7.3.2012 | 13:55
Eru bresk stjórnvöld ólæs á eigin lög???
Vissu þau ekki að breski innstæðutryggingarsjóðurinn, FSCS var ekki með ríkisábyrgð.
Að hann er fjármagnaður af breska fjármálakerfinu, ekki breska ríkinu???
Og af hverju þurftu þau að fá upplýsingar frá Íslandi um íslenska tryggingarsjóðinn, héldu þeir að dvergríki hefði fjármagn til að fjármagna breskar innlánstryggingar??
Vissu þau ekki hvernig breska innlánstryggingarkerfið var byggt upp?? Að það tryggði neytendavernd á breskum fjármálamarkaði með því að krefja banka frá ríkjum utan ESB um viðbótartryggingu sem tæki við þegar trygging heimalands þryti???
"Incoming EEA firms which obtain cover or 'top up' under the provisions of COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default". (Úr handbók FSA)
Og vissu þau ekki að breska fjármálaeftirlitið FSA krafðist þess að Landsbanki Íslands keypti slíka tryggingu af breska tryggingarsjóðnum, FSCS. Og að breski tryggingarsjóðurinn hefur staðfest að Landsbanki Íslands keypti slíka tryggingu, Skírteini FSA No.207250", og var þar með að fullu tryggður í Bretlandi hjá breska tryggingarsjóðnum???
Af hverju vildu þau fá íslensku lögin???
Voru þau að undirbúa ICEsave fjárkúgun sína eða athuga hvort fyndist nógu heimskur embættismaður á Íslandi sem myndi styðja þá kröfu breta að ICEsave færi í breskt dóttufélag með meðgjöf frá Seðlabanka Íslands??
Þetta eru eðlilegar spurningar sem vakna eftir vitnaleiðslurnar fyrir Landsdómi.
En ennþá eðlilegra er að spyrja, af hverju vissu íslenskir embættismenn ekki af þessari skyldutryggingu LÍ hjá breska tryggingarsjóðnum FSCS???
Og af hverju spyr saksóknari Alþingis eins og hann þekki ekki til staðreynda málsins???
Er það svoleiðis sem pólitískir saksóknar vinna, að fela staðreyndir???
Í trausti þess að nautheimskir blaðamenn gleypi allt hrátt sem matreitt er ofaní þá???
Allavega er ljóst að saksóknari Alþingis er sekur um vítaverða vanþekkingu á lagaumhverfi ICEsave reikningana eða hann er sekur um vilja til að fá fram sakfellingu á röngum forsendum.
Hvort er verra????
Kveðja að austan.
![]() |
Bretarnir útveguðu sér lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 2
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2546
- Frá upphafi: 1438573
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2028
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmmmm.... eftirfarandi tók nákvæmlega tvær mínútur að rannsaka (áherslur eru mínar eigin):
1999 nr. 98 27. desember/ Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta
Google translate:
------------
Miðað við vélþýðingu er þetta meira að segja mjög skýrt: Sjóðurinn er einkarekin sjálfseignarstofnun sem er undanþegin gjaldþrotalögum.
Samkvæmt reglum um fjármálaeftirlit á evrópska efnahagssvæðinu bar FSA að kanna hið ofangreinda áður en þeir leyfðu starfsemi IceSave.
Lýsingar af málsatvikum hljóma því eins og Bretar geti einfaldlega sjálfum sér um kennt fyrir klaufaskap og sofandahátt.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2012 kl. 15:45
Nákvæmlega, takk fyrir þetta Guðmundur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.