3.3.2012 | 10:41
Íslensk stjórnvöld eru andvíg umræðum.
Yfirhöfuð, um allt og alla sem hafa sjálstæðar skoðanir og vilja ekki taka þátt í Helreið hennar inní vítisbál evrunnar.
Vil rifja upp orð Tómar Ibsen Halldórssonar, Moggabloggara frá því gær þar sem hann brá upp ljóslifandi mynd af því vítisbáli.
"Við sjáum hvað er að gerast í suður Evrópu, í Grikklandi, Spáni og víðar, fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst. ".
ICEsave fjárkúgunin var hugsuð sem bein leið inní Evrópusambandið því hugsunin á bak við að gera þjóðina gjaldþrota var að Evrópusambandið myndi af náð sinni koma til bjargar og gefa okkur nokkrar evrur í hít bresku fjárkúgunarinnar.
Og í þakklæti sínu átti þjóðin að falla á kné, lúta höfði og segja, "við erum ykkar, frelsari minn".
Og síðan hefði ekki fleiri sögur verið sagðar af íslenskri þjóð því hún hefði horfið í útnárann eins og svo margar smáþjóðir innan stærri ríkjaheildar.
ICEsave plottið mistókst og þá er leið asnans með gullklyfjarnar farinn.
Ómældu mútufé er dælt um þjóðfélagið, í fjölmiðla og fjölmiðlamenn, í stofnanir ríkisins og embættismenn, í stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.
Þannig er stuðningur lykilafla tryggður og síðan á ekki að spyrja þjóðina álits.
Hængurinn er sjálfstæð umræða og sjálfstæð hugsun.
Þá er kippt í spotta.
Umræðan kæfð eða henni komið út á víðan völl með allskonar sjónarspili og sprelli eins og einkennir umræðuna um fyrrum forstjóra FME.
Auðvelt því auðmennirnir sem eiga fjölmiðlanna vilja í skjól ESB, síðasta vígi græðgiskapítalismans hér á jörð.
Græðgiskpítalisma sem skapar það ástand þar sem "fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst".
Já, það er ekki von þó fólk í nágrenni kirkjugarða geti ekki sofið fyrir þeim skruðningum og látum sem fylgja því þegar feður verklýðsbaráttu á Íslandi snúa sér í gröfinni af hneykslan yfir framferði arftaka þeirra.
Til lítils var barist þegar aðalbaráttumál íslenskra vinstrimanna er samfélag þar sem fórnarlömb fjármálakreppu auðafla "á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst" .
Er ekki mál að linni???
Kveðja að austan.
Stjórnvöld andvíg umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað varðar meint tilarun íslenskra stjórnvalda til að hafa áhrif á þessa umræðu á fundinum hjá Framsóknarflokknum þá er ekkert sem bendit til þess að neitt sé hæft í þessum fullyrðingum Sigmundar enda hefur hann ekki komið fram með neinar sannanir fyrir því. Það er almennt svo að stjórnvöldum ríkja heimsins finnst það ekki við hæfi að sendiherrar þeirra séu að taka þátt í pólitískri umræðu um innanríkisnál þeirra ríkja sem þeir eru í. Það bendir því allt til þess að þegar kanadískum stjórnvöldum var það ljóst að hér var um að ræða pólitískan fund eins flokks á Íslandi um íslensk innanríkismál þá hafi þeim einfaldlega ekki þótt við hæfi að sendiherra þeirra væri að koma þar fram og bannað honum það alfarið af eigin frumkvæðí.
Þessi fullyrðing Sigmundar minnir svolítið á fullyrðingu hans um að Jóhanna hafi beitt sér til að koma í veg fyrir að Norðmenn lánuðu okkur fé án milligöngu AGS. Þetta hafði alla tíð verið skilyrði Norðmanna og þeir frá upphafi komið þeim skilaboðum skýrt til skila við íslensk stjórnvöld. Þetta var því ekkert annað en lágkúrulegur rógburður Sigmundar í pólitísku lýðskrumi. Þarna tók hann Lindon bandaríkjaforseta sér til fyrirmyndar sem ítrekað laug um pólitíska andstgæðinga sína undir forskriftinni "látum þá neita því".
Það er nákvæmega ekkert sem bendir til annars en að þessi fullyrðing Sigmundar sé af sama meiði runnin.
Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 12:16
Blessaður Sigurður.
Til þessa hefur það verið talið hlutverk sendiherra að kynna þjóð og þjóðarmálefni öllum þeim sem á vilja hlýða.
Undantekningin er ef þeir blandast inní stórpólitísk málefni.
Slíkt hefur greinilega verið mat kandadíska utanríkisráðuneytisins.
Hvaðan skyldi matið koma að gjaldmiðlamál væru pólitísk á Íslandi????
Frá kínverska sendiráðinu???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2012 kl. 20:05
Ég held að það að um var að ræða fund hjá einum tilteknum stjórnmálaflokki hafi verið aðalástæða þess að kanadísk stjórnvöld töldu ekki rétt að sendiherra þeirra færi á fundinn. Það hafði reyndar komið fram í viðtali kanadíslra fjölmiðla við Sigmund Davíð. Reyndar held ég að stjórnvöld í Kanada viti meira hvað er að gerast hér en við höldum.
Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 22:28
Sigurður, sendiherrar tala á fundum hjá einstökum stjórnmálaflokkum, það er erindi þeirra sem eru ópólitísk.
En auðvita höfum við ekki hugmynd um hvaðan viðkvæmni þeirra er komin. Það eina sem við vitum er að ekki er neitt að marka opinberar yfirlýsingar. Þær geta verið sannar, en það er aðeins ef sannleikurinn fer saman við markmið yfirlýsinganna. Þetta eru bara svona almenn sannindi sem beinast ekkert frekar að íslenskum stjórnvöldum eða öðrum.
Þetta er bara svona.
En ég var nú aðeins að stríða Steingrími ofurráðherra, ef þrýstingur hefur komið þá finnst mér persónulega líklegra að hann hafi komið frá Samfó og þá Össur utanríkisráðherra.
En til hvers er mér svo aftur spurn.
En hef ekki hugmynd um það frekar en aðrir sem hafa ekki beinan aðgang að heimildum.
Takk fyrir spjallið Sigurður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2012 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.