Enn ein birtingarmynd EES samningsins.

 

Skipulögð glæpastarfsemi af áður óþekktum gæðum.

Birtingarmynd; ef lögreglumenn láta ekki múta sér þá er fjölskyldum þeirra ógnað.  

Og ekkert má gera vegna EES.

 

Engin ástæða til að blogga um það sérstaklega en þetta orð, EES, hefur komið reglulega fyrir í yfirheyrslum vitna fyrir Landsdómi.

Vitnisburðurinn er allur á einn veg, rangur aðili var dreginn fyrir dóm, sá seki hétEES.

Síðast vitnaði fyrrum forstjóri FME í þetta skrýmsli sem meinaði stjórnvöldum öll ráð.

"Jónas lýsti því í Landsdómi í dag að útibú Landsbankans hefði verið stofnað 2006. Strax árið 2007 hefði bankinn verið búið að safna milljarði í Hollandi. Bankinn hefði getað stofnað innlánsreikninga í Hollandi á grundvelli starfsleyfis á Íslandi. Vorið 2008 hefði Landsbankinn fengið grænt ljós frá yfirvöldum í Hollandi á að opna innlánsreikninga. Hann sagði að útilokað hefði verið að stöðva þetta."

Það var ekkert hægt að gera, skrýmslið gaf bönkunum frítt spil.

 

Er ekki tími til að koma böndum á það????

Kveðja að austan.


mbl.is Kanna fjölskyldur lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur ekkert með EES samningin að gera.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 14:31

2 identicon

Heill og sæll Ómar; æfinlega !

Haraldur Haraldsson !

Þetta hefir ALLT; með EES yfirgangs kerfið, að gera.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 14:43

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Minni á orð fyrrverandi ráðherra, Jóns Baldvins, fyrir tæpum 20 árum: "Með EES samningnum fengum við allt fyrir ekkert".

Hingað til hafa menn túlkað þessi orð öfugt!

Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 15:00

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þú segir það Kolbrún, einmitt.

Takk fyrir innlitið gott fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 15:02

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Úraþjófar, melludólgar og dópsalar, erlendis frá beita "mafíu" aðferðum, svo sem mútum, hótunum og skipuleggja sig þannig að erfitt er að hafa hendur í hári þeirra, þetta krefst svo að sjálfsögðu allt annarra vinnubragða hjá lögreglu en venjan hefur verið hingað til og þá ekki síst yfirgripsmikillar samvinnu við lögreguyfirvöld annarra ríkja, þar sem þessir "krimmar" starfa vítt og breytt án tilliti til landamæra, ef menn vilja, þá mega þeir gjarnan staðsetja ábyrgðina á þessu hjá EES og/eða Schengen, eða hvaða samtökum sem er og "fría" þar með "krimmana" sjálfa allri ábyrgð, undirritaður er enginn aðdándi hvorki ESB né EES, en tekur afstöðu gegn slíkri brenglun á staðreyndum.

"Hvítflibbakrimmar" komust í feitt við að íslensku bankarnir urðu að einkafyrirtækjum, bankaviðskifti milli landa voru gefin frjáls, þeir beittu ábyrgðalausri blekkingarstarfsemi, sem alltof fáir sáu við og þar með hlustaði fjöldinn ekki á aðvaranirnar þessara fáu og báru "bensín" á bálið með bros á vör og glýju í augum, þessir "krimmar" fluttu fé fram og tilbaka án tillits til landamæra, samstarf eftirlitsstofnana á Íslandi, við tilsvarandi stofnanir í öðrum löndum, nánast á "núlli", ef menn vilja, þá mega þeir gjarnan staðsetja ábyrgðina á þessu hjá EES, eða hvaða samtökum sem er og "fría" þar með "krimmana" sjálfa allri ábyrgð, undirritaður er enginn aðdándi hvorki ESB né EES, en tekur afstöðu gegn slíkri brenglun á staðreyndum.

En þetta er auðvitað bara eins og hverjum og einum sýnist og upplifir í samhenginu, og á meðan við rembumst við sýna hugsanlegum lesendum bloggsins hvað við erum nú klár og flink við að lýsa þessu sem skeði, fer næstum engin orka í að líta fram á við, né bara á daginn í dag, eða reyna bjarga því sem bjargað verður úr rústunum, sumir halda fram að það að fara aftur í tímann til hafta og einangrunar sé leiðin, undirritaður telur þá leið ekki færa eins og veröldin kring um okkur hefur þróast, viðskiftalega hafa Íslendingar lítið að óttast, hér er framleidd vara sem öðrum þjóðum sárvantar, bæði fiskur og stóriðja, en svo er svo margt annað sem spilar inn og ekki verður "spólað" tilbaka með allt þó EES samningi verði sagt upp, en akkúrat það má gjarnan athuga frá ýmsum hliðum, en nei það er sama hvar valdinu er komið fyrir, sama hver fær frelsi til athafna og hver ekki, ef aðhaldið og skynsemin hjá almenningi ekki er til staðar, það er frá grasrótinni (sundruð sem hún reyndar er) sem vonin um breytingar kemur frá. 

Það er því miður eins og þeim sem vilja viðhalda núverandi ástandi hafi tekist (viljandi eða óviljandi) að sundra fólki það mikið, að sú samstaða sem til þarf svo verulegar breytingar til hins betra megi verða, er nánast útilokað, í eða úr EES breytir engu þar um.

Góðar kveðjur frá (EES landinu) Norge

KH 

Kristján Hilmarsson, 8.3.2012 kl. 16:13

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Kristján, þegar ég las þetta hjá þér þá rifjaðist upp frásögn af viðbrögðum skrifstofuplebbans sem var landsstjóri Póllands á stríðsárunum. 

Hann skyldi ekki af hverju hann var ákærður fyrir glæpi sem aðrir frömdu, hann hafði engan drepið.  Sjálfsagt að vísa í að hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.

Og sjálfsagt er ástæða þess að um 25% ungra svertingja í Bandaríkjunum er í djeili eða á skilorði sú að þeir hafa heykst á að taka persónulega ábyrgð á lífi sínu.

En fyrir okkur greyin sem mislíkar hina undirliggjandi hótun um eyðingu samfélags okkar, við möldum í móinn, og þessi pistill er einn af þeim

Það er engin sátt eða samvinna við núverandi stjórnvöld.  En ef þau gæta sín ekki þá enda þau eins og sá sem ég vísaði í.  Þvi sá sem býr til hatur, uppsker oft afleiðingar þess.

Lestu pistilinn hans Hrannars, hann kom í heimsókn, frá Noregi og ekki mætti hann jákvæðninni.

Samvinnan er nauðsynleg, en til að losna við hernámsliðið úr landi.

Kveðja út að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 22:26

7 identicon

Hér hefur vantað orðið "Schengen"

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 08:21

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já og það vantaði bil milli "hét" og "EES", auk ýmiss annars sem mætti laga.

En þetta er örgrein og þó glæpagengi séu útgangspunktur pistilsins þá fjallaði hann ekki um starfsemi þeirra.

Þess vegna kom Schengen ekki við sögu.

Og vegna þess að þetta er örpistill, hluti að öðrum sem mynda stærra samhengi, þá var ekki ítarleg greining á ástandinu, enda hvorki um fræðigrein eða bók að ræða.

Það var einfaldlega verið að beina spjótum að EES.

Af hverju???

Það er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 08:45

9 identicon

Þá má vel vera að EES samningurinn hafi liðkað fyrir, en við skulum hafa eitt á hreinu ... það að vera ekki í EES myndi ekki koma í veg fyrir starfsemi erlendra glæpamanna. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 10:41

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, en við þyrftum ekki að bjóða þá velkomna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 11:00

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! " skrifstofublebbinn í Póllandi" Qusling í Noregi osfrv osfrv. allir þeir sem ekki halda sjálfir á "byssunni" reyna auðvitað að snúa sig út úr ábyrgð, en mér finnst erfitt að sjá samhengið í dæmisögu þinni í sambandi við pistilinn minn nr.5 líklega túlkar þú pistilinn þannig að ég sé að "verja" EES fyrir árásum þínum eða eitthvað slíkt.

En svo er ekki, þú mátt kenna EES, ESB, Schengen ofl um allt milli himins og jarðar Ómar, án þess að ég láti mig það nokkru varða, en aftur á móti bregst ég við því bæði hjá þér og, því miður, alltof mörgum öðrum, hvernig þessi EES ESB Schengen gagnrýni tekur athyglina frá þvi sem er miklu mikilvægara en að "tönnlast" í sífellu á því hversvegna allt fór til fj...... á Íslandi, nær væri að leggja alla athygli á eftirfarandi 3 atriði:  "hér erum við, við vitum hversvegna, hvað getum við gert ?".

Kannski mér yfirsjáist hrottalega, en held samt ekki, en svona blasir nú umræðan við mér í dag, umræðunni er af klókindum beint í þennann farveg sem liður í að halda "lýðnum" sundruðum, ég geri það sem ég get til að spyrna við fótum og ekki láta draga mig niður þangað í umræðunni sem gagnast þeim sem engu vilja breyta, þeim gengur óhugnanlega vel því miður, eða hver man ekki hvernig reynt vara að láta ESB aðildarferlið skyggja á Icesave umræðuna/baráttuna, það mistókst sem betur fer, en bara næstum.

"Hér erum við (í djúpri kreppu fólk flest), Við vitum hversvegna(allavega í stórum dráttum) Hvað getum við gert? (allavega ekki eyða orku í karpa um það sem skeði, né hverju eða hverjum er um að kenna,) heldur "HVAÐ GETUM VIÐ GERT"!!

Icesave málið, viðbrögð forsetans við áskorun fólksins og svo útkoman úr þjóðaratkvæðagreiðslunni, sýndu okkur að hluta til hvað hægt er þegar sameiningin um ákveðið mál er til staðar, það að koma á réttlátara, lýðræðislegra og ekki síst lífvænlegra þjóðfélagi, fyrir alla þegna Íslands, en raunin er í dag, er ekkert smámál, heldur stórmál sem krefst þess að fólk beini sjónum sínum og áherslum í sömu átt, það gerist ekki með því að velta sér endalaust upp úr því hver gerði hvað hvenær og hversvegna, auðvitað þarf maður að vita hvað var gert rangt til að læra af reynslunni og láta eiga sig að gera sama ruglið aftur, en "VIÐ VITUM HVERSVEGNA" svo þá er það bara afsporun og orkusóun að halda því karpi áfram.

Þú Ómar ert einn af þeim sem fólk tekur mark á svo um munar, bæði þeir sem eru sammála þér og ekkert síður hinir, í landspólítíkinni eru nokkur sem gætu skapað þessa samstöðu ef þau hoppuðu upp úr skotgröfunum og "hvað sagði ég ekki" áráttunni, en fyrst og fremst, ef grasrótin nálgast það að verða sammála um meginatriðin, já þá er til gott fólk á þingi og í pólítík sem myndi byrja að hlusta og í framhaldi af því GERA.

Svo gott fólk, HVAÐ GETUM VIÐ GERT í því að fá fjöldann til að sameinast þannig að tekið verði eftir og við brugðist, byrja á því að hætta að karpa um það sem við fáum engu um breytt ?? bara spyr.

"Hrannar í heimsókn frá Noregi" nú varð ég forvitinn Ómar ! hvar finn ég pistilinn hans ?

MBKV frá NORGE

KH

Kristján Hilmarsson, 9.3.2012 kl. 16:31

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Neibb,

"ef menn vilja, þá mega þeir gjarnan staðsetja ábyrgðina á þessu hjá EES, eða hvaða samtökum sem er og "fría" þar með "krimmana" sjálfa allri ábyrgð, undirritaður er enginn aðdándi hvorki ESB né EES, en tekur afstöðu gegn slíkri brenglun á staðreyndum."

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 16:46

13 Smámynd: Ómar Geirsson

http://don.blog.is/blog/don/entry/1227618/#comment3289579

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 16:47

14 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Við verðum að opna augun og vinna saman en ekki sundruð. Það eina sem getur sameinað okkur er traust, og traust öðlumst við ekki fyrr en við upplifum réttlæti, og réttlæti fáum við ekki fyrr en við berjumst fyrir því, og við berjumst ekki fyrir réttlæti fyrr en við vöknum."

Þetta stendur á haus bloggsíðu Hrannars Ómars, og fyrir mig er erfitt annað en að vera sammála, enda kjarninn í þvi sem ég hef verið að pæla undanfarið, hvort það var þetta sem lá fyrir þér Ómar þegar þú vísaðir á pistilinn veit ég ekki, en hef grun um að þú hafir heldur verið að vísa til tilvitnana hans varðandi Íslandsheimsókn hans nýverið og hans túlkun á ástandinu, túlkun sem mynduð var á samtölum við "fleiri" manns, kannski fannst þér hann sjá og túlka þetta eitthvað öðruvísi en ég gerði nýlega, þar sem mér "varð á að" vitna í fólk sem fannst og finnst það merkja vissann bata, man það fór eitthvað fyrir brjóstið á þér og þú talaðir um að ég sæi ekki né vissi neitt með því að dvelja í "fílabeinsturninum" og "betri stofunum".

En ég var ekki að segja ósatt og þú veist það fullvel, það eru margir sem  sjá ekki nógu breitt, né með augum samkenndar til þeirra sem ekki upplifa batann, það er ekki þar með bannað að nefna þá eða hvað ? nei auðvitað ekki, gerði þetta m.a. til undirstrika hversu erfitt er að ná samstöðunni sem bæði þig, mig og Hrannar dreymir um, samstöðunni sem til þarf svo draumurinn um betra samfélag rætist.

Hann sagði að margir viðmælendur sínir vissu "deili" á fólki í örvæntingu, ég hef rætt og ræði (ekki daglega en oft) við fólk í örvæntingu, fólk mér kunnugt og tengt, fólk fullt af biturð og reiði bara svo það sé á hreinu, annað sem mér finnst þurfi að vera á hreinu, er að þó nokkrir af vinum og vandamönnum mínum sem "klára" sig þokkalega, eru áhyggjufullir vegna ástandsins og þeirra sem illa hafa orðið úti.

Hrannar fer svo inn á mál sem mér er nú dautt og grafið, svo akkúrat það ætla ég ekkert að kommenta á, en svona inn á milli, flækt og tengt nefnir hann þetta með hvernig fólk virðist lesa sitt útúr pistlum og innleggjum, missir þar með af boðskapnum og fer að karpa um alls óskylda hluti, YESS ! þarna er ég innilega sammála honum, en ég vill ekki leggja alla ábyrgðina á þá sem misskilja og lesa vitlaust, er ekki frekar kominn tími á að við sem meinum eitthvað og viljum ná fram með boðskap, einföldum boðskapinn, gerum þetta þannig úr garði að ekki sé hægt að misskilja ??

En kærar þakkir fyrir að vísa mér á Hrannar, í öllu flóðinu af "besservissere" í bloggheimum og annarsstaðar, er nauðsynlegt að velja úr þá sem meina eitthvað af einlægni, hvort sem maður er sammála öllu eða ekki.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 9.3.2012 kl. 19:11

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Kristján, þú fórst ekki upp í turn þegar þú hittir fólk með bata, það var þegar þú hundsaðir neyð okkar sæmlingjanna. 

Veistu að núna þegar ég sit hér skellihlæjandi, eftir að hafa hlustað á Ruv endurtaka orð mín um ICEsave, að málatilbúningur ESA héldi ekki vatni, og svo framvegis, sem ég reyndar stal frá Stefáni og Lárusi, en það virtist eiginlega engin trúa þeim á tímabili, allavega enginn á fjölmiðlum landsins, háskólanum og víðar, að þá er ég svo staurblankur að ég ekki guðaveigar til að skála í, það eina sem til er megrunarbjór sem konan keypti.

Menn hafa nú orðið gramir við minna og ef maður leggur við það ýmsa neyð og persónulega bresti, sem er ekki til staðar hjá mér því minn eini vandi er skotur á Black Label, að þá færð þú út það ástand sem góðviljaðir menn hafa reynt að lemja inní hausinn á þér Kristján.

Ekkert annað undirliggjandi.

Kveðja á meðan ég held áfram að lesa, komst ekki í það fyrr.

Já, og eitt enn, það verður enginn verri að lesa Hrannar, ákaflega góður penni.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 23:19

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þetta með fílabeinsturninn kom svona á fyrri stigum málsins til að ná þér inná beinu brautina, þú ratar ágætlega núna.

Svo ræð ég ekki við þennan andskota að vilja stýra umræðunni með pílum mínum.

Kveðja aftur, í bili.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 23:22

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er ákaflega mikill munur á að lesa vitlaust, og lesa viljandi vitlaust.  Diffinn felst í þessu orði, viljandi.

Svo átt þú að vera sjálfum þér samkvæmur og viðurkenna að þú hljópst á þig.  Og sjálfsagt hefur eitthvað persónulegt ráðið för, eitthver pirringur sem Þór Saari vekur hjá fólki.

Þetta sagði hann til dæmis um mig, ég sem var á toppnum á Moggablogginu, báðar vikurnar fyrir þjóðaratkvæðin, og þegar Össur bjargaði ríkisstjórninni með því að lofa eftir Helgi. 

"Hef ekki lesið skrif þín áður Ómar en allt það sem þú setur hér fram er rangt. ...... Þú ættir að leggja þig eftir sannleikanum í framtíðinni en ekki vera með svona dylgjur og ósannindi á opinberum vettvangi."

Og hann sagðist ekki hafa lesið bloggið mitt, menn hafa nú móðgast af minna tilefni og ákveðið að leggja viðkomandi þingmann í einelti.

En ég er í stríði Kristján og fell ekki í þá gildrur.

Á því er grunndiffinn á milli mín og þín, vandinn brennur á mér og þetta er spurning uppá líf og dauð það er í mínum huga.  

Í dag kom sigurtilkynning frá utanríkisráðuneytinu, það tók 3 löng ár að lemja hana í gegn.  Og það tókst eingöngu út af elju, og að halda sjó þó áhuginn væri oft enginn, og mótbyrinn mikill.

Og maður lét aldrei andstæðinginn stjórna umræðunni.

Aðförin að Þór er týpískt dæmi þar sem atburður er yfirfærður á aðra sem litla eða enga sök eiga, og þeir fordæmdir, og þá í þágu ákveðinna hagsmuna.

Margt höfðu þýskir kommar á samviskunni uppsafnað 1933, en þeir komu ekki nálægt því að kveikja í þinghúsinu.  En maðurinn sem gerði það var eitthvað kunnugur í fræðum Marx, hann gat sagt bylting eða eitthvað svoleiðis en líklega var hann stjórnleysingi.

En glæpur hans var yfirfærður á aðra.

Og ef maður er í stríði, þá bregst maður við slíkri áróðurstrixi.  

Þau viðbrögð mín féllu í misjafnan garð í lesendahópi mínum, látum þögnina vera, en ég nam dropp í IP tölum.

En ég er ekki bara að þessu í blíðunni, líka í stríðu.

Og það er samstöðuleysið í stríðinu sem útskýrir ósigur okkar til þessa.  Samstöðu um betri heim verður hins vegar seint náð.

En núna er það fyrra innslag þitt Kritján, ekki truflar ófriðurinn það, núna á sigurstundinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 23:44

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þá er það þetta blessaða EES.

Það er misjafnt hvað kveikir hugsanatengsl hjá fólki og ef þessi örpistill minn kveikti í þér, það er það ágætis uppskera.

Hann er hins vegar aðeins hluti af stefi, þetta hét að mýkja víglínuna með fallbyssuskothríð í fyrra heimsstríði.  Þjónar þeim eina tilgang að þjappa fólki saman og sýna að við eigum umræðuna. 

Andskotarnir sem styðja ófögnuðinn þeir eiga ekkert í okkur eftir þessa fyrstu daga vitnaleiðslanna, þeir héldu að þeir fengu bömmer á Geir og íhald en sitja uppi með Svarta Pétur, EES.

Kemur mínum skoðunum ekkert við, ég er að stríða, ekki að ræða.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 23:50

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Annars held ég Kristján, svona í alvöru talað að þú sjáir ekki hina djúpu andstöðu sem er á bak við þessi læti.

Ég hef aldrei, frá fyrsta degi reynt að nálgast andstæðinga mína, ég hef aðeins reynt eitt, og það er að hrekja þá frá völdum.  Því eins og ég hef sagt þér, þá er stefna AGS gjöreyðingarstefna, sálf illskan holdi klædd.

Jafnvel þó klæðnaðurinn sé stundum með silki áferð.

ICEsave atlagan hefði gert þjóð mína gjaldþrota.  AGS lánið gerir það líka því við getum aldrei endurgreitt það ef það er notað.

Bein afleiðing er niðurbrot lífskjara hins venjulega manns, eyðing innviða samfélagsins og arfleið til barna okkar sem þau mun bylta, með blóði.  

Og það er ekki félegt fyrir mann sem langar að verða afi, til þess þurfa börnin mín að lifa.

Þó við náðum að snúa niður ICEsave, þar sem Ólafur hindraði hina blóðugu byltingu (ég hefði tekið þátt í byltingarstarfi upp á útlensku) með því að skera ríkisstjórnina niður úr snörunni, að þá er það svo margt annað.

Líklegast var mesta lágkúran að vega að heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar, að kreppan skyldi vera notuð sem afsökun til að láta gamla draum embættisvaldsins í Reykjavík að fá öll útgjöld ríkisins til sín.

Svo má nefna smáatriði eins og að meina okkur fátæklingunum að ferðast um landið okkar, kaupa brennivín eða borða hollan mat.  Eldsneytisskatta sem hækka vöruverð á landsbyggðinni, trúarbrögðin að nýta ekki kreppuna til að bora göng og bæta samgöngur, þetta er lokal vandi en það vill svo til að hann brennur á mörgum nábýlingum mínum.

Og yfir í stærra, óheyrilegur peningur í óþarfa vaxtagjöld, vegna hávaxtaheimskunnar, peningur sem dyggði til að reka innviðina með sómasamlegum hætti.

Svo er það svikin við heimili landsins, endurreisn fyrirtæki skuldakónga á sama tíma og almenningur er í skrúfstykkinu, alltaf stór Nei við öllum skuldatillögum, svo þegar þetta lið er dæmt, þá gortar það sig á afleiðingum dómanna, að þeir hafi skilað almenningi svo og svo miklu.

Einkavinavæðing almannaeigna sem hefði blasað við ef fjárhagsgildran hefði smollið og svo framvegis Kristján.

Svo ég dragi þetta saman, þá er stríð, stríð um tilveru hins venjulega manns og þess samfélags sem við höfðum.

Það er aldrei nein sanngirni í svona umræðu Kristján, það er hreinlega útilokað.

Það er einfaldlega bara þeir eða við.

Auðvitað get ég játað að ég hef velt fyrir mér forsendum fyrir betri heimi, og hef jafnvel bloggað þar um.  Og ég get líka játað að ég hefði ekkert á móti því að sjá svoleiðis umræðu þróast.

En það er bara draumórar, veruleikinn er kaldur og napur, og hundleiðinlegur, það er hér á blogginu.

Þetta er stríð, leiðindastríð.

En fylgið er komið niður fyrir 30% samanlagt hjá ófögnuðinum og þetta er allt í áttina.  Moggabloggið á stóran þátt í að móta almenningsálitið, hingað koma þeir sem eru ekki fyrirfram mótaðir.  Og það svona fólk á miðjum aldri og uppúr, fólk sem hefur svo áhrif í sínu nærumhverfi.

Ekki höfum við haft fjölmiðlana með okkur, ekki hin netsamfélögin, og hverjir lesa Moggann????  Moggabloggið er það eina sem ég sé sem elítan hefur ekki náð stjórn á.  Það er ekki bara sigurinn í ICEsave, eða hið frjálsa fall þrátt fyrir hugsanlega byrjun á efnahagsbata, það er líka hvað mörg sjónarmið og mál haldast í umræðunni, þrátt fyrir annaðhvort algjöra þöggun, eða stöðugan áróður gegn ákveðnum sjónarmiðum.

Auðvitað er þetta allt saman tilfinning en ég tel Moggabloggið sterkasta vígi andstöðunnar við stjórnvöld, það er engin önnur svona eining í samfélaginu sem er á móti, og það út frá svona misjöfnum áherslum.  Þetta eru ekki allt hægri bloggarar.

Og þegar eitthvað er að gerast í þjóðfélaginu þá er hreinlega allt sjóðandi hérna.

Það er svona eins og maðurinn sagði, það er ekkert grín að vera svín.

Og þó ekkert kæmi út úr þessu gríni annað en, og þá er ég að meina í viðbót við ICEsave, að elítan þori ekki öðru en að semja við heimilin, þá er eitthvað jákvætt í gangi.

En heildarlínurnar eru neikvæðar og ég sé ekkert annað í þessu en sprengingu því það eru svo margar innri mótsagnir í gangi.

Sú stærsta er að núverandi ríkisstjórn er það illskásta sem við höfum, því hún gæti ekki verið lélegri.  En það sem við fáum í staðinn, það gæti verið skilvirkara, og þegar stefnan og hugmyndafræðin er röng, þá er eins gott að mestu aularnir sjái um framkvæmd hennar.

Og svo innst inni þá vill þetta fólk vel.

Og það er kannski gæfa þessarar þjóðar, að uppistöðu er fólk hér gott inn við bein.

En það er mikill misskilningur Kristján að fólk taki mark á mér.  Þetta er svona gagnkvæmt misnotkunarsamband, milli mín og lesenda minna.  

Ég er lesinn því ég orða skammir fólks af þeirri ósvífni að það vill lesa, og það jafnvel hugsar innst inni, "þetta vildi ég sagt hafa", og í staðinn þá lauma ég að því pistlum og sjónarmiðum sem ég hef áhuga á.  

Svona kaup kaups.

Hagsmunasamband sem aðeins neyðin getur spunnið.

Ég vildi að þetta væri ekki svona, en þetta er svona.

Og þegar manni virðist að ICEsave sé frá, og aðeins eftir smá áreitni þar til að beina umræðunni að ábyrgð þeirra sem lugu að þjóðinni, og jafnvel þá finn ég litla löngun til þess en verður samt að gerast því á meðan þetta lið er í vörn, þá bruggar það ekki undirróður á meðan, svo það má reyna allavega að vekja máls á þessu, þá spyr maður sig, fyrir hverju er maður að berjast.

Það er meinið Kristján, það er meinið.

Ég finn mig ekki í C-inu eins og Pétur vopnabróðir minn gerir, mér finnst Lilja vera of mikið inní kerfinu í lausnum sínum, og það vanti dýpri hugsun í dæmið.  En hún vill vel og hún er skynsöm og ég myndi seint hamast gegn henni.

Ekki nema ef hún andæfir Norðfjarðargöngum, þá lendir hún á aftökulistanum, það er þegnskylda hjá mér að skjóta allt slíkt fólk niður.  

Hinsvegar ef það væri til vettvangur með þeirri jákvæðni sem þú kallar eftir og færir góð rök fyrir, þá sæi maður tilgang, og gæti réttlætt tímaþjófinn.

Og jafnvel trúað að það sé hægt að hafa einhver áhrif til góðs.

En ef ég væri þú þá myndi ég fylgjast grannt með Don Hrannari, það er margt líkt með útlegðum.  Þar er maður sem talar mikið í þínum anda.

Ekki það að ég hafi ekki alltaf gaman að lesa, en ég veit ekki eftir morgundaginn, þá dreg ég úr virkninni og mun til að byrja með aðeins nota ósjálfráða skrift sem er í raun alltaf að segja það sama.

Dýpt má aftur á móti finna hjá Hrannari.  Það er ef þú ert hættur að stríða, og farinn að pæla.

Bið að heilsa Kristján, það er alltaf gaman að heyra í þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2012 kl. 00:44

20 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar og takk fyrir að nenna að fara svona ofan í hlutina í smáatriðum, "mata mig með teskeið" eins sagt er hérna stundum, þetta fer að verða allgott á þessu streng, hittumst bara "ofar" fyrr en varir.

Takk fyrir góðar kveðjur einnig, þeim er hér með svarað í sömu mynt, alltaf gaman, en ekki síst upplýsandi að "spjalla" við þig.

Lýk þessu núna í þekktum stíl (með tittlingaskít og andmælum) þú segist ekkert vera reyna nálgast andstæðinga þína, skiljanlegt að mörgu leyti, en þú sem kemur mér fyrir sjónir sem víðlesinn áhugamaður um heimmsöguna, hlýtur að hafa heyrt þetta "Keep your friends close, but your enemies even closer" menn deila reyndar um upphaf þessara orða, sumir telja Sun-tzu. kínverskan hershöfðingja eiga þau, aðrir ætla Machiavelli þessi fleygu orð, og ekki síst lét Mario Puzo/Francis F, Coppola, Michael Corleone segja þetta í Godfather II, sama hver sagði þetta fyrst, það er mikið til í þessu ogmargur valdafíkillinn beitt þessu, allavega máttu eiga á hættu að "your enemies will try to keep yuo close".

MBKV frá Norge

Heyrumst brátt á blogginu.

KH

Kristján Hilmarsson, 10.3.2012 kl. 11:54

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður þessi með teskeiðina, en svona er þetta, hugrenningartengslin sem innslög þín skapa vilja oft verða svona út og suður.  Ágætt að tæma svona hugann áður en maður fer að sofa, og hugrenningartengsl er flæði hugsunar sem hjálpa manni að móta sér skoðanir og forma hugsanir.

En þetta með óvinina, Kínverjar áttu sína Machavella, kínverska keisarhirðin var æðsti skóli í baktjaldamakki og undirróðri.  Þá hjálpaði svona speki til. 

En aðeins þar sem var vopnaður friður, þegar átök brutust út þá gilti önnur speki.  

Og kínverski skólinn var mjög einfaldur, og vissulega kom það þá að gagni að þekkja óvina sína og hafa þá tiltæka, því  þú drapst óvini þína, fjölskyldu hans, vini, vandamenn og ef það var opið stríð, þá íbúa þeirra borga sem lutu lénsveldi hans, jafnvel sveita líka en það var dýrara í framkvæmd sökum dreifðari búsetu.

Engin elsku mamma þar.

Kaninn nálgaðist þetta á annan hátt, byggði á speki Fornpersa, hann sigraði óvin sinn, en kom síðan fram við af hann af mannúð.

En engan hef ég halda því fram að þú eigir að leggja niður vopn í miðri orrustu til að spjalla um gang himintungla.  Það má vel vera að slíkt hafi oft verið gert, en þeir sem það gerðu, urðu aldrei til frásagnar, eftir á.  Af skiljanlegum ástæðum.

Stríð er ekki grín og það er engin flötur á samstarfi við fulltrúa fjármálaillskunnar sem eyðir byggðum og samfélögum hins venjulega manns.

Annað hvort verjum við okkur eða nýtt lénstímabil rennur upp.

Svo einfalt er það Kristján.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2012 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 687
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 6271
  • Frá upphafi: 1400210

Annað

  • Innlit í dag: 628
  • Innlit sl. viku: 5392
  • Gestir í dag: 599
  • IP-tölur í dag: 585

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband