Nýja Ísland í boði byltingarinnar.

 

Vaxtaþjófar, ICEsaveþjófar, fólkið sem byggði skjaldborgina um auðmenn.

Það hefur sigrað, byggt upp Nýtt Ísland.

Land án sóma, án siðferðis, án æru.

Land þar sem enginn rís upp gegn rangindum valdhafanna. 

 

Til hamingju bylting, til hamingju Andóf.

Ykkur tókst að réttlæta auðránið.

Kveðja að austan.


mbl.is Aðalmeðferð hafin fyrir Landsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mikið óskaplega eru þetta heimskulegar klisjur hjá þér Ómar.

hilmar jónsson, 5.3.2012 kl. 09:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei ert þú mættur Hilmar.

Góðan daginn og hafðu það gott í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 10:02

3 Smámynd: Starbuck

Auðránið hefði aldrei átt sér stað ef menn eins og Geir Haarde (og auðvitað Davíð Oddson) hefðu ekki hvatt til þess og ýtt undir það með heimskulegum og spilltum stjórnarháttum sínum.

Starbuck, 5.3.2012 kl. 10:29

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona er nýja Ísland!

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2012 kl. 11:35

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er eiginlega ómögulegt að setja sig í spor annarra, ef maður hefur ekki komist í námunda við svipaðar aðstæður og spor sjálfur. Þegar fólki er hreinlega kennt, að það megi ekki gagnrýna eða hugsa sjálfstætt, og að það sé rétt að ljúga og svíkja, og það sé meira að segja talið klókt og hagkvæmt, þá er ekki á góðu von.

Þannig hefur þessari þjóð verið stýrt í áratugi, og kominn tími á hugarfars-byltingu, og þó fyrr hefði verið.

Því miður er svo margt óljóst í allri stjórnsýslu Íslands, að það er nauðsynlegt að komast til botns í sukkvafningunum. Þetta hefðu þeir átt að hugleiða, sem fríuðu sína flokksfélaga, með klækjabrögðum í framsetningu um fyrstu atkvæðagreiðsluna. Svo átti að fría alla í seinni atkvæðagreiðslunni. Svona óheiðarleiki hittir þá sjálfa á endanum, sem þannig vinnubrögð stunda.

Það er verulega illa farið með þingmenn, sem ekki hafa heyrt réttarhöld og málavexti, að stilla þeim upp á svona hátt, eins og gert var í seinni atkvæðagreiðslunni, sem réði úrslitum um hvort Geir færi þessa Landsdómsgöngu. Það er nógu slæmt að hafa svona blindan og fálmkenndan kviðdóm á alþingi, þótt ekki sé með vilja verið að klúðra því sem fyrst var greitt atkvæði um.

Það hefur enginn svarað því hvers vegna Geir var fyrstur á listanum í atkvæðagreiðslunni, né hvað réði því hverjir voru næstir í röðinni. Þetta óvandaða verklag átti líklega að tryggja niðurstöðuna, sem varð mjög pólitísk, ósanngjörn og umdeild.

Ég vona innilega að Geir segi sannleikann allan, því það er lygin og óheiðarleikinn í stjórnsýslu Íslands, sem er grunn-ástæða þess að hér er allt ein stjórnlaus ringulreið og endalaust klúður. Það er alltaf bætt nýrri og nýrri lygi ofan á þær gömlu. Þannig eru vinnubrögðin í dag hjá öllum helstu embættum og fjármálafyrirtækjum.

Fólk lendir hvað eftir annað í vandræðum með að réttæta gömlu lygina með nýrri. Það er einskis að vænta, annars en algjörs hamfarar-strands þessarar þjóðar, ef sannleikurinn og heiðarleikinn verður ekki virtur, og lygarnar opinberaðar.

Það er einfaldlega ekki hægt að leysa vanda, án þess að vita hver hann raunverulega er. Það þarf engan prófessor í heimsspeki eða geimvísindum til að skilja það.

Ég samgleðst Geir H. Haarde að fá nú loksins að tjá sig um allt sem hann veit, sem verður að koma undanbragðalaust fram, til að mögulegt sé að lagfæra spillta stjórnsýsluna. Þeir verða að horfast í augu við sínar gjörðir og taka afleiðingum óheiðarleikans, sem hafa brugðist sinni ábyrgðarskyldu og heiðarleika gagnvart sjálfum sér og almenningi. Það er engum greiði gerður með að fá að vaða áfram í ábyrgðarleysi og villuþoku. Það eykur bara á vandann, sem er víst yfirdrifinn nú þegar.

Það er ekki aðalatriðið að dæma einn eða neinn, heldur að vita um staðreyndir, og virkja ábyrga og heiðarlega stjórnun í framtíðinni. Það gera allir rangt í mismiklum mæli, viljandi eða óviljandi. Aðalatriðið er að læra af vitleysunni, en ekki hefna, ásaka og dæma, þótt við föllum nú oft í þann vanþroska-forarpytt, öllum til bölvunar.

Almenningur þarf og vill í raun: heiðarleika, virðingu og réttlæti í verki, en ekki bara í orði.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2012 kl. 11:38

6 identicon

Heill og sæll Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !

Spyrja vil ég; Hilmar Jónsson, lítillega.

Er það Ísland; sem þeir : Davíð Oddsson / Jón Baldvin Hannibalsson og Halldór Ásgrímsson komu hér á - og Jóhanna og Steingrímur framfylgja, hikstalaust, þér fremur að skapi, en þær skynsamlegu hugmyndir, sem Ómar síðuhafi, hefir oftlega lagt hér fram, á sinni síðu - sem víðar ?

Reyndu; að vera maður til Hilmar, að svara okkur, eins og maður, ef þú þá þorir ?

Með beztu kveðjum, sem jafnan / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 13:34

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Geir Harde vantar ekki vettvang til að verja sig.

Hinsvegar vantar þjóðinni heiðarlegt og réttlátt uppgjör svo hún geti haldið áfram vegferð sinni.

Takk fyrir þitt góða innslag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 21:00

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Óskar Helgi og Helga.

Starbuck, ef þú hugsar heila hugsun lengra þá sérðu að við siðspillt kerfi var að sakast.

Vissulega bera þessir menn sem þú nefnir ábyrgð, mikla ábyrgð, en þjóðin hjakkar alltaf í sama farinu ef hún gerir upp við verkfæri en ekki þann sem notar þau.

Skrípaleikurinn kenndur við Landsdóm er bein ávísun á verra ástand en var fyrir.

Takk samt fyrir innlitið Starbuck.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 1412826

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband