Úr dagbók lögreglu í nánustu framtíð.

 

"Allt lögreglulið höfuðborgarinnar var kallað út, líka úr leyfum, barnseignarfríum, afmælum.

Fyrirskipun barst frá Ríkislögreglustjóra að klukkan 02.00 skyldi samræmd aðgerð lögreglunnar um allt land banka upp á og handtaka alla þá sem komu nálægt vaxtaþjófnaðinum mikla.

Handteknir voru alþingismenn og ráðherrar sem sömdu og samþykktu vaxtaþjófalögin.  

Einnig voru helstu lykilembættismenn í ráðuneytum, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum sem komu að setningu vaxtaþjófalaganna, handteknir.  

Einnig voru æðstu stjórnendur bankanna sem innheimtu vaxtaþjófnaðinn handteknir.

Einnig voru innheimtulögfræðingar sem nýttu sér vaxtaþjófalögin til að stela eignum, húsa og bíla af saklausu fólki, handteknir.

Einnig voru sýslumenn og sýslufulltrúar sem brugðust embættisskyldum sínum með því að framfylgja vaxtaþjófalögunum, handteknir.

........................................................

Loksins gerðu við í lögreglunni annað en að handtaka súpuþjófa og aðra smáglæpamenn.".

Færslu lokið.

 

Fantasía?????, það er nú það.  

Lögin eru skýr, þjófnaður varðar við lög og þó margir séu sekir þá er upphæð vaxtaþjófnaðarins þvílíkar tölur að ef upphæðinni er deilt niður á alla gerendur hans þá kæmi hver og einn út sem stórþjófur á jafnt íslenskan sem erlendan mælikvarða.

Og lögum er framfylgt á Íslandi.  Allavega gagnvart hinum venjulega borgara.  Svo það ætti ekki að vera því til fyrirstöðu að Ríkislögreglustjóri og Ríkissaksóknari framfylgi þeim í þessu tilviki.  Það er ekki rök í málinu að segjast vera kjarklaus gunga sem mér skilst að sé mjög slæmt tilvik að gunguskap.  

Aðgerðarleysi viðkomandi stofnana vekur því upp spurningar um hvort þær tengist á einhvern beinan hátt vaxtaþjófnaðinum, að viðkomandi embættismenn óttist að þeir þurfi að handtaka sjálfa sig.  En því vil ég ekki trúa og hef ekki séð neinn halda slíku fram.

Svo líklegast er hér dæmi sem þau Scully og  Mulder eru sérhæfð í.

 

En í þessu framtíðardæmi mínu, sem gæti gerst ef hér byggi fólk sem stæði á rétti sínum, er samt einn augljós veikleiki sem færir frásögn mína á svið fantasíunnar.   Og það er ???????????., svona uppá dramtíkina ef enginn er búinn að fatta hann.

Jú, það eru ekki til nógu margir lögreglumenn til framkvæma lögregluaðgerð af þeirri stærðargráðu sem ég lýsti.

Allt annað hefði gerst hjá siðuðum þjóðum um leið og Hæstiréttir kvað upp dóm sinn.

Því í öllum ríkjum heims, líka Norður Kóreu og Zimbabwe varðar beinn þjófnaður við lög.

Svo spurningin er að ef hin skáldaða tilvitnun í dagbók lögreglunnar er ekki fantasía heldur blákaldur raunveruleiki  í löndum þar sem þjófnaður varðar við lög, hvað er þá íslenskur raunveruleiki????

 

Fantasía???

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Úr dagbók lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Fantasía !!!!manni bregður bara!!!Kveða að sunnan!!!!!

Haraldur Haraldsson, 4.3.2012 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 512
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 6096
  • Frá upphafi: 1400035

Annað

  • Innlit í dag: 464
  • Innlit sl. viku: 5228
  • Gestir í dag: 445
  • IP-tölur í dag: 440

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband