3.3.2012 | 11:01
Landsdómur á tryggan sess í dómi sögunnar.
Og næstkomandi mánudag, klukkan 9:00 mun Dómurinn skera úr um hvorum megin hryggjar dómur sögunnar mun skipa honum.
Hjá réttlætinu eða á ruslahaugnum.
Það er ekki oft sem einstaklingar eiga slíkan sess vísan, að sama hvað þeir gera, að þá munu gjörðir þeirra vera dæmdar.
Með öðrum orðum þá munu þeir sem mæta á dómsfund Landsdóms mánudaginn klukkan 9:00, upplifa sjálfa söguna. Sögu sem mun verða sögð meðan lög og regla er kennd á Íslandi.
Valkostir Landsdóms og þeirra einstaklinga sem hann skipa eru ekki flóknir, þeir eru aðeins tveir, en valið milli þeirra snýst um grundvallaratriði í réttarfari siðaðar þjóðar.
Þeir hafa valkost um að taka þátt í pólitískum skrípaleik þar sem siðblindir stjórnmálamenn nýta sér öryggisventil stjórnarskrárinnar gagnvart lögbrotum og ofríki einstaklinga sem gegna ráðherraembættum til að annarsvegar höggva pólitískan andstæðing og hinsvegar að firra sig ábyrgð á þeim atburðum sem leiddu til Hrunsins mikla haustið 2008.
Taki Landsdómur efnislega afstöðu til ákærunnar á hendi Geir Harde, hvort sem það er til sýknu eða sektar, þá er hann þátttakandi í þessum skrípaleik og þar með ljóst að forsendur stjórnarskráarinnar eru brostnar.
Ísland er þá ekki lengur lýrðræðisríki heldur ríkir hér stjórnræði eða tyranni þar sem dómsstólar eru ekki lengur sjálfstæðir heldur lúta valdboði framkvæmdarvaldsins.
Hinn valkosturinn er að Landsdómur vísi málinu öllu frá vegna þeirra grundvallarvankanta að sekir menn ákveða að gera upp við sekt sína á þann hátt að aðeins einn úr þeirra hópi er ákærður og hann er ekki lengur sitjandi ráðherra og þar með ekki hluti af framkvæmdarvaldinu sem Landsdómur hefur lögsögu yfir.
Landsdómur vísar þá í að sjálfstæði dómsvalds sem skýrt er kveðið á um í annarri grein stjórnarskráarinnar.
Landsdómur hefur sig þar með uppúr þeirri pólitísku vargöld að 51% þjóðarinnar nýtur sér löggjafarvaldið til að kúga hin 49% þjóðarinnar með því að misnota lög um Landsdóm.
Landsdómur vísar þá í sögulegt hlutverk dómsstóla að koma í veg fyrir slíka vargöld og gæta laga og réttar og að dómsstólar séu ekki misnotaðir í þágu pólitískra afla eða í pólitískum átökum.
Landsdómur vísar í grundvallarforsendur lýðræðis að pólitísk réttarhöld séu aldrei látin viðgangast, sama í hvað mynd þau eru sett fram.
Landsdómur vísar í að slíkt sé aðeins gert í einræðisríkjum þar sem dómendum er hótað afarkostum ef þeir lúta ekki vilja framkvæmdarvaldsins. Nægir þar að benda á smán Hæstaréttar Sovétríkjanna sem gaf pólitískum ofsóknum Stalíns yfirbragð réttarfars í Moskvuréttarhöldunum 1936. Þá var hinn valkosturinn aftökusveit en spurning er hvort dómari sem hefur svarið eið að stjórnarskrá að gæta laga og réttar sé ekki bundin þeim örlögum að láta frekar líf sitt en að bregðast eið sínum. Sem betur fer þá er slík dramtík ekki í gangi á Íslandi, ennþá.
Landsdómur vísar í sjálf orð Þorgeirs Ljósvetningargoða sem kom veg fyrir vargöld með orðunum, "Eigi skal slíta sundur friðinn".
Ef ítök pólitískra ofsækjenda Geirs Harde eru svo sterk innan dómskerfisins að vargöldin verði látin viðgangast þá frýjar það ekki einstaka dómendur ábyrgð á gjörðum sínum.
Þeim ber að víkja úr Landsdómi ef meirihluti dómsins kýs leið lögleysu og valdníðslu.
Því þeir sem einstaklingar eru samsekir, engin útúrsnúningslögspeki fær því breytt.
Eða eins og segir í laginu, "sekir um glæp, útskúfaðir".
Réttarsagan mun úthrópa nöfn þeirra á meðan saga er kennd.
Réttarsagan mun úthrópa dóminn sem tók þátt í hinni pólitísku vargöld.
Réttarsagan mun úthrópa það samfélag sem afsalaði sér lýðræðinu sínu vegna stundarheiftar.
Já, mánudagurinn 5.mars klukkan 9:00 er söguleg stund.
Hvernig sem fer þá verður nýr kafli skráður í sögu þessarar þjóðar.
Kveðja að austan.
Mannabreytingar í landsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 660
- Sl. sólarhring: 750
- Sl. viku: 6244
- Frá upphafi: 1400183
Annað
- Innlit í dag: 602
- Innlit sl. viku: 5366
- Gestir í dag: 573
- IP-tölur í dag: 561
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geir Haarde er einn af þeim aðilum sem hefur setið hér við völd frá 1998, fyrst sem fjármálaráðherra og síðan forsætisráðherra fram yfir hrunið. Að horfa fram hjá þeirri staðreynd og segja að hann beri ekki neina ábyrgð er fáránlegt. Á þessum tíma þá yrðu þvílíkar breytingar á íslensku efnahagslífi eins og öllum ætti að vera kunnugt, þar sem hann ásamt fleirum komu bönkunum í hendur velunnara viðkomadi flokka sem sátu við völd. Bara það eitt er verðugt rannsóknarefni. Síðuhöfundur skautar létt framhjá því, sem hann ætti nú að muna, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hefur séð um að skipa dómara í Hæstarétt undanfarin ár við mismikla ánægju.
Ég tek það skýrt fram að það er einnig mikil skömm að hinir ráðherranir voru ekki dregnir fyrir Landsdóm, mér finnst það hneyksli. Ég vil taka það jafnframt skýrt fram að ég er EKKI VG-sinni NÉ SAMFYLKINGAR-sinni, mér finnst þetta snúast um að menn eigi að beraábyrgð. Geir hefði átt að hugsa út í það áður en hann varð ráðherra að hann þarf að bera ábyrgð, alveg eins og ég þarf að bera ábyrgð á mínu starfi og ef ég stend mig ekki og skila slæmu verki af mér til kúnna þá getur hann stefnt mér
thin (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 12:46
Blessaður thin.
Pólitísk réttarhöld verða ekki ópólitísk þó vísað sé í ákæru í atburði sem vert þykir að rannsaka og líkur megi færi fyrir að einhver beri ábyrgð, jafnvel refisverða.
Og siðleysi verður ekki siðlegt þó finnist fólk sem sér ekkert athugavert að sekir menn varpi sök á einn sínum hópi til að sleppa sjálfir við ákæru.
Skiptir litli þó sá maður sé ekki VG né Samfylkingarsinni.
Hins vegar er sú lýsing aðeins orð, það er ekki hægt að komast nær því að vera ekki til með því að vera thin nema þá að vera ósýnilegur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2012 kl. 13:14
Þessar hártoganir hjá þér óma eins og hljóm eitt. Hvað er pólitík og hvað ekki? Stjórnmálamenn virðast vera svo illa upplýstir að þeir vita ekki hvað þeir eru að bjóða sig fram í þegar þeir fara á þing. Þeir verða að vera tilbúnir til að taka svona ákvarðanir hvort sem þeim líkar betur eða verr. En þegar kosið var um að hverjir ættu að fara fyrir Landsdóm voru menn þá að verja "sína" menn einvörðungu burt séð frá alvarleika málsins fyrir þjóðina?
thin (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 13:30
Blessaður thin.
Það er alltaf gaman að lesa svona skarpar athugasemdir í þágu pólitískra réttarhalda.
Hvað er pólitík?????
Já hvað er pólitík????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2012 kl. 19:55
Mín skoðun á Landsdómi kom fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu 18. September 2010. Ég hef í engu skipt um skoðun, þótt ég hefði viljað sjá alla Hrunstjórnina á sakabekk, nærsta mánudag.
http://altice.blogcentral.is/blog/2010/9/26/landsdomur-er-forsenda-satta-med-thjodinni/
Þar sem Alþingi hefur í tvígang sagt sitt álit um kæruna á hendur Geir H. Haarde, ættu menn að geta horft á málið æsingarlaust. Stóra Spurningin er hvaða upplýsingar munu koma fram við réttarhöldin. Getur verið að sumir Alþingismenn óttist að sannleikurinn komi fram ?
Ég vil benda á, að Geir verður ekki dæmdur fyrir afbrot annara. Engu máli skiptir hvort aðrir ráðherrar verða kærðir núna, síðar eða ekki. Dómurinn þarf að svara hvort landslög hafa verið brotin og ef dómurum Hæstaréttar er ekki treystandi til að dæma rétt í Landsdómi, þá er þeim ekki frekar treystandi í Hæstarétti.
Ég hvet til að menn noti ekki óviðeigandi stóryrði um Stjórnarskrána, ráðherraábyrgð og Landsdóm. Hvergi er jafn mikil þörf á viðurlögum og í opinberri stjórnsýslu og án þess aðhalds sem þau veita er hugtakið “réttarríki” innantómt og falskt.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 3.3.2012 kl. 20:31
Blessaður Loftur.
Það er lítið meir um þína skoðun að segja en þú gerir þér vonandi ljóst að þú nærð ekki Samstöðu þjóðar um hana.
Og á meðan eru þetta pólitísk réttarhöld og allt tal um ábyrgð, afbrot og annað, hvort sem það er með réttu og röngu, fellur í skuggann af þeirri staðreynd.
Ef það skiptir máli að gert sé upp við Hrunið þannig að gerendur sæti ábyrgð, þá þarf uppgjörið að vera hafið yfir vafa og niðurstaðan um ábyrgð að vera réttlát.
Séu þessi skilyrði ekki virt, þá er þeim aðeins gerður greiði sem hafa hag af núverandi ástandi og að sjálfsögðu þeim sem þurfa óttast hlutlausa heiðarlega skoðun á gjörðum sínum fyrir Hrun.
Það er engin tilviljun að málinu var komið í þennan farveg og allur stuðningur við þau afglöp er vanvirðing við alla þá sem eiga um sárt að binda vegna eigna eða atvinnumissis. Eða annarra miska sem Hrunið mikla olli almenningi þessa lands.
Það er hræsni að vitna í réttarríki í þessu samhengi, nær væri að tala um mafíuríki þegar hópur sekra manna geta stjórnað uppgjöri þjóðarinnar við fortíðina.
Og það er ekki lærdómur Hrunsins að skapa nýtt þjóðfélag sundrungar og bærðravíga, hvort sem það er að efna til óvinafagnaðar vegna ICESave, ESB eða pólitísks Landsdóms sem er augljós skrípaleikur öllum þeim sem láta ekki reiði og heift stjórna sér.
Eða það sem verra er, annarleg sjónarmið.
Ég veit ekki hvað stjórnar þér Loftur en það er ekki ást á réttarrríkinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2012 kl. 21:31
Einn maður dreginn fyrir dóm af pólitískum andstæðingum og síst saklausari manneskjum sjálfum er ekkert nema pólitísk og gjörspillt réttarhöld. Hvað sem hver heldur sig geta grafið upp með rannsóknum og vitnaleiðslum er það jafn ógeðslegt og ómanneskjulegt og ætti ekki að líðast. Og eg er sammála pistlinum, Ómar.
Elle_, 4.3.2012 kl. 07:38
Takk Elle mín.
Mér þykir mjög vænt um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2012 kl. 08:40
Athyglisverð frétt á RUV í gær http://ruv.is/frett/skipstjorinn-var-gleraugnalaus
Hver skyldi vera sekur?
thin (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 10:05
Og ??????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2012 kl. 20:02
Sæll og blessaður Omsar. Þakka þér þessa grein þína hún er réttmæt að mörgu leiti. Það er ömurlegt að einn maður skuli ákærður fyrir öll þau afglöp sem framin voru fyrir hrun, en sá skrípaleikur var saminn af þeim Alþingismönnum sem við kjósendur þessa lands kusum til starfa á Alþingi eftir hrun. Þessir höfundar skrípaleiksins eru kvaddir til starfa af meirihluta kjósenda þessa lands. Almenningur kaus ekki þennan dómstól eða dómara til starfans, það gerði meirihluti Ríkisstjórnarinnar við skulum ekki gleyma því. Það sem Loftur vinur minn og samstarfs félagi í Samstöðu þjóðar, þar sem við höfum heimild til að hafa hver sínar skoðanir, er að benda á er: Við skulum bíða og sjá hverjar niðurstöður landsdóms verða áður en við dæmum niðurstöðuna.
Sem Eskfirðingur vil ég segja þetta; bíðum niðurstöðu Lsandsdóms og dæmum réttlæti dómstólsins og Dómaranna hvers fyrir sig eftir niðurstóðunni í lok málsins.
Í lokin vil ég þakka þér hvað þú ert energiskur við skriftir.
Með kveðju og þakklæti til Neskaupsstaðar þar sem Afa mínum og Ömmu var bjargað frá klafa Vistabnda.
Pétur
Pétur Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 20:55
Nei Pétur það er því miður ekki þannig.
Ef eitthvað er reist á rangindum, ef eitthvað er byggt á rangindum, þá er það alltaf rangt, jafnvel þó niðurstaðan er rétt.
Þetta er grundvallaratriði siðaðs þjóðfélags.
Ef við skiljum það ekki þá sitjum við uppi um aldur og ævi með ranglátt stjórnvald.
Og við sjáum afleiðingar þess í dag.
Takk fyrir hlýjar kveðjur á æskuslóðirnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.