ASÍ ályktar um fátækt.

 

Loksins, loksins, loksins.

 

En gleymum því ekki að það sem við þó höfum, hefðum við ekki ef krafa ASÍ um að ríkissjóður breta hefði verið styrktur um að minnsta kosti 507 milljarða, hefði gengið eftir.

Ríkissjóður væri allavega búinn að gjaldfæra yfir 100 milljarða ef Svavars samningurinn hefði verið samþykktur sumarið 2009.  Hvort halda menn að fjármálaelítan, þessi sem hefur fengið hundruð milljarða afskrifaða frá Hruni, hefði greitt þetta með hærri sköttum eða fátækt fólk með skerðingu á félagslegri velferð???

 

Gleymum því ekki að ASÍ hefur staðið þétt um hag fjármagns, hvort sem það er að styðja samninginn við AGS eða neita heimilum landsins um skuldaleiðréttingu.  

Eykur það velferð fátækra barna að vera borin út af heimilum sínum???   Já, segir ASÍ í verki þó fögur orð á pappír segi annað.

Og gera menn sér grein fyrir því hvað AGS velferðarlánið handa krónubröskurum hefur kostað ríkissjóð???  Hvað það eru margir tugir milljarðar frá Hruni???

Hvort væri nær fyrir ASÍ að beita sér fyrir að þessi peningur hefði runnið til að hjálpa fátækum börnum eða feitum krónubröskurum???

 

Gjáin milli orða og gjörða er hildjúp og ef forysta ASÍ vill brúa þá gjá þá er hennar fyrsta verk að segja af sér eins og hún leggur sig.

Því hún er hluti af því samfélagslegu meini þar sem dautt fjármagn er tekið fram yfir lifandi fólk.

Og meðan svo er þá mun fátækt aðeins aukast.

 

En stjórn ASÍ meinar ekkert með ályktun sinni. 

Hún hefur aðeins áhyggjur af vaxtaþjófadómnum.

Því hann hjálpar fátækum börnum, sumum.

 

ASÍ hjálpar engum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Mörg íslensk börn alast upp í fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki ASÍ með þessu að undirstrika eigin vanmátt? Á ekki stjórn ASí að sjá sóma sinn í því að biðjast lausnar og láta baráttuna fyrir bættum kjörum fólks til nýs fólks úr grasrót verkalýðsfélaganna með ferskar hugmyndir og væntalega ósnortin af póltískri spillingu? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 17:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Er orðið sómi til í orðaforða þeirra????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 200
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 5784
  • Frá upphafi: 1399723

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 4934
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband