Varðhundar vaxtaþjófa setja nýtt met í lágkúru.

 

Og þarf mikið til. 

 

Það er ekki um það deilt að atburðurinn á skrifstofu Lagastoða er mannlegur harmleikur og ekki nokkur maður hefur reynt að réttlæta hann eða nýta hann sér í þeim pólitískum átökum sem núna eiga sér stað.

Eða þar til að varðhundarnir sáu lag að höggva þá sem reyndu að vara við að svona atburðum ætti eftir að fjölga á meðan vaxtaþjófarnir kæmust upp með níðingsskap sinn gagnvart fórnarlömbum fjármálahrunsins.

Það var fyrst þá sem pólitísk öfl sáu sér hag í að persónugera voðaatburðinn.  Þau snéru út úr almennum viðvörunarorðum mætra manna og voguðu sér að setja það í það samhengi að þau væru hvatning eða réttlæting á glórulausu ofbeldi.

Það að vara við ofbeldi var orðin hvatning til ofbeldis.

 

Dæmigerð "snúa staðreyndum á hvolf" röksemdarfærsla sem Göbbels gerði að listgrein og Moskvu valdið notaði með miklum árangri þegar það með alla sína skriðdreka beint að Vestur Evrópu gat beitt fyrir sig friðsömu fólki til að fordæma vígvæðingu Vestur Evrópu sem hugsuð var til að mæta þeirri ógn.

Það er nefnilega þannig að illmenni sem vilja illt, þau vinna svona.

Og nytsamir sakleysingjar láta glepjast.

 

Það þarf ekki að ræða Sorann á DV og Fréttablaðinu, þar stjórnar sálarlaust fólk með geðleysingja í vinnu.  Líka gömul saga og ný, illmenni skipuleggja illvirki og geðlaust fólk sér svo um framkvæmdina.

En krakkarnir í Morgunútvarpi ríkisfjölmiðils míns halda endalaust áfram að koma mér á óvart.

Hvernig geta þau endalaust fundið fólk sem getur varið kerfið og ríkjandi ástand??  Og líklegast án þess að fatta hvað þau eru að gera.

Níðið undir einhverju faglegu yfirbragði var yfirgengilegt núna í morgun.

En maður þarf ekki að vera hissa, þetta er fólkið sem endalaust fann einhvern vanvitann sem reyndi að gefa fjárkúgun breta einhverja lagalega stoð.  Eða útvarpaði sóðakjafti Jónasar Kristjánssonar gegn sinni eigin þjóð á besta tíma.  Eða lögfræðinga sem töldu gengislánin lögleg og hagfræðinga sem sögðu efnahaginn fara á hliðina ef þau yrðu leiðrétt.

Sífellt og endalaust finna þau flöt á umræðunni gegn almenningi, í þágu auðmanna og afskrifta þeirra.

Skyldu þau vera svona vitlaus að þau vita ekki hvað þau eru að gera eða vanmet ég þau, að þau séu í raun sami Sorinn og á DV og Fréttablaðinu??  Veit ekki en ég er hugsi.

 

Eftir stendur að stríðið um framtíð barna okkar heldur áfram.

Eiga þau að erfa þjóðfélag misréttis og örvæntingar eða viljum við þeim Nýtt og betra þjóðfélag???

Meðan okkur þykir vænna um okkar eigin vesöld en börnin okkar, þá mun land vígaferlanna verða þeirra hlutskipti.

En ef við uppgötvum manndóm okkar og styrk, að við þurfum ekki að lúta stjórn vanvita og auðræningja, þá munu hlutirnir breytast til betri vegar.

Því við erum fjöldinn, við erum aflið sem enginn, hvort sem það er varðhundur vaxtaþjófa, vaxtaþjófarnir sjálfir, alþjóðlegt auðmagn, innlimun ESB eða hvað sem allir þessir óvinir hins venjulega manns heita, fær sigrað.

Við erum fólkið, við erum þjóðin.

 

Dagurinn sem viljinn til að taka málin í sínar eigin hendur, að hætta vera óvirkur áhorfandi á rán og rupl, er dagurinn sem skóp framtíðina.

Framtíð sanngirnis og réttlætis.

 

Okkar er völin og kvölin.

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv. pressunni þá fordæmir lögmaður hjá Lagastoðum svo og lögmaðurinn Sveinn Andri og fleiri, það að tengja hnífstungumálið við ástandið í þjóðfélaginu. Gott og vel má vel vera að svo sé í þessu tiltekna tilfelli, það veit maður ekkert um. Má þá ekki ætla að lögmannsstofur séu ekkert að auka við öryggisbúnað hjá sér, þetta var jú alveg einstakt tilfelli!

Undarlegt þó hvað þessi alveg einstöku tilfelli eru að verða mörg í seinni tíð, hvers vegna skyldi það nú vera?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 11:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það Bjarni, það er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 11:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú hefur komið skýrt fram að tilefni heimsóknarinnar á lögfræðistofuna var vegna innheimtumáls. Þar er augljós tenging fyrir hendi.

Að láta sem svo sé ekki er einfaldlega raunveruleikablindni. Tengsl þessi eru fyrirliggjandi staðreynd, hvort sem þau skýra nokkurn skapaðan hlut eða ekki.

Hvort það réttlæti eitt eða neitt, er hinsvegar umræða um keisarans skegg. Það er ekki til réttlæting fyrir því að helsæra annan mann með veiðihnífi fyrirvaralaust.

Ef einhver dræpi frænda sinn og einhversstaðar væri fjallað um það, felur það þá í sér réttlætingu að benda á tengslin milli þeirra? Nei og enginn hélt því heldur fram.

Að rugla "réttlætingu" saman við hin augljósu tengsl, bein eða óbein, sem fyrir hendi eru, er þar sem staðreyndum sleppir og áróðurinn byrjar.

Þangað hef ég ekki orðið var við að neinn hafi farið, aðrir en "hinir vanalegu" smitberar raunveruleikablindni. Sveinn Andri er gott dæmi, til að nefna eitt.

Umræða á slíkum villigötum er varasöm, því hún grefur undan hugtakinu réttlæti og tiltrú fólks á að það sé mögulegt. Þá væri jú aðeins villimennskan ein eftir.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2012 kl. 17:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Því miður er það ekki svo.

Almannatengillinn sem skipulagði gagnsókn vaxtaþjófanna fékk stærri bóga en Svein Andra í lið með sér.

Þú sérð tilvitnun í Ruv núna á Mbl.is, en fréttin á Ruv í hádeginu sló metið neðan frá.

Ég blogga um það, ég er mjög hugsi yfir því að enginn skuli mótmæla.  Og þá á ég við fréttaflutningi Ruv.  Fullt af góðu fólki hefur snúist gegn rógi Amx, en það er ekki nóg, Ruv brennimerkti Þór, Margréti og Marínó fyrir lífstíð.

Þetta er ömurlegt hreint út sagt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 308
  • Sl. sólarhring: 708
  • Sl. viku: 5892
  • Frá upphafi: 1399831

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 5039
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 267

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband