa.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 22:00
Sæll.
Fólk sem gerir sig sekt um slíkt dómgreindarleysi að vilja borga kröfur sem við eigum ekki að borga og getum ekki borgað á að halda sig til hlés í stjórnmálum það sem eftir lifir ævi sinnar. Átti ekki allt að fara til fjandans ef við borguðum ekki? Af hverju er stjórnarliðum ekki velt daglega upp úr fádæma dómgreindarleysi sínu varðandi Icesave? Hvernig heldur fólk að staðan væri hjá okkur í dag ef við værum með Icesave á bakinu?
Ég sakna þess að heyra ekki reglulega í fjölmiðlum að við erum fjórða skuldugasta þjóð heims skv. The Economist. Fólk þarf að vita hvernig staða þjóðarbúsins er, það kostar jú verulegar summur að skulda.
Kratar hafa verið þjóðinni dýrir undanfarið og sýnir sig þar með að þeirra hugmyndafræði er algerlega vonlaus. Þeir sem ekki trúa því ættu að athuga stöðu mála í samfélagi okkar núna. Kreppunni lýkur aldrei fyrr en allar þessar bóluskuldir sem búnar voru til verða hreinsaðar upp, lánastofnanir þurfa líka að bera ábyrgð á útlánum sínum en ekki bara almenningur á lántökum sínum.
Hér þarf að draga saman seglin í ríkisgeiranum, leggja þarf niður heilu stofnanir ríkisins og lækka skatta verulega. Þannig vinna menn bug á kreppu, það sýnir sagan í það minnsta (Harding).
Helgi (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 22:11
Sammála Helga hér þarf að draga verulega saman í ríkisgeiranum og losna við allt pólitískt ráði fólk án auglýsinga. Það er fólk sem er ráðið vegna tengsla og einkavinavæðingu eða fjölskyldu tengsla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 22:27
Blessuð Anna.
Fimmtaherdeild ESB sinna ætlaði ekki að borga ICEsave úr eigin vasa, hún eins og aðrir svikarar í gegnum tíðina ætlaði að láta aðra þjást en sjálfa sig maka krókinn.
Gömul saga og ný.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 22:35
Helgi, við erum ekki svona skuldug vegna óstjórnar í ríkisrekstri.
Þó ég sé ekki íhald, og hef herjað á íhald, eða alveg þar til hinir tóku völdin og voru ennþá verri, þá fer ég ekki með bábiljur í gagnrýni minni á Sjálfstæðisflokkinn.
Skuldastaða ríkissjóðs var mjög góð þegar Hrunið varð.
Ef Geir hefði ekki ljáð máls á stóra gjaldeyrisláninu sem var tekið vorið 2008, þá hefði hann skilað við sig með sóma.
Hrunskuldirnar eru til komnar vegna AGS, það er vaxtastefnu hans og glórulausrar endurreisnar fjármálakerfisins. Stefna sem var jú samþykkt af krötum en líka hinum flokknum, Sjálfstæðisflokknum.
Aðför að innviðum samfélaga hafa aldrei náð þjóðum út úr kreppu, reyndar skattahækkanir ekki heldur, þær draga úr tekjum ríkis, ekki auka.
Skatta má lækka þar sem sýnt er að þeir auki tekjur af viðkomandi skattstofn.
Þú ert ekki með neitt dæmi um velmegandi og öflugt samfélag, í gervallri mannkynssögunni, nema í tiltölulega litlum samfélögum sem lifa sníkjulífi á stærri samfélögum (milliliðir í verslun og þjónustu).
Það leiðir sjaldan til kostnaðarlækkunar fyrir einstaklinga eða fyrirtæki að leggja niður stofnun, ef viðkomandi stofnun gegnir samfélagslegu hlutverki, kostnaðurinn kemur þá fram í 99% tilvika í hærri þjónustugjöldum einkaaðila.
En þeir sem kosta ykkur frjálshyggjumenn til að trúa þessum bábiljum, þverrt gegn staðreyndum sögunnar, þeir maka krókinn, svo vel að þeir hafa lagt samfélög Vesturlanda í rúst. Það er eins og þið hafið ekki lesið eina blaðsíðu í sögubók, viti ekkert um sögu liðinna tíma eða stafkrók um nútíma sögu.
Kratar misstu völdin í Evrópu á níunda áratugnum Helgi, þá byrjaði einkavinavæðingin og niðurbrot samfélagsþjónustunnar. Þær örfáu ríkisstjórnir sem kratar hafa komið nálægt síðan, og þær eru mjög fáar, hafa ekkert með kratisma að gera eins og hann var skilgreindur og framfylgt meginhluta 20. aldar.
Davíð var meiri sósíaldemókrat en Blair.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 22:52
Takk fyrir innlitið Ásthildur.
Eins og þú lest þá er ég ekki sammála því.
Að reka samfélagið skynsamlega er ekki það sama og að leggja það niður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 22:53
Nákvæmlega Ómar. Við erum sammála um það eins og svo margt fleira.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 23:03
Sæll Ómar sem og fyrri daginn þá er ég svo sammála þér og sérstaklega það síðasta að reka samfélag skynsamlega er ekki það sama og að leggja það niður...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.3.2012 kl. 23:44
Takk stöllur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 08:06
Sæll.
Ómar þú ert ansi fullyrðingaglaður.
Það sem þú segir um Sjallana og AGS er því miður rétt og þarft þú að bíða ansi lengi eftir því að ég fari að verja þann flokk, ég álít Sjallana vera sósíalista og kýs þá því ekki. Ég er í kjörþröng, veit ekki um neinn flokk sem ég treysti almennilega fyrir stjórnartaumum enda vantar hér aðra hugmyndafræði en ekki ný nöfn á sömu delluna til að slá ryki í augu kjósenda.
Ég vil láta skila þessum AGS lánum enda kostar formúgu að taka fé að láni.
Einkaaðilar gera hlutina mun betur en hið opinbera, þú heyrir ekki um biðlista á einkareknu sjúkrahúsi - er það?
Þó ég vilji skera verulega niður í ríkisgeiranum er ekki þar með sagt að ég sé alfarið á móti ríkisreknu velferðarkerfi. Það er hins vegar bláköld staðreynd að stór opinber geiri hefur neikvæð áhrif á kaupmátt fólks og neikvæð áhrif á atvinnustig - en þetta veistu eflaust. Við verðum að losa okkur við stofnanir sem við höfum ekki efni á. Má ekki t.d. leggja niður lyfjastofnun, umhverfisstofnun, byggðastofnun, Seðlabankann og samkeppnisráð svo örfá dæmi séu tekin? Hvernig var staðan hér áður en þessar stofnanir komust á koppinn? Orsakar samkeppnisráð samkeppni á markaði? NEI!!! Hið opinbera er með puttana í nánast öllu og skiptir sér að hlutum sem því kemur ekki við. Við höfum ekki efni á því að hafa hið opinbera svona stórt.
Auðvitað leiðir það til kostnaðarlækkunar fyrir einstaklinga að leggja niður opinberar stofnanir, einkaaðilar geta gert það sem ríkið gerir - bara ódýrar og hagkvæmar. Koma þarf á samkeppni. Af hverju er ekki samkeppni á milli lækna t.d. og lögmanna? Hið opinbera þarf að koma málum þannig fyrir að semkeppni verði, þar sem almennileg samkeppni er á markaði er ekki hægt fyrir fyrirtæki að græða stjarnfræðilegar upphæðir en neytandinn hefur það hins vegar gott. Hvaða opinbera stofnun getur komið málum svona fyrir? Engin!
Frjálshyggjan hefur ekki lagt samfélög Vesturlanda í rúst heldur sá sósíalismi sem praktíseraður hefur verið á Vesturlöndum undanfarna áratugi og skortur á samkeppni. Vertu viss um að þú skiljir þau hugtök sem þú notar. Í fyrri samræðum okkar var nokkuð ljóst að þú áttaðir þig ekki á því hvað keynsismi er. Frjálshyggjumenn vilja samkeppni á markaði og lítinn opinberan geira. Sérðu þess stað, einhvers staðar á Vesturlöndum, að málum sé svona háttað? Opinberi geirinn hefur þanist út alls staðar. Núna t.d. er opinberi geirinn í USA 37% af GDP en þegar Kennedy var forseti var hann bara 25%. Ég get ekki ímyndað mér að þróunin í Evrópu hafi verið öðru vísi. Er nema furða að kreppa sé í heiminum? Þú ferð því með staðlausa stafi sem er mjög miður sérstaklega í ljósi þess að margir virðast lesa þitt annars ágæta blogg. Þú verður að gera meiri kröfur til þín sjálfs vegna þess hve margir glugga í bloggið þitt.
Farðu vel með þig :-)
Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 09:17
Kratar vildu borga og ekki mismuna.
Hetja ykkar, dæmdi fjársvikamaðurinn Baldur Guðlaugsson og skoðanabræður, vildu borga Íslendingum en ekki útlendingum.
Um þetta snerist (og snýst enn) Icesave deilan.
Og Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að reyna að tryggja sér endurkjör með því reyna að láta forsetakosningarnar snúast um þetta:
Íslendingar hugsa um rassgatið á sjálfum sér. "We take care of our own" syngur Bruce Springsteen. Og sjálfumglaðir bandarískir rassgatssinnar syngja með og dilla sér og fatta ekki að þetta er ádeila.
Skeggi Skaftason, 9.3.2012 kl. 11:46
Blessaður Helgi.
Það er nú þannig að maður á ekki að klóra sér í kollinum yfir öllum Kínverjunum sem maður sér þegar maður heimsækir Kínahverfi.
En ég hef það næstum því alltaf fyrir reglu að taka ekki upp umræðu utan efni pistla nema eina í einu við hvern einstakling.
Og mig minnir að ég sé ennþá að bíða eftir að þú fræðir mig um QE hlutfall í Bandaríkjunum fyrir sirka síðustu 5 ár. Það er algjört aukaatriði málsins að ég hef það fyrir framan mig, þú ætlaðir að fræða mig.
Svo á meðan sinni ég þér ekki á öðrum þráðum nema náttúrulega ef þú vilt skammast með mér um EES, samfó og vaxtaþjófa.
Það er alltaf inn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 11:59
Blessaður Skeggi.
Hvenær ætlar þú að láta raka þig?, það er eitthvað farið svo að slá í þig svona.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.