Svavar Halldórsson afhjúpar samsæri.

 

Svavar Halldórsson fréttamaður afhjúpaði samsæri gegn Gunnari Andersen í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld.

Svavar sagði að fréttastofunni hefði í langan tíma borist allskonar ábendingar um Gunnar Andersen og þær ættu það allar sammerkt að vera nafnlausar.

Þetta setur umfjöllun Kastljós í nýtt ljós, ljóst er að Sigmar Kastljósstjóri hefur tekið þátt í samsærinu eða látið nota sig.  

Hvoru tveggja eru vítaverð vinnubrögð og ljóst að Kastljós þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum.  

 

Farsinn í FME er löngu hættur að snúast um persónu Gunnars, hann snýst um að leynileg öfl standa fyrir aðför að embættismanni. 

Embættismanni  sem hefur það hlutverk að rannsaka það sem miður fór í íslenska fjármálakerfinu fyrir og eftir Hrun.

Ef leyniklíka kemst upp með að grafa undan trúverðugleika FME þá er ljóst að þjóðin var ekki bara rænd og svívirt, það á líka að hindra stjórnkerfi hennar í að rannsaka ránin.

 

Það eina rétta í stöðunni er að opinber rannsókn fari fram á grundvelli upplýsinga Svavars Halldórssonar og hið sanna í málinu komi í ljós.

Rannsóknarfréttamaðurinn Svavar Halldórsson gæti byrjað innanhúsrannsókn með því að rannsaka aðkomu Kastljós að leynisamsærinu.

Hæg eru heimatökin hjá honum.

 

Þetta mál er of alvarlegt til að liggja í láginni.  

Þjóðin má ekki enn einu sinni láta spunakokka leyniafla stýra allri umræðu.

Við erum skaðbrennd úr fortíðinni vegna slíkra vinnubragða, segjum núna einu sinni "Hingað og ekki lengra".

 

Verum einu sinni alvöru þjóð.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Tveir yfirheyrðir auk Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta e kanski ekki smanburðarhæft,en því skaut strax upp í kollinn,, hver vill hengja bjölluna á köttinn.,, sami heimur; menn og mýs.

Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2012 kl. 21:16

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leiðrett; Samanburðarhæft.

Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2012 kl. 21:17

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég veit að þú ert bjartsýnn maður og vilt allt gott af þér leiða. EN að láta sig dreyma um að Rannsókn fari fram á RUV, og tala opinskátt og sem sjálfsagðan hlut eins og  um "hæg heimatök".

Leggðu þig aftur og teldu upp á 10. 

Þá áttar þú þig á draumsýnin er í fjarska eins og "hyllingar" sem menn sjá í eyðimörkinni, þegar þeim þyrstir til lífsins.

Eggert Guðmundsson, 2.3.2012 kl. 21:49

4 identicon

Já ég verð að segja að hér er tekið hart af ónafngefnum mönnum að grafa upp skít sem ég hef ekki séð sannað upp á þennan mann.  Þetta eru allt eins og sögusagnir í fjölmiðlum hingað til.

Enn e.t.v. er takmarki ónafngefinna manna náð - að koma Gunnari úr stól.

En svo er möguleiki að þarna sé virkilega verið að taka á rangindum Gunnars,  en þetta mál lyktar ei slíkt hingað til, og farvegurinn sem var valinn er dj**lli drullugur og móðukenndur.

Jonsi (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 22:57

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið góða fólk.

Eggert, þetta er alltaf hin klassíska spurning um hvort komi á undan, eggið eða hænan.  Áhugaleysi almennings eða áhugaleysi yfirvalda.  Ég veit ekki hvor mun eiga vinninginn næstu daga, þú getur mælt það á því hvað margir taka undir kröfu um rannsókn á þessu samsæri.  

Helga, þetta er spurning og þó ég trúi ekki orði í þessum farsa þá efa ég ekki að Svavar fari rétt með.  Og það er kjarni málsin, leyniklíka beitir bolabrögðum til að grafa undan framgangi réttvísarinnar og slíkt er ekki liðið í lýðræðisríkjum þó það þykir sjálfsagðir þjófasiðir í þjófræði.

Jonsi, hvað Gunnar gerði er orðið hreint aukatriði málsins, samsærið nær langt aftur í tímann.

Og Svavar Halldórsson hefur staðfest það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 23:48

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sé ekki betur en að sérstakur þurfi að taka þetta mál til rannsóknar.  Þetta er orðið miklu stærra mál en að einhver embættismaður hafi gert eitthvað fyrir ellefu árum.  Hér þarf þjóðin að fá svör.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 00:54

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Skil hvað þú meinar en þetta eru ósamræmanlegar yrðingar "sérstakur þurfi að taka þetta mál til rannsóknar" og "Hér þarf þjóðin að fá svör.".

Það fyrra útilokar það seinna.

En málið er einfalt, ef litla ljóta klíkan kemst upp með þetta enn einu sinni enn þá hefur margt breyst frá Hruni, og það til hins verra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2012 kl. 08:42

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já rétt hjá þér.  En þarf ekki að rannsaka málið til að fá svör?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 12:24

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú, en sérstaki vinnur á svæfingardeildinni.  Í besta falli segir hann fréttir eftirá líkt og sagnfræðingar sem hafa betur tök á að skýra atburði eftir að þeir hafa átt sér stað, og þá út frá þekktum gögnum málsins.

En samsærið mallar núna.

Og aðeins krafa almennings um rannsókn mun hreyfa við kerfinu.  

Og þá ekki hvað síst, um hvað fjölmiðlakerfi auðklíkunnar fjallar því hlutdrægni hennar má ekki vera of augljós.

En ef allir þegja þá gerist ekkert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2012 kl. 12:46

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þjóðin hefur sýnt að með samtakamætti getur hún haft sín áhrif.  Sem betur fer og komin tími til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 162
  • Sl. sólarhring: 541
  • Sl. viku: 5701
  • Frá upphafi: 1400458

Annað

  • Innlit í dag: 139
  • Innlit sl. viku: 4897
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband