8.3.2012 | 10:19
Hvernig átti evran að bjarga bankakerfinu????
"Eina raunhæfa lausnin á þessum tíma hefði hins vegar verið að sínu mati að Ísland gerðist aðili að stærra myntkerfi." segir fyrrverandi aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar.
Hljómar vel í eyrum margra, að hin raunverulega ástæða fyrir falli bankanna hafi verið krónan???
En hver er rökstuðningurinn???
Gat tólffalt bankakerfi staðið af sér hina alþjóðlegu fjármálakreppu ef það hefði verið í evrum??
Og þá hvernig???
Hefði til dæmis ekki verið gert áhlaup á ICEsave ef LÍ hefði verið með evrur en ekki krónur???
Eða hefðu þá krosseignatengslin og það sem virðist eftir á hafa verið pýramídauppbygging bankakerfisins haldið ef hagkerfið hefði notað evru???
Bara svona sem dæmi um nokkrar spurningar sem vakna við þessa skoðun Jóns Þórs.
Ég hélt að bankarnir hefðu fallið vegna þess að þeir fengu ekki endurfjármögnun, og það endurfjámrögnun í erlendri mynt en bankarnir voru að meginhluta fjármagnaðir af erlendum stórbönkum og síðan með innlánssöfnun sinni í Bretlandi og víðar.
Það var þessi fjármögnun sem þvarr.
Hvernig átti íslensk evra að hjálpa þar til???'
Með því að ríki hlypi undir bagga og þá hvernig þá?? Þó Ísland hefði notað evru þá hefðu íslensk stjórnvöld aldrei getað prentað hana til að greiða skuldir bankakerfisins??? Evrurnar hefði þurft að fá að láni????
Og varla er Jón Þór að meina það.
Svo ég spyr, hvernig átti evran að bjarga bönkunum???
Kveðja að austan.
Landsbankinn bað um aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur sýnt sig á Írlandi að evran er allra meina bót. >hóst<
Villi Asgeirsson, 8.3.2012 kl. 10:38
Og víðar. >Meira hóst<
GB (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 11:05
Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur, að redda hefði mátt einu Ponzi-svindli með því að skipta því út fyrir annað stærra.
Hvar er þessi maður eiginlega með vinnu núna?
Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2012 kl. 12:45
Takk fyrri innlitið félgar.
Guðmundur, veit ekki alveg en bræður hans í anda stjórna landinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.