Nú reynir á bretann.

 

Vonandi fær hann sínu framgengt þó það kosti grát og grístan tanna hér uppá Íslandi.

Hver á þá að greiða reikninga stuðningsmanna ESB.

Hver á þá að misbeita stofnunum í þágu ESB.

Að ég minnist ekki á aumingja Fréttatímann og Bjarta framtíð.

 

Nei, það er rétt, það er ósvinna að ESB haldi áfram mútfjárstreymi sínu til Íslands á meðan ICEsave deilan er óleyst.

Gæti ekki verið meira sammála.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill stöðva greiðslur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi Breti er sannur Íslandsvinur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 07:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Gerast ekki betri.

Verst að hann er valdlaus innan ESB en hann vill vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 08:03

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Icesave deilan er ekkert óleyst. Þessi umrædda deila er fyrir EFTA dómstólnum þar sem íslendingar munu tapa því máli og þurfa að borga það upp í topp.

Á þeirri forsendu verður þessari kröfu breska evrópuþingmannsins hafnað.

Jón Frímann Jónsson, 7.3.2012 kl. 08:25

4 identicon

mjög ruglingslegt "Þar kom fram að Ísland fái greitt úr rúmlega 800 milljóna punda, tæplega 160 milljarða króna"  "ekki liggi fyrir hvað Ísland fái háa fjárhæð úr sjóðnum"

Eru íslendingar nokkuð að fá krónu úr þessum sjóð?

Grímur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 08:33

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Frímann.

Gaman að sjá þig aftur hér á Moggablogginu, hélt að þú væri búinn að týna þér á einhverjum Samfylkingarvefnum.

En eins og þú veist þá er það sóun á orku að reyna sannfæra þá sem eru sammála manni.

Hér á Moggablogginu mótum við almenningsálitið.  

Og það er gott fyrir ykkur þjóðarseljendur að átta ykkur á því áður en þið bíðið annan  2-98.  ósigur.

Er ekki fylgi ríkisstjórnarinnar á leiðinni í kjallarann, undir 10%???

Svo núna reynir á kappaval hennar.

Sé að þú hefur áttað þig á því.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 08:47

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki Grímur, svona ekki beint.

Er ekki í þeim hópi sem ESB mútar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 08:47

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það skiptir engu máli hvernig EFTA dómstólinn dæmir, hann hefur ekkert vald hér yfir íslandi, eina sem EFTA dómstólinn getur dæmt um hjá okkur er hvort við höfum brotið á EES samningnum, eini dómstóllinn sem getur dæmt okkur til að greiða nokkurn skapaðan hlut er sá Íslenski (þökk sé því að við sitjum fyrir utan ESB og Icesave var hafnað.).

Ég veit ekki afhverjum við erum að svara þessum apaköttum yfir höfuð þar sem þetta er óþarfa kostnaður...

Og þrátt fyrir því að tapa þessu máli fyrir Íslenskum dómstólum þá erum við samt miklu betur sett heldur en að hafa samþykkt icesave draslið. 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.3.2012 kl. 09:42

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Það lífgar upp á tilveruna Halldór.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 09:56

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður verð eg að hryggja ykkur: Allt þetta hjal er ómerkilegt lýðskrum og byggist á þjóðernislegri þröngsýni.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2012 kl. 10:44

10 identicon

Það er ekkert nema sjálfsagt að stöðva greiðslur til Íslands, og þeir sem eru ósammála þessum Breta eru bara þjóðrembur og eiginhagsmunaseggir, nánast nasistar! (hehe)

Andlýðskrum hf. Group (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 12:26

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er ótrúlegt hvað sumir leyfa sér að skrifa tóman þvætting - undir dulnefni eins og síðasti bloggari.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2012 kl. 13:54

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Guðjón, það er betra að menn geri slíkt undir nafni og mynd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 14:11

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta er ekkert lýðskrum, svona er þetta bara, ég skil ekki hvað þú ert að þráast við þetta Icesave mál, það er löngu búið frá okkar hendi, við berum ekki ábyrgð á skuldum einkabanka, einfaldara er það ekki. Heldurðu ekki að þeir væru löngu búnir að kæra þetta ef þeir væru vissir um að Íslenska ríkið skuldaði þetta?

Innistæðutryggingasjóðir og þrotabú eiga að sjá um þessar kröfur ekki almenningur, það er löngu búið að borga lágmarks tryggingu til sparifjáreigenda af tryggingasjóðum þarna úti þar sem bankinn var með innistæðutryggingu þar líka, bresku og hollensku stjórnvöldin eru bara að reyna takmarka sinn kostnað með því að velta honum yfir á einhvern annann.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.3.2012 kl. 14:52

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Staðreyndin er mjög augljós:

Bankarnir tóku á velmektarárum sínum mjög há lán á lágum vöxtum og endurlánuðu gegn hærri vöxtum. Þannig gekk starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.  Þegar þrengdi á lánamörkuðum og erfitt var um endurfjármögnun lána var efnt til icesave reikningana eða „tær snilld“ eins og Sigurjón Árnason nefndi leið þeirra Landsbankamanna að endurfjármagna ódýru lánin. Hins vegar streymdu jafnt og þétt greiðslur inn á reikninga Landsbankans sem afborganir og vextir. Þessa fúlgu frystu Bretar með því að beita hermdarverkalögunum til að koma í veg fyrir að Landsbankamenn gætu ráðstafað þessum fjármunum annað út fyrir lögsögu breskra yfirvalda. Þessar innborganir voru lagðar inn á reikning í vörslu Englandsbanka og eru engir vextir reiknaðir á summuna sem eykst jafnt og þétt eftir því sem afborganir og vextir eru greiddir af útistandandi lánum gamla Landsbankans. Þær bera nú enga vexti.

Hins vegar reikna bæði Bretar og Hollendingar hæstu vanskilavexti af þeim greiðslum sem þeir hafa innt af hendi vegna Icesave reikningana og munu væntanlega hafa uppi ítruystu kröfur í dómsmáli, enda ákvað Ólafur Ragnar að neita undirskrift samnin gana um Icesave og þar með leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Núna eru þessi mál enn ekki útkljáð, vextir safnast upp gjaldamegin gagnvart okkur en engir vextir á inneign. Er þetta viturlegt? Það er með öllu óskiljanlegt að svo margir Íslendingar með forsetann í fararbroddi átta sig ekki á þessum staðreyndum. En forsetinn taldi að taka ætti tilfinn ingarlega afstöðu til þessa erfiða máls í stað þess að fara samningaleiðina sem að öllum líkindum hefði verið mun ódýrari.

Þá má ekki gleyma því að hefðu Íslendingar borið þá gæfu að leysa þessi mál með skynsemi, hefði lánshæfismat okkar verið metið hærra en nú. Við erum að vísu rétt komnir upp úr „ruslflokknum“ sem svo virðist að fleiri vilja tilheyra en flokki með hagkvæmari lánsmati. Þá má ekki heldur gleyma að bresk yfirvöld eru líklegri en íslensk að þefa uppi fjáræðir sem streymt hafa til aflandsfélaga enda hefur Scotland Yard afburða góða sérfræðinga í hvítflybbaglæpum.

Sennilega er auðveldara að koma úlfalda gegnum nálarauga en koma þröngsýnum þverhausum í skilning um  tiltölulega auðskyldar staðreyndir.

Bretar og Hollendingar eru ekkert að flýta sér. Þeir brosa sennilega sínu breiðasta að þvergirðingshætti og skilningsleysi þeirra Íslendinga sem vildu þessa vafasömu leið.

Mér finnst þetta sjálfum mjög skítt enda hefi eg ekki setið uppi með skuldabyrði í meira en áratug. Samt er mér refsað fyrir kæruleysi annarra. Af hverju þarf eg að borga fyrir heimsku annarra?

Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2012 kl. 22:35

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þitt vandaða og góða innslag Guðjón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 08:08

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekkert að þakka Ómar!

Eigum við ekki að hafa það sem sannast reynist?

Kveðja austur heiðar!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2012 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 339
  • Sl. sólarhring: 768
  • Sl. viku: 6070
  • Frá upphafi: 1399238

Annað

  • Innlit í dag: 289
  • Innlit sl. viku: 5144
  • Gestir í dag: 271
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband