Ólafur býður sig fram gegn Evrópusambandinu.

 

Það er aðeins ein rökrétt skýring á að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að hætta við að hætta.

Og það er sú ógn sem hann sér í baktjaldarvinnubrögðum Evrópusambandsins.  

 

Margur hefur haldið því fram að Ólafur hafi aldrei hugsað sér að yfirgefa Bessastaði og telja orð hans þar um markleysu eina.  

Það er hugsanlegur möguleiki að þegar Ólafur samdi sitt fræga jamm og jæja, kannski ef áramótaávarp að þá hafi hann verið búinn að gera upp hug sinn að bjóða sig fram, og jamm og jæja, kannski ef ávarpið hafi verið leikflétta til að gera stuðningsmönnum Evrópusambandsins erfiðara fyrir að leggja undir sig Bessastaði sem er eina innlenda valdstofnunin sem þeir stjórna ekki.

Alþingi, gamla tukthúsið við Lækjargötu, ríkisútvarpið, auðmiðlarnir DV og Fréttablaðið, samtök atvinnurekenda, þjóðkirkjan, verkalýðshreyfingin, allt lýtur þetta meira og minna boðvaldi Brussel.

Og þegar mútufé ESB, allir milljarðarnir sem dælt er um stofnanir þjóðfélagsins auk beinna mútugreiðsla til fjölmiðla, eru haft í huga þá er ekkert óeðlilegt hjá Ólafi að hugsa taktískt á móti.

Hann nýtur þess að hafa vit á móti ESB heimskunni.

 

En þegar aðstæður Ólafs eru skoðaðar þá er augljóst að hann vill hætta.  

Hann nýtur virðingar á alþjóðavettvangi, eini Íslendingurinn sem hefur rödd sem hlustað er á.  

Hann þarf ekki lengur forsetaembættið, ef eitthvað er þá er það honum fjötur um fót, þó hann tjái sig um umdeild mál þá heftir embættið samt alltaf orð hans.  

Það er nefnilega þannig að það er eftirspurn eftir mönnum eins og Ólafi, mönnum sem geta rætt vandamál samtímans af þekkingu og viti, og þá óháð þeim pólitísku trúarbrögðum, evrutrúnni og Nýfrjálshyggjunni sem öllu stjórna og eiga engi svör við þeim vanda sem þau komu þjóðum Vesturlanda í.

Á Ólaf er hlustað, það er staðreynd.  Og honum leiðist ekki að hafa áheyrendur.  

Það hefði þvi verið rökrétt skref hjá honum að hætta í vor og einbeita sér óskiptur að alþjóða skoðanamyndun ef það má orða hlutina á þann hátt.

 

Sama hvað verður sagt um Ólaf líkt og sama hvað verður sagt um gamla fjandvin hans sem núna dvelur út í Móum skoðandi myndir af Jóhönnu Sigurðardóttur, að þá er ljóst að þessi menn eru það sem sagt er þjóðhollir, þeir vilja þjóð sinni vel.

Davíð gerir það með því að skamma ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins út í eitt út í Móunum og Ólafur með því að hamla ásælni ESB með því að standa ístaðið á Bessastöðum.

Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ESB ætlar sér að innlima landið með illu fyrst það tekst ekki með góðu.  Það mútar embættismönnum, það mútar stofnunum, það mútar fjölmiðlum, það stofnar stjórnmálaflokka og það mútar stjórnmálaflokkum.

Það er engin alvöru andstaða gegn innlimuninni, ESB andstaðan samanstendur aðallega að gömlum stjórnmálamönnum á eftirlaunum.  En lögleysan og lygarnar eru látnar viðgangast út í eitt.

 

Og andstöðu almennings á að afgreiða á þann hátt að almenning á ekki að spyrja.

Það mun ekki verða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildina, svo einfalt er það.  Annars væru menn ekki að þessu brölti því engar lýkur eru á að þjóðin samþykki aðild. 

Það að menn haldi áfram þýðir aðeins að Alþingi mun afgreiða aðildina á einhvern þann hátt sem þjóðin á ekki svar við.

 

Og þá kemur til kasta Ólafas.

Hann mun vísa öllum bolabrögðum til þjóðarinnar.

Þetta veit Ólafur, þetta veit ESB.

 

Takið eftir því hverjir munu níða Ólaf mest niður næstu daga.

Segir allt sem segja þarf.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessum pisli Ómar7Kveðja að sunnnan!!!!!!

Haraldur Haraldsson, 4.3.2012 kl. 15:47

2 identicon

Góður pistill og sannleikur

Örn Ægir (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 15:55

3 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi.

Ég held að þetta sé rétt athugað hjá þér, þ.e. að ÓRG sé lýðræðissinni og vilji að lýðurinn fái að ráða sinni framtíðaskipan í sambandi við hið hnignandi esb. Bestu fréttir það sem af er ári að mínu mati.

Kveðja af suðurlandi

Es. Þar sem ég hef glatað öllum tölvupóstföngum þá þætti mér vænt um ef þú sendir mér kveðju á emailið mitt svo að ég nái sambandi aftur.

Umrenningur, 4.3.2012 kl. 16:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt og rétt og raddirnar eru nú þegar byrjaðar það þarf ekki að leita lengra en á Eyjuna sem er málpípa samfylkingarinnar.  Þar má sjá hroðan í öllu sínu veldi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 16:40

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Raunalegur sannleikur og óhrekjandi.

Þetta sem þú segir um múturnar er svo skelfilega satt.

Svo skelfilega satt!

Árni Gunnarsson, 4.3.2012 kl. 17:12

6 identicon

Tek undir pistil þinn allan Ómar og segi því amen eftir efninu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 17:16

7 identicon

Segi og sem Árni Gunnarsson, að þessi pistill er skelfilega sannur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 17:21

8 identicon

Þetta hlýtur að vera málið.  Hann vill væntanlega tryggja að þjóðin fái að kjósa um ESB málið.

Ég leyfi mér að giska á að fyrir næstu alþingiskosningar munum við sjá einhvers konar samkomulag eða samningsmarkmið frá stjórnvöldum um að Ísland fái flýtitenginu við evruna með stuðningi Seðlabanka Evrópu eða eitthvað í þeim dúr.  Þessu verður fylgt eftir með massívum Samfylkingaráróðri um gjaldþrot ríkisins ef fólk styðji þetta ekki.  

Seiken (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 18:02

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Seiken, alveg dæmigert atferli þessarar ríkisstjórnar.  Hvað grunnurinn er það þessu er mér samt hulin ráðgáta, nema að þeim hafi verið lofað einhverju í sinn hlut.  Annar er bara óútskýranlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 18:17

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómar!! Svo sannarlega rétt,ég bara vildi senda kveðju,því þetta vissi ég ekki fyrr en ég var á leið í 80 ára afmæl í dag ,kanski lifum við að sjá þjóðina sleppa undan þeirri ógn sem vofir yfir henni.

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2012 kl. 18:36

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það mun ekki verða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildina,

Sammála þér Ómar.

Þetta er ég búinn að halda fram fyrir daufum eyrum í rúm 3 ár. Aðildarferlið eins og við blasir við okkur í dag, er ekkert annað en brot á STJÓRNARSKRÁ okkar. Það er ekki einleikið hvað það hefur legið á að koma nýrri stjórnarskrá saman. 

Brot á lögum -hæstaréttardómur- 

Ekkert skiptir máli lengur- öll grundvallar viðmið okkar íslendinga brotin. Það á að sópa  Alþingi af þeim mönnum, sem styðja að því að núverandi stjórnarskrá er brotin. Húner brotin með því að stuðla að gefa ESB yfirráð yfir Íslandi. 

Vei, þeim mönnum sem það reyna. Reyna að selja landið undir erlend yfirráð með hálfloforð um að þjóðin fái að kjósa. 

Fólk þarf að stoppa þessa vitleysu- landsölu- strax. Ef forsetinn er svarið til  að spyrna við þessum ræflum, þá skulum við endurkjósa hann.

En helst vildi ég fara niður á Alþingi okkar og henda þeim mönnum út úr húsi, sem vinna að þessu framsali frjálsræðis. 

Ég skora á ykkur fólk.

Eggert Guðmundsson, 4.3.2012 kl. 21:37

12 Smámynd: Elle_

Já, blekkingar, hótanir, kúgun, ógnir, lygar.  Og ekki síst skelfilegar mútur.  Hótun um gjaldþrot ríkisins verður líklega notað eins og í ICESAVE.  Skelfilegir hlutir mundu gerast strax eftir helgi ef - - - .  Helgi eftir helgi.  Núna eru þau í losti samt :)

Elle_, 4.3.2012 kl. 22:31

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Elle og fleir þess vegna þarf þessi ríkisstjórn áfallahjálp ef einhver vill veita henni það, þegar það rann upp fyrir henni i dag að þjóðin ætti sér vin í forsetaembættinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 23:23

14 identicon

Evrópa gamla er að deyja. Það er dauðdagi sem hún á skilið og hefur unnið sér inn. Skuldadagarnir nálgast. Dagurinn þegar Frakkland verður látið borga fyrir illa meðferð sína á Afríköunum, Haítíbúum og fleirum, Belgía fyrir svívirðingar sínar í Afríku sem enduðu í þjóðarmorðunum miklu fyrir stuttu, ávöxtur þess að Belgar öttu einum ættbálki upp á móti öðrum á sínum tíma,...því Afríka er næst og mun rísa í kjölfar arabíska vorsins svokallaða, sem er annað en það virðist. Þjóðverjar eiga eilífa skuld fyrir að koma á stað tveimur heimsstyrjöldum, sem leiddu yfir mannkynið ólýsanlegan hrylling sem sér ekki fyrir endan á, svo og fyrir versta og mesta glæp gegn mannkyninu fyrr og síðar, þegar þeir myrtu 6 milljón manns til að geta gert eigur þeirra upptækar, og græðgin endaði ekki þar heldur gerðu þeir sápur úr líkömum þeirra og lampaskerma og fleira, af fégræðgi og viðurstyggilegu hatri. Germanistan gamla er að deyja, fæðingartíðnin nær engin, og það mun hverfa og aldrei rísa á ný. Það verður mannkyninu til heilla. Nýja miðja heimsins verður í Asíu en ekki í Evrópu. Bretar hafa einir þessara grimmu heimsvelda að hluta til borgað upp sína skuld, en þeir eiga sér ekki lífvænlega framtíð undir náð og miskunn Indlands og fleiri sem þeir hafa kúgað koma. Ó nei...Þeir einir eiga stað í hinum komandi heimi sem annað hvort hafa borgað sínar skuldir gagnvart mannkyninu, eða eru skuldlausir. Og undarlegt en satt, þá er Ísland ein skuldlausasta þjóð heims. Nýju Bandaríkin, þar sem spænska verður brátt annað hinna tveggja opinberu tungumála, og þeir sem hafa Indjánablóð í æðum verða aftur meirihluti, út af stórfelldum innflutningi frá Suður Ameríku, mun lifa þrátt fyrir allt, enda Bandaríkin byggð á hugmyndafræði, og hugmyndafræði lifir af lengur en "náttúrulegar" þjóðir, fyrir því eru gyðingarnir, þjóð alfarið byggð á hugmyndafræði, sem hefur lifað af í 5000 ár og mun alltaf verða á meðal vor, eins og sagan sannar, því hún er hér enn þrátt fyrir ótal tilræði gegn henni, besta sönnunin. En í krafti nýs meirihluta og annars konar demography skipunnar munu Bandaríkin öðlast meira eigin karakter, laus úr viðjum Evrópu fyrir fullt og allt, og verða land mjög ólíkt því sem það er nú, en mildara, betra og sterkara, heilla og heilsteyptara. Evrópa fær enga náð eða samúð hjá þeim þegar hún réttilega verður látin borga skuldir sínar. Og Evrópa á enga samúð hvorki í Evrópu né hjá aröbum. Sum Evrópulönd munu þó halda velli og það verða þau sem segja sig laus undan yfirvaldi Þýskalands og fyrrum heimsvalda kúgaranna bresku og frönsku og félaga, og öðlast því að hluta til sakleysi sitt aftur, við afsögn úr ESB. Enn betra hlutskipti býður þó þeirra Evrópuþjóða sem hafa vit á að selja ekki sál sína þessum gömlu kúgurum mannkynsins. Þær kalla enga reiði yfir sig og þeirra bíða bestu lífskjör sem þekkjast hafa á jörðinni, í kjölfar mikils olíufundar, nýrrar hugmyndafræði og styrks og virðingar Norðurbandalagsins sem kemur brátt meðal annarra þjóða mannkynsins. Forsetinn veit þetta og skynjar og leitar því að nýjum vinum fyrir austan. Guð blessi hann. Geym faðir okkar dýra land er duna jarðar stríð, og forði okkur frá þeim sem byrjuðu á öllum þeim verstu! Hjól sögunnar snúast og ekkert fær stöðvað þau!

Íslendingur (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 05:59

15 identicon

Afhverju haldið þið annars, kæra þjóð, að alltaf þegar skuldavanda ESB og fleira beri á góma birtist myndir af Angelu Merkel og kjölturakka hennar Frakklandsforseta, þar sem þau ræða hvort og hversu mikla ölmusu skuli eða skuli ekki útdeila valdalausum leppþjóðum eins og hinum fallna, fyrrum mikla, Grikklandi? ESB er ekki lýðræðislegt fyrirbæri. Það var stofnað sem hagsmunabandalag hinna ríku, gegn hinum fátæku. Hugmyndafræðinni var svo makað ofan á á eftir, í fálmkenndri eftiröpun eftir Bandaríkjunum, skreyttri með smá sam-þjóðrembu til að sefa lýðinn, og hún er hol og innantóm. Þjóðverjar ráða Evrópubandalaginu með stuðningi annarra dygginna kúgaraþjóða, sem saman ráðskast með örlög smáþjóða. Og það er þjóðin sem hefur leitt meiri hörmungar yfir Evrópu, og á fleiri Evrópsk líf á samviskunni en nokkur önnur, sem leiðir þetta vonlausa bandalag. Evrópa á framtíð aðeins ef hún verður látin mæta verðskulduðum örlögum sínum og þarf að horfast í augu við sjálfa sig og byggja nýtt á grunni hugmyndafræðilegra rústanna. Það er óhjákvæmilegt ferli sem verður að eiga sér stað. En látum þá ekki draga okkur niður með sér á meðan. Við eigum ekki hlutdeild í skuldum þeirra. Verum þá ekki að borga þær! Ef við gerumst þjófsnautar þeirra þá tökum við á okkur skuldir mun meiri en Icesave, skuldir sem ALDREI verður hægt að borga upp að fullu, skuldir sem Evrópa á að gjalda heilu heimsálfunum fyrir arðrán, þrælahald og þjóðarmorð! Evrópa á skammt eftir. En nýr, betri heimur bíður þeirra sem láta ekki bjóða sér ESB! Lengi lifi Norðurbandalagið!

Íslendingur (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 06:10

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góðan dagin Ómar og hafðu þökk fyrir þennan pistil.

Sigurður Haraldsson, 5.3.2012 kl. 07:43

17 identicon

Ómar Geirs segir sannleikann.

Lommi Tjú Tjú (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 08:13

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Sigurður og takk fyrir.

Takk fyrir innlitið góða fólk hér að ofan.

Eigum við bara ekki að enda þessa umræðu á nótum Eggerts???

"Skundum á Þingvöll og efnum vort heit".

Var ekki heitið um að vera sjálfstæð eitthvað, þjóð, fólk, land???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 08:17

19 identicon

En, stór hluti almennings er hlynntur þessu, einungis af eiginhagsmunaástæðu og tekur það framyfir þjóðarhag. Þannig var með inngönguna í NATO og herverndarsamninginn við bændaríkin á sínum tíma, sá gerningur var byggður á lygum frá a-ö og þær lygar komu ekki allar frá USA og því síður Sovét. Mikið af lygaáróðrinum var búinn til hjá íslensku strákaklúbbunum: Heimdalli og Varðberg í þágu þeirra sem græddu á þessu. Ég hef alltaf verið litinn hornauga fyrir að benda á þetta, vegna þess að meirihluti íslendinga fylgir þeirri skoðun sem þeir halda að sé þeim persónulega hagstæðust hverju sinni og hafnar skynsemi og réttlætiskennd. Hjarðeðli, því miður.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 14:24

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Á einhverjum tímapunkti fatta menn að þetta tvennt er samtvinnað Húnbogi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 232
  • Sl. sólarhring: 680
  • Sl. viku: 5816
  • Frá upphafi: 1399755

Annað

  • Innlit í dag: 202
  • Innlit sl. viku: 4966
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 198

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband