8.3.2012 | 14:45
Fyrst voru það útrásarvíkingarnir, svo var það útrásarvælið.
Og á það þarf Landsdómur hlusta.
Það var pólitíkin sem var þeim svona erfið, pólitíkin sem meinaði þeim að gera upp í annarri mynt.
Lesist af Samfylkingarfólki, "sá voðalegi, Davíð Oddsson, honum var í nöp við okkur, þess vegna féll bankakerfið".
Og ég þori að veðja að stuðningsmenn vaxtaþjófanna eru annað hvort búnir að slá inn pistlum eða á leiðinni til þess, hér í Netheimum. Nenni samt ekki að lesa Vaxtaþjófavefinn til að athuga það.
Hverju átti það að breyta að gera upp í annarri mynt???
Er það einhvers konar fullkomnun á gullgerðarlist miðalda, að bankinn hafi þá getað farið með ársreikning sinn til lánardrottna sinna og fengið endurfjármögnun???
Og þá sjálf sagt eini bankinn sem hefði getað fengið hana eins og staða fjármálakerfis Vesturlanda var á þessum tíma.
Aðeins neyðaraðgerðir bandaríska og breska seðlabankanna björguðu að allt kerfið hrundi ekki.
En það þarf sérstakan hugsunarhátt að styðja vaxtaþjófa og trúa því að evran hefði leyst allan vanda og muni leysa allan vanda.
Svo sérstakt fólk, þarf sérstakar skýringar, svo kallaðar vaxtaþjófaskýringar.
Og útrásarvælið mun gefa þeim það.
Kveðja að austan.
PS, vill vekja athygli á stórgóðu bloggi Viggó Jörgenssen sem er líka tengt þessari frétt. Segir allt um hvað pólitíkin leyfði þessum mönnum að komast langt með annarra manna fé.
Hreiðar: Pólitíkin gegn okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 21
- Sl. sólarhring: 767
- Sl. viku: 5560
- Frá upphafi: 1400317
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 4777
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.