Jæja, þá er búið að svara stóru spurningunni.

 

Hverjir kosta SuS eftir að Landsbankinn komst undan Björgólfi yfir í vasa Steingríms Joð.

En hvað þeir í fíknó bransanum á móti Geir Harde??

Ég hélt að þetta væri dagurinn þar sem SuS stæði með sínum manni.

Í stað þess kom kú út úr fjósi.

 

Eru þeir allir stónd???

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja lögleiða fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þú heldur að eiturlyfjabarónar séu að borga SUS til að gera sig atvinnulausa.

Ekki mundi ég vilja fara í business með þér. :D

Spurning um það hvað eigi að gera þegar að lög gegn vandamáli hefur ekki tekist nokkurn skapaðan hluta nema margfalda fjölda fórnarlamba. Ef að einhver ríkisaðgerð gegn innbrotum fjölgar innbrotum og veldur því að innbrotsþjófar fara taka upp á því að drepa húsráðendur þá er kanski kominn tími til að viðurkenna að sú aðgerð hafi verið stærstu mistök lögvaldsins.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:19

2 identicon

Sæll.

Virkar þetta bann? Hvað kostar það árlega?

Veistu hvernig hefur tekist til í Portúgal? Sennilega ekki.

Helgi (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:03

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góður Helgi.

Ómar greyjið veit ekki betur. 

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 12:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Heldur þú að þeir verði nokkuð atvinnulausir Jón Grétar??  Breytist ekki bara markaðsstarfið??? En hvað veit ég hvað þeir eru að hugsa, ekki kosta þeir mig.

En annars flott lausn á innbrotum, bara leyfa þau, líst vel á það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 12:40

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Veit það ekki, er ekki hagsmunaaðili, er aðallega vorkenna Geir að hafa svona bakland.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 12:41

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Sleggja.

Ég sé loksins einhvern árangur af um þriggja ára bloggferli og rúmlega 450 þúsund flettingum.

Austfirskan er að breiðast út, núna átt þú aðeins eftir að læra Vaðlvísku og þá ert þú sko minn maður.

En ég sé að þú ert sprækur ennþá, Skrámur hefur ekki ennþá lamið á þér.

Heppinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 12:44

7 identicon

Þessi röksemdarfærsla meikar engan sens:

Hverjir kosta SuS eftir að Landsbankinn komst undan Björgólfi yfir í vasa Steingríms Joð.

Eru fíkniefnasalar að fara að borga í kosninsasjóði Sjálfstæðisflokksins til að gera söluvöru þeirra löglega.

Það væri eins og að kvótaeigendur færu að borga í sjóði Samfylkingar og Vinstri grænna til að koma kvótanum í ríkiseigu.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 13:23

8 identicon

Þú hefur ákveðið að sjá úr orðum mínum að það ætti að leyfa innbrot en ég skal reyna umorða þetta þannig að erfiðara reyni að snúa út úr.

Þegar að aðgerð ríkis gegn vandamáli margfaldar vanda bæði einstaklinganna sem á að vernda sem og alls samfélagsins í heild sinni þá er orðið ljóst að sú aðgerð hefur misheppnast all rosalega. Þegar að hesturinn er er byrjaður að rotna á jörðunni þá þýðir lítið að halda áfram að sparka í hann til að fá hann til að standa upp.

Aðgerðir lögreglu hafa orðið mun harðari og dómar hafa margfaldast í fíkniefnamálum. Og enginn árángur hefur unnist. Ekki einu sinni smá árángur. Eina sem samfélagið hefur grætt á þessu er meiri neysla, alvarlegri glæpir og að þeim sem þessi lög eiga að vernda eru að deyja allslausir á klósettum. Einn dag munum við horfa til baka á þetta stríð gegn fíkniefnum sem eitt af alvarlegustu manngerðu hamförum mannkynssögunnar. Fólk mun horfa á þetta með hneykslun svipað og helförina og hugsa með sér: "Hvernig gat venjulegt fólk litið hjá meðan svona ómanneskjulegur viðbjóður ríkisins var að gerast".

Jón Grétar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 14:29

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ragnar.

Þetta er oft galli við illkvittni að hún meikar oft ekki sens,  hún lýtur öðrum lögmálum.

En rökvilla þín nær ekki að úskýra sensskortinn.  Sem þó blasir við.

Ég skal útskýra rökvilluna.

Það er ekkert sem segir að fíkniefnasalar tapi á því að fíkniefni verði gerð lögleg.  Ekkert og það áttu að vita hafir þú einhvern tímann lesið eitthvað um markaðsfræði.

Sem bendir til að þú sért úr lögfræðiarmi SuS, og þar með fyrirgefið að þú veldur ekki rökþræðinum.

Svo ef það liggur vel á mér á eftir, þegar ég er búinn að pistla gegn aðförinni að þínum manni, þá skal ég útskýra fyrir þér í hverju sensskorturinn fólst.

Hafðu það gott á meðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 14:39

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, mikið rétt Jón Gretar, ég var að snúa út úr fyrir þér.

Og ef þú pistlaðir til mín góðu innslagi um helför Nýfrjálshyggjunnar gegn kapítalismanum að ég tali ekki um gegn hinum venjulega manni og fjölskyldu hans þá mætti það vel vera að ég hætti því og tæki undir margt í orðum þínum.

Hef lesið margt heimskulegra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 14:45

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

auðvitað tapar fikniefnasalinn viðskptavinum þegar þeir kaupa vörurnar í apoteki.

en eigum við ekki bara að herða refsingar. 5ára fangelsi fyrir að vera með 1g af hassi á sér.

það er gert í USA. gengur rosa vel.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 14:49

12 identicon

Þú kastar steinum úr glerhúsi með að saka mig um rökvillu.

Ég er ekki í SUS. Ég hef aldrei verið í SUS. Ég hef aldrei verið í neinu pólitísku starfi. Ég er heldur ekki lögfræðingur. Ég hef ekki einu sinni kosið Sjálfstæðisflokkinn. Þegar þú ert að reyna að setja mig inn í einhvern hóp og tala gegn skoðunum mínum þannig þá kallast það strámannsrökvilla.

En af hverju þessi illkvittni? Hverju áorkar það í heiðarlegum og skynsömum rökræðum? Það er mikil rökvilla að beita slíkri rökræðutækni.

Svo kemur þú og sakar mig um rökvillu sem er ekki einu sinni rökvilla. Það má vera að ég hafi rangt fyrir mér og þú rétt fyrir þér en það gerir fullyrðingu mína ekki að rökvillu.

En ég hlakka til að heyra þinn rökstuðning fyrir því að fíkniefnasalar vilji greiða götu lögleiðingar. Ég vona bara að þú verðir ekki við sama heygarðshornið í rökvillunum þegar þú kemur með hana.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 15:11

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er orðið þreitandi í íslenskir umræðu að það er alltaf reynt að draga fólk í dilka.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 15:26

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað segir þú Sleggja, ertu orðinn þreyttur???, allur Hvellur farinn úr þér?

Annars hélt ég að þú væri viðskiptaeitthvað menntaður en sé að það hefur verið misminni hjá mér.

Við skulum sleppa þeim barnaskap að halda að allt framboð ólöglegra efna verði til sölu í apótekum en víkjum að markaðsfræði.

Hvað gerir mjög vel fjármagnað markaðsfyrirtæki þegar markaðsaðstæður breytast???

Gettu þrisvar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 17:04

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ragnar.

Núna er ég búinn að blogga um Ekki þinn mann, það liggur ágætlega á mér og ég skal því útskýra aðeins fyrir þér hina meintu rökvillu.

Það er ekkert vitað hvernig fíkniefnasalar munu bregðast við ef fíkniefni verða gerð lögleg.  Markaðsfræðin segir að fyrirtæki bregðist við breyttum aðstæðum á markaði með því að draga úr kostnaði (sjálfgefið ef efnin verða lögleg), auka vöruúrval, ná til nýrra neytanda.  Lögleiðingin gerir allt slíkt starf auðveldara.

Þess vegna er dæmið þitt um kvótaeigendur rökvilla, þú berð saman óskyld dæmi.

Önnur rökvilla er að leggja saman kostun og framlög í kosningasjóð.  Kostun er miklu víðtækara hugtak.

Þá er það sensleysið í yrðingu minni.  

Það er rógur að halda því fram að LÍ hafi kostað SuS, en tilvísunin byggist á þeirri staðreynd að lungað af ungliðadeild Sjálfstæðisflokksins var komin þar í vinnu.  Og það er illkvittni að halda því fram að tillaga SuS sé kostuð af dópsölum.

Og ég þarf ekki að taka það fram að það var líka illkvittni að tengja þig við lögfræðingar, reyndar eitt það allversta sem ég geri nokkrum manni.  En þetta með SuS var bara rökrétt ályktun, hver annar ætti að verja þau greyin??

Og af hverju illkvittni um SuS??

Líklegast er það vegna þess að þeim hættir til að fara í taugarnar á mér.

Og ég vakti athygli á um hvað þau voru að hugsa á þeim degi þegar fyrrum formaður flokksin var dreginn fyrir pólitískan dóm.

En málefnalegar umræður þegar ég skrifaði pistil minn, hvar voru þær???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 17:17

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er viðskptamenntaður. Það er rétt. Og mér finnst markaðsfræði einkum skemmtileg og hef alltaf fengið fínar einkunnir í þeim fræðum 8-9,5. En ég sérhæfði mig í fjármálum og reikningsskilum.

Vel fjármagnað markaðsfyrirtæki aðlagast að markaðsaðstæðum. Fara í ákveðna naflaskoðun og endurskilgreina sig á markaði. Niðurstaðan getur verið sú sama eða breytt staða. Þetta  er kallað markaðsfærsla.

 Fíkniefnasalar geta orðið fíkniefnaheildssalar einsog áfengisheildsalar. En þá spila þeir á samkeppnismarkaði og þarf að standa skil á skatti og vaski. Jafnvel eru með starfsmenn. ..   er það ekki betri nýting á mannauði Íslands að taka gangster af götunni og kenna honum viðskipti. 

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 17:28

17 identicon

>Það er ekkert vitað hvernig fíkniefnasalar munu bregðast við ef fíkniefni verða gerð lögleg. Markaðsfræðin segir að fyrirtæki bregðist við breyttum aðstæðum á markaði með því að draga úr kostnaði (sjálfgefið ef efnin verða lögleg), auka vöruúrval, ná til nýrra neytanda. Lögleiðingin gerir allt slíkt starf auðveldara.

Ertu að meina svona eins og að ef að það myndu myndast fyrirtæki um þetta að þá væri voða slæmt að skylda þau til þess að greina vel og rétt frá áhrifum; margfalt erfiðara að ná yngra fólki (gettu hvort er auðveldara að ná sér í í dag, kannabis, sígó eða áfengi) eða að uppreisnarseggs ljóminn myndi fara af þessu öllu?

Voða slæmt.

>En annars flott lausn á innbrotum, bara leyfa þau, líst vel á það.

Ah, hér liggur kötturinn í kúnni. Það er til svokallaður "glæpur án fórnarlambs". Til þeirra telst t.d. guðlast, samkynhneigð (í sumum löndum) og neysla ákveðinna efna.

Jájá, segðu að fíkniefnaneysla skaði EINHVERN, t.d. neytandann, en það er samt val neytandans sem einstaklings. Ef að þér er sama um það þá er spurning hvenær þú viljir fara að banna kóka kóla eða bara sykur almennt.

Halldór L. (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 19:28

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú verður ekki minn maður þó þú talir Vaðlvísku einu sinni Sleggja, þetta gæti verið tilviljun.  En núna ert þú kominn á beinu brautina út frá öngstræti Apóteksins.

En þú tæklar dæmið ekki til enda.

Ef fíkniefnafyrirtækin (skipulagða glæpastarfsemin) væri á markaði þá myndu þeir sópa til sín markaðsverðlaunum.  Velheppnuð dreifing þrátt fyrir markaðshindranir, nýjar leiðir í markaðsetningu, nýjar vörutegundir eða ég tali ekki um hæfnina til að markaðsvæða gróðan, slíkt er aðeins á færi færustu manna.  

Þeir þurfa því ekki lögleyðingu fíkniefna til að þeir hætti að vera gangsterar og læri viðskipti.  Þeir kunna viðskipti og eru gangsterar.

Lögleiðing fíkniefna mun því aðeins auðvelda þeim aðgengið á markaðnum og samkeppnin við apótekin mun aðeins ýta undir vörusköpun þeirra og markaðssetningu þeirra.  Þetta er þekkt dæmi frá Bandaríkjunum þegar mafían hætti ekki starfsemi þó sprúttið væri aftur gert löglegt.  

Hún var komin til að vera.

Spurningin er því ávinningur samfélagsins versus kostnaður.  

Útbreiðsla dóps mun aukast til lengri tíma nema til komi samfélagslegar mótvægis aðgerðir.  

En það er gríðarlegur ávinningur í því að hætta að glæpavæða neytendur líkt og Jón Grétar var að reyna færa rök að hér að ofan.

Svo að þetta er alltaf mat en það er barnaskapur að halda að dóp hætti að vera vandamál, jafnt fyrir neytendur sem og samfélagið.

Það held ég nú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 20:00

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Eigum við ekki bara að spjalla betur þegar þú ert ekki stónd??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 20:01

20 identicon

Jæja. Meiningin með samanburði mínum við kvótaeigendur virðist hafa farið aljörlega fyrir ofan garð og neðan hjá þér. Hvað um það. Því ef rökræðutækni þín byggist á illkvitnislegum athugasemdum og útúrsnúningum þá stoðar lítið að eiga við þig skynsamleg orðaskipti.

Ég bið þig vel að lifa.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 21:28

21 identicon

>Eigum við ekki bara að spjalla betur þegar þú ert ekki stónd??

Þú ert svona týpan sem að hugsar "Hmmm, þessi er hlynntur frelsi einstaklingsins og skynsemi í samfélaginu... hlýtur að vera í bullandi neyslu og því ekki svara verður".  Góð aðferð við að komast hjá því að svara, margreynd og lífseig enda hefur hún margt til sín.

Halldór L. (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 22:29

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, sér er nú hvert þakklætið fyrir kennslustundina sem þú fékkst alveg ókeypis á þessum síðustu og verstu tímum.

Þér væri nú nær að hætta að brynna músum, hysja upp um þig buxurnar og þakka fyrir þig.

Hvernig datt þér í hug að mæta með athugasemd inná pistil sem var gegnsýrður illkvittni, með skens sem hélt ekki vatni í rökfærslu.  Svo grenjarðu þegar þú færð skensið sent til baka með hraðpósti.  Hvar hélstu að þú værir??  Á vöggustofu?? Eða málstofu í uppeldis og kennslufræði???

Og það alfyndnasta er að þú hefur ekki hugmynd um hvað pistillinn fjallaði.  Datt þér í eina mínútu í hug að ég væri að blogga um tillögu SuS um frelsi dópsala???  Eða hvað sem hún var um.

Hefurðu enga hugmynd um á hvaða síðu þú varst á eða um hvað hún fjallar??

Það liggur við að maður hristi hausnum yfir ungdómnun nú til dags.

En þér til upplýsingar Ragnar, svona ef þú vildir losna við framtíðarsárindi, að þá skalt þú kynna þér aðstæður áður en þú hendir þér í slaginn.  Já, og málefni líðandi stundar.

Þau snúast ekki um áhugamál SuS.

Það er verið að takast á um framtíð þessarar þjóðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 22:33

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað ert þú að skjótast hérna á milli Halldór þegar ég er í miðri uppfræðslu??

En ég sé að þokunni er að létta hjá þér, það kemur örugglega að því að ég næ þræðinum hjá þér, það er að hann er einhver.

Efast samt um það ef þú tengir orðið skynsemi við það sem ég held að þú hafir verið að reyna að segja í fyrra innslagi þínu.

En þakka þér fyrir að upplýsa mig um að menn þurfi að vera í bullandi neyslu til að vera stónd.  Ég hélt að þetta væri svona líkingarmál.

Hvað um það, ég sjálfur hef aðeins náð að vera fullur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 22:39

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú talar mikið um markaðherferð og annað slíkt.

En að sjálfsögðu mundi vera bannað að auglýsa fíkniefni. Alveg einsog og tóbak og áfengi. Þó að fíkniefni verða lögleidd þá eiga lög um fíkniefni ekki að vera frjálsari en lög um áfengi og tóbak.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 22:57

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Sleggja, hefur þurft auglýsingar til þess að útbreiða þau???

Spáðu aðeins betur í það hvernig nýrra dópneytenda er aflað.  Ég held til dæmis að þú sért að komast á þann aldur að kenna náttúru.

Vissulega verður þetta ekki vandamál fyrir þig strax, ennþá eru barnaheimili látin í friði, en það er langt síðan markaðsstarfð teygði anga sína í grunnskólana.

Ertu viss um að þú teldir börn þín hólpin bara ef bann við auglýsingar væri virt????

Spáðu aðeins í þetta Sleggja.

Málið er snúið en frelsisrök hafa ekkert með þau að gera.  Þú sérð það best á því að þegar SuS arar eru komnir úr mútum og fá að mæta á fundi hjá fullorðnu fólki, og þá sjálfsagt farnir að kenna náttúru, að þá minnast þeir ekki orð á þetta. 

Og miðað við hvað það er langt síðan að krakkagreyin föttuðu þetta fyrst þá ætti þessi skoðun að vera með meirihluta á landsfundi flokksins, því það er eðli náttúrunnar að krakkar vaxa og verða fullorðin að lokum.  Og þeir gömlu sem hristu hausinn fyrst yfir vitleysunni, eru löngu dauðir.

Samt ræðir fullorðnir flokksmenn flokksins ekki um eiturlyfjavandann út frá frelsisnálgun.  Nema hinn síungi Hannes Hólmsteinn.

Rök sem mér persónulega finnst vigta, og þá viðurkenni ég alveg að þau eru persónulegt mat, eru rök Jóns Grétars hér að ofan.

"Þegar að aðgerð ríkis gegn vandamáli margfaldar vanda bæði einstaklinganna sem á að vernda sem og alls samfélagsins í heild sinni þá er orðið ljóst að sú aðgerð hefur misheppnast all rosalega.

Aðgerðir lögreglu hafa orðið mun harðari og dómar hafa margfaldast í fíkniefnamálum. Og enginn árángur hefur unnist. Ekki einu sinni smá árángur. Eina sem samfélagið hefur grætt á þessu er meiri neysla, alvarlegri glæpir og að þeim sem þessi lög eiga að vernda eru að deyja allslausir á klósettum. Einn dag munum við horfa til baka á þetta stríð gegn fíkniefnum sem eitt af alvarlegustu manngerðu hamförum mannkynssögunnar. Fólk mun horfa á þetta með hneykslun svipað og helförina og hugsa með sér: "Hvernig gat venjulegt fólk litið hjá meðan svona ómanneskjulegur viðbjóður ríkisins var að gerast"."

Gæti ekki verið meira sammála.

En lausnin er ekki frelsi, hver sem hún annars er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 23:12

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er persónulegt mat mitt vildi ég segja einhvers staðar hér að ofan.

Kveðja aftur.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 23:14

27 identicon

Lögleiðing Kannabis hefur ekki aukið neyslu sbr langa reynslu frá Hollandi þar sem fíkniefnaneysla er almennt lítil miðað við Evrópu meðaltal.

Bandaríkjamenn eru með þyngstu löggjöfina og eyða mestu púðri í 'stríðið', en þeir eru samt heimsmeistarar í fíkniefnaneyslu, nota sem dæmi 2 sinnum meira Kannabis per kjaft en Hollendingar, og meira en 8 sinnum meira Kókain. Það þarf ekki mikla greind til að sjá að fíkniefnastríðið er brjálæði.

- Lögleiðingin í Portúgal hefur gengið mjög vel síðustu 10 ár, neysla hefur minnkað og samfélagsvandamál tengd henni líka.

- Ísland fór aðra leið en Portúgal, því hér var farið á sama tíma í herferð er nefndist 'Fíkniefnalaust Ísland', en í stað þess að neyslan minnkaði eins og í Portúgal þá hefur hún aukist og er Ísland nú Norðurlandameistari í Kannabis reykingum.

magus (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 23:23

28 identicon

En lausnin er ekki frelsi, hver sem hún annars er. Geir Ó

Einmitt það já...hvers vegna er reynslan svona ofsalega góð frá Hollandi og Portúgal?

Ert þú búinn að fatta að 'lögleiðing' felur í sér meira en 'frelsi'? Þetta snýst um viðhorfsbreytingu þannig að hætt er að líta á neyslu sem glæp og því breytt um áherslur í 'löggæslu', peningum og tíma er miklu betur eytt í samfélagsþjónustu og raunverulegar forvarnir. 

Ertu tilbúinn til þess að hætta sleggjudómunum og athuga hvað mismunandi leiðir lögleiðingar fela í sér, t.d. með því að athuga hvernig þetta var gert í Portúgal?

 Ertu til í að athuga hvað samtök löggæslufólks hafa um lögleiðingu að segja? - http://www.leap.cc/

magus (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 23:35

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þú segir það magus, Hollendingar bara í góðum málum, miðstöð eiturlyfjadreifingu í Evrópu. 

Ertu viss um að hollenska lögreglan sé svo sæl með þetta??  Eða lögreglur í nágrannalöndum Hollands?  

Og við hvaða rannsóknir styðst þú þegar þú slærð því fram að fíkniefnaneysla sé tiltölulega lítil í Hollandi???  Hvað er blinda augað notað mikið við þá rannsókn???  Er hún kostuð af samtökum dópframleiðanda???

Hefur þú einhverja hugmynd um hvað margir heróínneytendur látast þar árlega???

Haltu svo þræði í rökfærslu áður en þú skeiðar inn  með bömmeringar. 

Tillaga SuS er ekki um lögleiðingu kannabisefna, hún er um fíkniefni almennt og hluti af rökfærslunni er beint bull.  Glæpahópar leysast ekki upp við lögleyðingu. Aðrar fullyrðingar eru fullyrðingar án tilvísana í raunveruleikann, það er ætlað að eitthvað gæti gerst, en það er engin rökfærsla um að það gerist.  Það getur eitthvað allt annað gerst líka.

Þú heldur þig við kannabisefni í rökfærslu þinni og ert með tilvísanir í skynsamleg sjónarmið að það sé úti í hött að glæpavæða hina friðsama neytendur þeirra efna.  

En þú alhæfir það yfir á allt aðra og óskylda hluti.

Þú ert eins og maðurinn sem fær ekki standpínu nema við gróft kynferðislegt ofbeldi og vill fá það lögleitt undir þeim formerkjum að það sé ekki svo skaðlegt að flassa.

Magus, maður verður ekkert fullorðinn við það að kunna gjamma undir dulnefni.

Hafðu það bak við eyrað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2012 kl. 08:15

30 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna ekki að hætta þessu endalausa dauðadæmda eyturlyfjastríði? Það er nú þegar leyfilegt að selja sum eyturlyf í apótekum landsins. Ef fólk fær að taka ábyrgð á sínu lífi og heilsu sjálft, þá hugsar það öðruvísi og ábyrgar.

Þessi svokölluðu ólöglegu eyturlyf eru líka nauðsynleg lyf ef þau eru notuð rétt. En einhverjum hentar að græða á svartamarkaðs-braskinu og dæma smákrimmana, og sleppa hvíflibba-sölumönnum dauðans. Fullorðið fólk lætur ekki banna sér það sem hvítflibbarnir leyfa sér.

Fyrst svikular fjármálastofnanir hafa leyfi til að brjótast inn og stela heilu húsunum og bílunum af saklausu fólki, þá væri réttlátast að allir hefðu sama jafna réttinn!

Eða hvað? Er þetta kannski of kalhæðinn sannleikur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.3.2012 kl. 08:54

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Anna, hlutirnir eru flóknari en þetta.

Kjarninn gegn eiturlyfjum er að það eru efni sem leiða til dauðs á tilltölulega stuttum tíma, í millitíðinni eyðileggja þau líf fólks þannig að það á litla von um bata.

Sölumennskan snýst mikið um að tæla börn og unglinga, eyðileggja líf þeirra til lífstíðar.

Að leyfa slíkt atferli er glæpur, hvernig sem á það er litið.

En að berjast gegn glæpum með glæpum, að er önnur ella.  Og ég ætla að endurtaka tilvísun mína í orð Jóns Grétars hér að ofan.  Tel orð hans raunsanna lýsingu á bitrum raunveruleika.

En ég er ekki sammála að leiðin út úr vandanum sé að löghelga hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2012 kl. 09:33

32 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er sölumennskan eitthvað minni núna í banninu en þegar hún er lögleg?

Áfengi er löglegt. Ég minni þess ekki að einhver áfengissali kom með bjór í grunnskóla og reyndi að selja mér eða samnemendum mínum.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2012 kl. 11:09

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Sleggja, þetta er ekki Vaðlvíska, þú ert ekki að segja það sem þú ert að segja með öfugu orðalagi, þetta er hreinlega léleg rökfærsla.

Þú getur betur en þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2012 kl. 11:35

34 identicon

Haha þetta er skemmtileg umræða. Sleggja og félagar, þið eruð hetjur að nenna að "rökræða" við svona þvert fólk.

gamli (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:03

35 identicon

Og við hvaða rannsóknir styðst þú þegar þú slærð því fram að fíkniefnaneysla sé tiltölulega lítil í Hollandi???  Hvað er blinda augað notað mikið við þá rannsókn???  Er hún kostuð af samtökum dópframleiðanda??? Ómar G

Æi fyrirgefðu, ég hélt að ég væri að tala við fullorðinn mann. Rannsóknir sem ég styðst við eru m.a. frá Evrópusambandinu eða European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction (EMCDDA)

Getur þú skoðað þetta sjálfur eða viltu að ég geri þig að fífli með því að fara yfir tölfræðina með þér?

http://www.emcdda.europa.eu/stats11/gps

magus (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 02:10

36 identicon

http://medicalmarijuana.com/

Breyttir tímar (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 08:32

37 Smámynd: Ómar Geirsson

Endilega magus, gerðu mig að fífli, mér finnst það svo gaman.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 09:29

38 Smámynd: Ómar Geirsson

Eru tímarnir veikir Breyttir tímar???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 09:30

39 identicon

Endilega magus, gerðu mig að fífli, mér finnst það svo gaman. Ómar G

Ekki málið snúður. - En finnst þér ekkert skrítið að hafa svona sterkar skoðanir á málinu án þess að hafa kynnt þér grunnatriðin? Skoðum dæmi:

 Bretar, Danir og fleiri nota um 50% meira Kannabis en Hollendingar...Danir nota 3 sinnum meira Amfetamín en Hollendingar en Bretar nota næstum því 6 sinnum meira! Taktu hausinn úr rassgatinu á þér

Kannabis:

Holland = 22.6%; Þýskaland 25.6; Bretland 30.2%; Danmörk 32.5%; Spánn 32.1%; Frakkland 30.6%; Italia 32%

 Kókain: Holland 3.4%; Bretland 7.7%; Ítalía 7%; Spánn 10.2%; Danmörk 4.4%........

Amfetamín:

Holland 2.1%; Bretland 11.9%; Danmörk 6.2%...

http://www.emcdda.europa.eu/stats11/gpstab1b

magus (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 19:25

40 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður magus, þú ert allur að koma til, jafnvel farinn að reyna að rökstyðja mál þitt.

Áður en lengra er haldið þá langar mig til að spyrja þig hvar þú lest sterkar skoðanir út úr máli mínu????

Pistill minn er háð á SuS, síðan tek ég þátt í umræðu þar sem ég bendi á augljósa annmarka á rökfærslu SuS.  Síðan dunda ég mér við það að kenna mönnum að rökstyðja mál sitt með rökum, ekki fullyrðingu, og að nota dæmi sem eiga við það efni sem þeir vilja rökstyðja.

Skoðanir mínar á málinu koma hvergi fram nema ég tek undir orð Jóns Grétars, sem vissulega eru sterk, en því miður raunsönn.

Það sem þér yfirsést er að það eru til fleiri leiðir til að leysa vandann en að gera eiturlyf frjáls.  Ef þú hefðir nennt að lesa ágæta rökfærslu á síðu Axels þar sem einhver ágætu svæfði Axel þá hefðir þú lesið um svissnesku aðferðina sem hefur reynst bærilega.  Hún felst í að hjálpa eiturlyfjaneytendum, ekki glæpavæða þá.

Ef þig langar mjög að vita það þá hef ég svipaðar skoðanir á málunum og las einu sinni ágæta grein um svissnesku leiðina.  Sá að hún virkaði og er hlynntur henni.

En þá er það tilraun þín til að gera mig að fífli.  Með fullri virðingu fyrir þér magus þá tókst hún ekki mjög vel.  

Þú lendir í þeirri rökgryfju að slá fram staðreyndum án þess að athuga hvort þær tengist máli þínu.  

Hollendingar leyfa ekki neyslu eiturlyfja, þeir hafa hins vegar ákveðið að hætta að flokka veikari efni sem eiturlyf enda má alltaf spyrja af hverju það er verið að elta ólar við hassreykingamenn, vissulega er hass skaðlegt, en það er hægdrepandi eins og margt annað sem við notum, og hasshausar eru friðsömustu menn á byggðu bóli, allavega er það mín reynsla af þeim.

Ótrúleg forheimska að glæpavæða þá.

Hollendingar hafa hins vegar ákveðið að bregðast við markaðsmisnotkun dópsala sem felst í því að dreifa sterkari hassi til að gera menn háðari vöru þeirra og því ætla hollensk stjórnvöld að banna hass sem er sterkara en 15% hvað sem svo það þýðir.

En þeir fara svissnesku leiðina við að hjálpa fíklum um að útvega sér efni og neyta undir eftirliti.  Og það er það sem skýrir þokkalegan árangur þeirra. 

Ekki frjáls sala eiturlyfja.  Enda eiturlyf bönnuð í Hollandi eins og áður sagði.

En þú mátt reyna aftur magus, í alvöru talað, mér finnst gaman að láta gera mig að fífli, spurðu bara strákana mína.

Kveðja að austan.

Snúður.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 22:14

41 identicon

En þá er það tilraun þín til að gera mig að fífli.  Með fullri virðingu fyrir þér magus þá tókst hún ekki mjög vel. Ómar G

Ertu svona tómur? Þú tekur væntanlega eftir því að tölfræðin er ekki frá dópsölum heldur stofnun Evrópusambandsins? Þú kannski veist ekki af því enn sumum finnst það bera merki um fávitaskap að láta frá sér álíka helvítis þvælu. Þú baðst mig svo um að gera þig að fífli með því að fara yfir tölfræðina, væntanlega vegna þess að þú treystir þér ekki í svo stór verkefni sjálfur...en þú veist amk núna að þegar þú varst að reyna að halda því fram að Holland væri slæmt með fíkniefnaneyslu þá varst þú að bulla eins og fífl.

By the way...Það sem þú kallar Svissnesku leiðina  eða 'afglæpun' er einnig þekkt sem Hollenska leiðin og nú einnig sem Portúgalska leiðin.Þú ert sem sagt að dásam Hollensku leiðina þegar þú ert að dásama Sviss

...Hafðu það gott snúður

magus (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 01:07

42 identicon

 Rökin fyrir 'afglæpun' sbr Sviss, Holland og Portúgal er orðin nokkuð skýr er það ekki? - Það eru engin rök á bak við núverandi stefnu/ástand. Varðandi lögleiðingu, þá eru rök SUS nokkuð skýr, þetta mun minnka umsvif mafíustarfsemi sem tengist fíkniefnum. Það eru ágætis rök sem benda til þess að lögleiðing muni ekki auka neyslu, enda virðist nokkuð ljóst að félagslegar aðstæður hafi miklu meira að gera með neyslu heldur en löggjöfin, sbr samanburðurinn á Evrópu og BNA. Auk þess má benda á þá staðreynd að Hollendingar nota ekki meira Kannabis en nágrannarnir þrátt fyrir að hægt sé að kaupa það löglega út í búð(coffey-shop).

Það má rökstyðja kenningu SUS varðandi lögleiðingu frá 2 hliðum. Byrjum á hlið gangstera:

 1. Joaquin "El Chapo" Guzman Loera reported head of the Sinaloa cartel in Mexico, ranked 701st on Forbes' yearly report of the wealthiest men alive, and worth an estimated $1 billion, today officially thanked United States politicians for making sure that drugs remain illegal. According to one of his closest confidants, he said, "I couldn't have gotten so stinking rich without George Bush, George Bush Jr., Ronald Reagan, even El Presidente Obama, none of them have the cajones to stand up to all the big money that wants to keep this stuff illegal. From the bottom of my heart, I want to say, Gracias amigos, I owe my whole empire to you."

According to sources in the Mexican government, President Calderon is begging American officials to, in the words of reggae great Peter Tosh, legalize it. "Oh yeah," said an official close to the Mexican president, "Felipe is going crazy. He's screaming at everybody who comes in, 'Why don't they make this sh*t legal already!

http://www.huffingtonpost.com/david-henry-sterry/mexican-drug-lord-officia_b_179596.html

2. Leap eru samtök lögreglumanna og dómara í BNA og Kanada sem berjast fyrir lögleiðingu. Þeirra rök passa vel við rök SUS og svo það sem El Chapo er að segja.. Hvernig væri að skoða vefsíðu LEAP:

We believe that drug prohibition is the true cause of much of the social and personal  damage that has historically been attributed to drug use. It is prohibition that makes these drugs so valuable –  while giving criminals a monopoly over their supply. Driven by the huge profits from this monopoly, criminal gangs bribe and kill each other, law enforcers, and children. Their trade is unregulated and they are, therefore, beyond our control.

History has shown that drug prohibition reduces neither use nor abuse. After a rapist is arrested, there are fewer rapes. After a drug dealer is arrested, however, neither the supply nor the demand for drugs is seriously changed. The arrest merely creates a job opening for an endless stream of drug entrepreneurs who will take huge risks for the sake of the enormous profits created by prohibition. Prohibition costs taxpayers tens of billions of dollars every year, yet 40 years and some 40 million arrests later, drugs are cheaper, more potent and far more widely used than at the beginning of this futile crusade.

We believe that by eliminating prohibition of all drugs for adults and establishing appropriate regulation and standards for distribution and use, law enforcement could  focus  more on crimes of violence, such as rape, aggravated assault, child abuse and murder, making our communities much safer. We believe that sending parents to prison for non-violent personal drug use destroys families. We believe that in a regulated and controlled environment, drugs will be safer for adult use and less accessible to our children. And we believe that by placing drug abuse in the hands of medical professionals instead of the criminal justice system, we will reduce rates of addiction and overdose deaths.

http://www.leap.cc/about/why-legalize-drugs/

Það er tími til kominn að skoða þetta mál betur, áður en verulega illa fer, sérstaklega varðandi þróun erlendra gengja á landinu og blauta löggudrauma um forvirkar heimildir....það síðasta sem við þurfum er að líkjast BNA meira. Eins og frægt er orðið þá má löggan heldur ekki við meiri spillingu. Það er löngu orðið þreytt að hlusta á vaðandi bull um Holland og heimsendaspár varðandi lögleiðingu. Krafan um lögleiðingu er orðin hávær í Evrópu, Suður og Norður Ameríku.

PS Afsakið stafsetningu á hollenska með H og...

magus (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 04:54

43 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, magus, þetta var gott hjá þér, núna líst mér mun betur á þig.

Og ég get fullvissað þig um að ef þú heldur þig við rök og rökfærslu, þá nærð þú að afla skoðunum þínum fylgis.

Málið er allavega grafalvarlegt.

Kveðja, Snúður.

Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 10:01

44 identicon

Takk fyrir það...

en ég benti strax á LEAP, þannig að varla vantaði rökin? Samtökin hafa starfað í 10 ár þannig að þú skilur kannski að ég er ekki sáttur við umræðuna gegn tillögu SUS. Tölfæðin sem sannar ágæti 'mjúku stefnunar' í Hollandi og fleiri löndum, og svo brjálæðið á bak við stefnuna í BNA, hefur legið fyrir frá öllum helstu stofnunum síðustu ár og jafnvel áratugi. - M.ö.o. þá skiptir ekki máli hvort þú athugar tölurnar frá Eurostat sem ég benti á eða þá tölur frá SÞ eða CATO...tölfræðin er óumdeild.

Lögreglan á Íslandi hefur ekki séð neitt athugavert við að viðhalda stórfelldum lygum um 'ástandið í Hollandi' og skaðsemi Kannabis og annað í þeim dúr...og heldur kjafti yfir samtökum eins og LEAP. Lögreglan tekur þátt í því að ljúga til að viðhalda núverandi ástandi og til þess að biðja um sífellt meiri heimildir til þess að níðast á fólki. 

 Gott dæmi frá 2009 þegar Arnar Jensson Interpol fulltrúi mætti í viðtal á Bygjunni þar sem hann talaði um 'ástandið í Hollandi' og hræðilegu 'mjúku stefnuna', uppspuni frá A til Ö: Rætt var um þetta viðtal hér

http://saxi.blog.is/blog/saxi/entry/842132/

Þetta er hluti af 'stríðinu gegn fíkniefnum', þ.e. að ljúga fyrir peninga og völd. Arnar ætti nú að vita það, verandi einn af starfsmönnum fíknó sem voru gómaðir í bólinu með 'El Chapo' Íslands á sínum tíma, fyrir um 20 árum.

Ertu að ná þessu með spillinguna og fíkniefnastríði? Hvers vegna gerir ástandið ekkert annað en að versna þrátt fyrir sífellt meira 'stríð'?

magus (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 23:43

45 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður magus.

Skoðaðu innkomu þín fyrst og berðu hana svo saman við þitt ágæta innslag hér að ofan að ég tali ekki það sem kom þar á undan.

Íhugaðu svo til hvers þú ert að blanda þér í umræðu á bloggi sem er árásarblogg á ríkjandi kerfi??'  Líklegast liggur málið þér nærri og þá er ég að meina að þú hefur áhuga á því.  Þá hlýtur það að skipta þig máli að einhver lesi orð þín og ef þú vilt að þeir íhugi þau þá þarftu að setja þau fram á þann hátt að aðrir nenni að lesa rök þín.  Til dæmis vísar þú ekki í link nema segja fyrst frá megininntaki hans og linkurinn er svo til frekari fróðleiks.

Þú komst a.m.k. inná 2 blogg við þessa frétt, hjá mér og Axel Jóhanni.  Þó við séu í sitthvorum herbúðunum þá eigum við það sameiginlegt að hafa gaman að hnýta í SuS og báðir létum það eftir okkur í þessari frétt.  Áttum báðir von á SuS urum í heimsókn því þeim hættir til að vera viðkvæmir greyin og mæta þá með frelsisrök sín.  Og þá er þeim strítt.

Ég til dæmis athugaði hvað þeir væru lengi að fatta að á meðan þeir rifust um hina meintu kostun dópsala, sem svo augljóslega er bull, að þá létu þeir róginn eiga sig, sem var tengingin við LÍ.

Vissulega þróaðist umræðan því gamall deilufélagi (við deilum stundum) kom inn og ég benti honum á að fyrirtæki hyrfu ekki að markaði þó aðstæður breytast.  Svo ég útfæri það á þig þá hverfur ekki mafían þó dóp verði löglegt, hún hvarf ekki í USA þegar bruggið varð aftur löglegt, hún breytti aðeins um áherslur.  

Þegar þú ert komin með skipulagða glæpastarfsemi þá er hún til staðar þar til henni er útrýmt.  Til þess eru margar leiðir, misfallegar en ein þeirra er ekki að gera glæpina löglega.

Þetta er ekki rökin, en rökin eru þau sem þú komst loks með, Jón Grétar gerði það fyrr, fórnarkostnaðurinn í baráttunni við glæpasamtökin er slíkur að menn verða að leita annarra leiða.  Ég þekki þá umræðu sem hefur verið í dagblöðum, les greinar um þetta málefni, sú síðast var mjög góð úttekt í Morgunblaðinu í kjölfar einhvers sem Arnar var að segja.  Ég les þetta því mér ofbauð sem ungum manni glæpavæðinga hasshausa, skildi ekki hvernig hægt væri að búa til glæpamann úr sauðmeinlausu fólki.  Og seinna þá fór ég að sjá þetta í þjóðfélagslegu samhengi, dóp er kúgunartæki notað til að halda fátæku fólki niðri.

Bandaríska Gulagið er ljóslifandi sönnun þess.

Þess vegna nennti ég að tala um þessi mál, lék forvitni á hvernig umræðan myndi þróast, hefðu þið, og reyndar undir lokin þú, tötsið sem þyrfti að fara úr fullyrðingum yfir í rök.

Hvort þú hafir lært eitthvað af þessu magus veit ég ekki en kennslan er ókeypis því mörg sjónarmið þín eiga alla mína samúð.  Mörg en ekki öll.

Hafðu það því gott og gangi þér vel að höggva hausa af þursum.

Og þar sem þetta er allt orðið á mun vinsamlegri nótum þá enda ég bréfstúf minn eins og Skrámur forðum.

Þinn vinur Snúður.

PS.  Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 10:57

46 identicon

Ómar, þú kvartar yfir óvinalegum skrifum og meintu rökleysi en ert þú ekki á brauðfótum, sbr ummæli eins og þessi:

 Málið er snúið en frelsisrök hafa ekkert með þau að gera.  Þú sérð það best á því að þegar SuS arar eru komnir úr mútum og fá að mæta á fundi hjá fullorðnu fólki, og þá sjálfsagt farnir að kenna náttúru, að þá minnast þeir ekki orð á þetta.

Og svo þessi:

Og við hvaða rannsóknir styðst þú þegar þú slærð því fram að fíkniefnaneysla sé tiltölulega lítil í Hollandi???  Hvað er blinda augað notað mikið við þá rannsókn???  Er hún kostuð af samtökum dópframleiðanda???

Hver hafði rétt fyrir sér varðandi Holland - hefur þú efni á ummælum þínum um rök/heimildir?

Að lokum: LEAP hefur starfað í 10 ár og það er minnst á þessi samtök í hvert einasta skipti sem þessi umræða kemur upp á yfirborðið. Skoðaðu t.d. eldri sambærileg Moggablogg. M.ö.o. það er engin afsökun fyrir mann sem fullyrðir að lögleiðing sé ekki málið að hafa aldrei heyrt um samtökin og rökin frá þeim. 

MBK

magus (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 22:36

47 Smámynd: Ómar Geirsson

magus, minn, ég var nú að hrósa þér.

Það eru skiptar skoðanir um Holland en málið er að fíkniefnaneysla þar er ekki lögleg. Hún er kolólögleg.  Eini munurinn á þeim og öðrum ríkjum er skilgreining þeirra á fíkniefnum.  Enda hver segir að gras sé dóp????

En það sem þú áttar þig greinilega ekki ennþá á er að þú fórst að rökræða þegar það var búið að frýja þig til þess.

Þetta með Sus arana er eðeins stílfærð lýsing á því að fyrsta tillaga þeirra eða umræða um lögleiðingu dóps hófst á velmektardögum Hannesar uppúr 1980, og ekki er tillagan komin inní samþykktir landsfundar flokksins.  Ég hélt að þú skyldir þessa rökfærslu.

Og hví fjandanum ætti ég að vita um LEAP, ekki var ég að ræða dóp.  

Ég var allan tíman að ræða rökfærslu þeirra sem komu inn.

Það voruð þið sem voruð að ræða dóp, ég var að skemmta mér því mér leiðist annars svo þetta blogg mitt.

Annað var það nú ekki.

Kveðja að austan frá Snúð.

Ómar Geirsson, 9.3.2012 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 1412827

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband