8.3.2012 | 10:33
Rannsóknarblaðamennska Ríkisútvarpsins.
Ríkisútvarpið, fjölmiðill allra landsmanna hefur staðið vaktina frá Hruni.
Fyrir sína menn, sem því miður eru vaxtaþjófar, ekki þjóðin. Vaxtaþjófarnir eru svo í vinnu hjá þeim sem áttu mjög bágt eftir Hrun, fjármálastofnanir, auðmennirnir sem rændu okkur, blankur breskur ríkissjóður, og Evrópusambandið sem langar að eignast litla eyju á norðurslóðum.
Við þekkjum öll dæmið þegar það var farið að hitna undir einhverjum í kjölfar rannsókna Fjármálaeftirlitsins. Og eðlileg varnarviðbrögð þess sem hitnaði undir var að reyna að hita stól forstjóra fjármálaeftirlitsins svo hann brenndi sig og færi því að hugsa um sinn eigin eld en hætti að kynda undir öðrum.
Kastljósið tók að sér hita stól forstjóra Fjármálaeftirlitsins en það gleymdi að láta Svavar Halldórsson fréttamann vita svo hann kjaftaði óvart frá, þetta var víst ekki raunveruleg rannsóknarblaðamennska.
En tækifærið kom óvænt, sorglega óvænt, og þá bætti Ríkisútvarpið úr. Núna skyldi það sko sýna alvöru rannsóknarblaðamennsku. Á eigin spýtur (við skulum vona að hann hafi ekki verið sendur eins og gögnin um Gunnar Andersen) gróf rannsóknarteymi Ruv upp prófessor í afbrotafræði sem tókst á einni mínútu að hafa af fólki æruna ásamt því að eyðileggja endanlega orðspor Háskóla Íslands.
Skynsamt fólk á Ruv (já, það er til) benti rannsóknarteyminu á að það væri eiginlega ekki rannsóknarblaðamennska að gera fólki upp skoðanir og fá síðan doktor í afbrotafræði til að fordæma þær skoðanir. Gæti jafnvel kostað meiðyrði.
Úr þessu var bætt, rætt var við prófessor í geðlækningum sem út frá meðaltali komst að því að ekkert benti til þess að ýmsan óáran mætti rekja til efnahagshrunsins. Þetta er gott og gilt og samkvæmt meðaltalinu fékk Árni Þór ekki egg í hausinn.
Einhver fræðimaður hefði bent á að afleiðingar efnahagshrunsins á Íslandi hefðu ekki verið rannsakaðar á heildstæðan hátt en þær rannsóknir sem hefðu verið gerðar bentu ekki til einhverra óeðlilegra breytinga. Þá hefði viðkomandi aðili haft í huga að markmið rannsóknar og hvernig er rannsakað skiptir höfuðmáli. Til dæmis er þekkt dæmi um rannsókn þar sem átti að rannsaka áhrif atvinnuleysis á líf fólks og hún var unnin á þann hátt að hringt var í fólk og það spurt út úr aðstæður sínar. Ein af afleiðingum atvinnuleysis er fátækt og jafnvel að fólk missi heimili sín og endi á götunni. Fátækt fólk lendir oft í því að síma þess er lokað, heimilislaust fólk er ekki með síma (fyrir daga farsímans).
Á þetta hefði fræðimaður bent, að áhættuhópur efnahagsþrenginganna hefur ekki verið rannsakaður. Hann hefði líka getað bent á ítarlegar rannsóknir þar sem fram kemur að fyrst eftir efnahagskreppur virðast samfélög standast en svo verður hrun innan frá, það er langtíma áhrifin eru slæm. Bent á rannsóknir frá Finnlandi og í ríkjum Bandaríkjanna þar sem hefðbundinn þungaiðnaður fór illa út úr litlu kreppunni á níunda og tíunda áratugnum.
Á þetta hefði fræðimaður bent, en ekki fræðimaður við Háskóla Íslands, ekki í viðtali við íslenska ríkisútvarpið. Hann bendir á meðaltöl, og lætur síðan í ljós álit sitt á afskræmdum ummælum viðkomandi þingmanns, ummæli sem óvart voru hagstæð vaxtaþjófum líkt og prófessorinn í hagfræði sem sagði að Ísland yrði Norður Kórea Vesturlanda ef það samþykkti ekki ICEsave.
Þannig að líklega tókst prófessorinum í geðlækningum að skaða það litla sem eftir var af æru Háskóla Íslands, það er ef eitthvað var eftir af ærunni.
Hinsvegar er það sérstakt rannsóknarefni hvað gengur prófessorum við Háskóla Íslands endalaust til að leggja á vogarskálar vaxtaþjófa og auðræningja, eru þeir svona fjársveltir að baráttan um brauðið tekur á sig þessa mynd??
Hægt er að rifja upp fleiri rannsóknarefni Ríkisútvarpsins, þegar Búsáhaldarbyltingin stóð sem hæst, og fólk hrópaði um afleiðingar Hrunsins, atvinnuleysi og eitthvað fleira, þá fann Ruv Atvinnuleysingjann, konu í pels sem sagðist skammast sín að þiggja atvinnuleysibætur því hún hefði það svo gott á þeim og næg væri vinnan í heiðalegum störfum sem borguðu ekki eins vel. Þetta var fyrsta skiptið sem ríkisútvarpið tók viðtal við atvinnulausa manneskju og gaf þann tón að um leti og ómennsku væri að ræða.
Svo má rifja upp dæmið þegar einn af reglusmiðum ESB, Alain Lipietz blandaði sér óvænt inní ICEsave umræðuna með því að útskýra hvað stæði í reglum ESB um innlánstryggingar og af hverju þær væru gegn ríkisábyrgð, að þá fann ríkisútvarpið eftir mikla leit innlendan sérfræðing sem vissi betur. Í Kastljós var fenginn fyrrum þingmaður sem hafði unnið við bókhald á Bolungarvík á árum áður, og hann leiðrétti umsvifalaust villu Evrópuþingmannsins.
Eða eigum við að rifja upp alla sérfræðingana sem voru fengnir til að upplýsa almenning um að gengislán væru lögleg og þegar Hæstiréttur dæmdi þau ólögleg, að þá voru hinir sömu fengnir til að útskýra að vaxtataka afturábak væri lögleg.
Og eigum við .............,
Svona er endalaust hægt að taka dæmi um stórgóða rannsóknarblaðamennsku Ruv. Hún hefur þjónað húsbændum stofnunarinnar vel en öll hefur hún verið gegn baráttu almennings fyrir réttlæti og sanngirni í lánamálum, eða öðru því sem snýr af lífi og lífsskilyðum fólks í landinu.
Og auðmenn hafa fengið alla sína milljarða afskrifaða þegjandi og hljóðarlaust. Og það sem þeir fengu ekki úr þrotabúinu fengu amerískir vogunarsjóðir.
Og þeir sem hafa gagnrýnt þetta hafa fengið það óþvegið frá fjölmiðli vaxtaþjófanna.
Og við sem erum á móti, við tökum þátt í leiknum með því að láta endalaust spila með okkur.
Tilbúin að láta ræna okkur á ný.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Konan í pelsinum heyrði um hrunið,það var ekki farið að bíta á þeim tíma. Stolt er stundum ,,þú sérð mig ekki æmta, né skræmta,, fer síðan heim og koddinn fer í salt bað.
Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2012 kl. 13:38
Blessuð Helga.
Vildi að það væri svo og ekkert er við það að athuga að eiga pels en vera samt á atvinnuleysirbótum, en það sem hún sagði var heimskt.
Og nýtt í áróður gegn fólki sem átti erfitt.
Ég held að þú munir ekki eftir þessu viðtali Helga, ég man það vegna þess að eftir þennan fréttatíma þá hætti ég að horfa reglulega á fréttir Ruv.
Þá sá ég í hvert stefndi sem æruaðförin að Þór Saari er síðasta dæmið þar um.
En þessi vinnubrögð eru búin að viðgangast lengi og ég ætla ef tími vinnst til í dag að rifja upp samsvörunina við Þórs trakteringuna og hvernig Ruv slátraði Birni Bjarnasyni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins 2007.
Sömu fingraför, sömu vinnubrögðin, ergo sama aflið.
Og mér vitanlega ert þú ekki kát með gjörðir þess afls í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.