Þegar skrattinn sjálfur er kallaður til vitnis.

 

Þá er fokið í flest skjól vaxtaþjófanna.

Rjúkandi rúst hefur alltaf fylgt AGS.

En það er rétt, AGS vill ná   "til þeirra sem þurfa á mestri hjálp að halda". 

Þess vegna lánaði AGS ríkisstjórn vaxtaþjófanna háar upphæðir svo hægt væri að rétta þeim hjálparhönd.  Af einhverjum ástæðum hafa vaxtaþjófarnir heykst á hjálpa þessum þurfandi krónubröskurum en bara vaxtakostnaðurinn við þá hjálp mun áður en yfir líkur vera mun hærri en hin "almenna skuldaniðurfelling" eins og AGS kýs að kalla leiðréttingu forsendubrests verðtryggingarinnar.

Og meðan hinir þurfandi krónubraskarar þurfa sína aðstoð þá getur ríkisstjórn vaxtaþjófa ekki hjálpað heimilum landsins.

Allt mikið rétt.

 

Þess vegna látum við lög gilda yfir vaxtaþjófa sem og aðra þjófa.  

Og vandinn þar með úr sögunni, vaxtaþjófarnir stjórna ekki úr klefum Litla Hrauns þó Margrét sé þeirra kona.

Íslensk ríkisstjórn sem tæki við völdum myndi segja bless við krónubraskarana og nota fjármuni samfélagsins í að endurreisa samfélagið og bæta þeim miskann sem Hrunverjar rændu.

 

Peningarnir eru nefnilega til.

Í dag fara þeir í blóðugt fjármagn en ekki til að hlúa að sárum fórnarlamba þess.

Því skrattinn sér um sig og sína.

 

Það þarf ekki að stofna hér guðsríki á jörð til að heimili landsins fái skaða sinn bættan.

Það dugar að endurreisa hér heilbrigt þjóðfélag venjulegs fólks þar sem skrattinn er í neðra en ekki á skrifstofum stjórnarráðsins.

 

Munum að þegar illskan ein er til vitnis um ágæti stjórnar þjófa þá er stutt í endalok valda þeirra.

Tíminn mun afgreiða hana en við, fólkið í landinu getum flýtt fyrir.

Það eina sem þarf að gera er að mæta niður á Austurvöll og blása.

 

Fuuuffff, og spilaborgin er fallin.

Kveðja að austan.

 

Smá viðbót.

 

Eftir að ég henti þessum pistli inn þá las ég bloggpistil Sigurðar Sigurðarsonar um sömu frétt.  Pistill heitir: AGS skilur ekki tilfinningar aðeins Exel skjöl.

Lokaorð Sigurðar eru mögnuð og ég verð að vekja athygli á þeim.   

"Vísum Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi og Julie Kozack, yfirmanni sendinefndarinnar AGS, úr landi. Eða það sem betra er, látum sérstakan saksóknara kyrrsetja skötuhjúin og sækjum þau til saka fyrir ómanneskjulegar aðgerðir gegn íslenskri þjóð. Tillögur sjóðsins hafa reynst stórhættulegar og hrakið fjölda fólks í atvinnuleysi og úr landi. Þær hafa þrengt svo mikið að þjóðinni að hún hefur aldrei verið nærri því að missa fullveldi sitt til ESB."

Segir allt sem segja þarf um hvað við Íslendingar eigum að gera ef við viljum lifa mannsæmandi lífi í þessu ágæta landi okkar.

Þetta er það sem þarf að gera ef viljum endurheimta landið okkar úr klóm vaxtaþjófa og útrásarræningja.

Já, ásamt því að kæra vaxtaþjófana til lögreglu.

Kveðja enn og aftur að austan.

 

Önnur viðbót.

 

Fréttin um misnotkun AGS í þágu ríkisstjórnarinnar hefur hreytf við fleirum en mér.  Hér að ofan vísa ég í magnaða blogggrein Sigurðar Sigurðarsonar og núna langar mig að birta ekki síðri bút af bloggi Tómasar Ibsen  Halldórssonar þar sem hann nær algjörlega að lýsa kuldanum sem býr að baki ráðleggingum AGS.  

"Við sjáum hvað er að gerast í suður Evrópu, í Grikklandi, Spáni og víðar, fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst. Engar kaldar stofnanir láta það á sig fá, á meðan þær geta varið elítuna, fjármagnseigendur og fjármálafyrirtækin."

Þetta er það sem er að gerast í Evrópu og þetta er það hlutskipti sem AGS ætlaði íslensku þjóðinni.

"fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst".

Aðeins kröftug ICEsave vörn þjóðarinnar bjargaði henni frá þeim hörmungum, krónubraskaralánið var sett á bið á meðan töldu völd fjármálamafíunnar ótrygg.

En ógnin er ennþá hulin í skúmaskotum og býður færis.

Kveðja enn og aftur að austan.

 


mbl.is Andvíg almennri skuldaniðurfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sæll Ómar! Þú ert beinskeyttur og harður eins og oftast áður og það kann ég mjög vel að meta. En aðeins eitt sem þú segir hér vakti undrun mína. Það var fullyrðingin. "vaxtaþjófarnir stjórna ekki úr klefum Litla Hrauns...". Ertu nú viss um það? Ég held að ýmsu sem gerist í undirheimum sé einmitt stjórnað þaðan, og hefur það þó ekkert með Margréti að gera. Stjórnandi sem situr inni getur alltaf komið boðum. Og alltaf er farið að fyrirmælum hans, vegna þess að hann veit eitt og annað um menn sem þeir vilja alls ekki að leki út, það gæti verið óþægilegt.

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.3.2012 kl. 12:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Já, ég held að það hafi eitthvað  með stjórnarskrána að gera um hæfni til embættis, flekklaust mannorð og eitthvað svoleiðis.

Svo er fjandi erfitt að mæta á þingfundi og verjast vantrausti svo ég held að aðstoð Möggu dugi ekki til.

Hins vegar ert þú að vísa í skuggastjórnendur sem öllu ráða hér á landi og verða ekki felldir við það eitt að vaxtaþjófarnir séu felldir.

Ég hef alltaf sett dæmið þannig upp, því ég geri mér litlar grillur um byltingu hins venjulega manns, að ef þrýstingurinn á þá verður of mikill, þá láta þeir undan og leiðrétti stökkbreyttu lánin. 

Bæði er óþægilegt að finna og skapa ímynd nýrra leppa, að þeir séu að vinna fyrir fólkið og líklegast gekk Steingrímur Joð endanlega frá því consepti, sem og hitt að ef byltingar almennings komast upp í vana, þá gætu sá vani endað í því að almenningur taki yfir stjórn mála og gefi skuggastjórnendunum frí, og þá ekki á Hrauninu heldur biðji þá að dvelja þar sem þeir skrá heimilisfesti sitt, á Tortilla eða hvað sem þessi skjól heita.

Þannig, andóf skilar sér að lokum, og eftir þvi sem fleiri benda á hið augljósa þá erfiðara er fyrir hinn nakta keisara að spranga um án þess að vera stungið inn fyrir velsæmisbrot.

Og þegar er lag eins og eftir vaxtadóminn, þá á að leggja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 13:29

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Fréttin um misnotkun AGS í þágu ríkisstjórnarinnar hefur hreytf við fleirum en mér. Hér að ofan vísa ég í magnaða blogggrein Sigurðar Sigurðarsonar og núna langar mig að birta ekki síðri bút af bloggi Tómasar Ibsen Halldórssonar þar sem hann nær algjörlega að lýsa kuldanum sem býr að baki ráðleggingum AGS.

"Við sjáum hvað er að gerast í suður Evrópu, í Grikklandi, Spáni og víðar, fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst. Engar kaldar stofnanir láta það á sig fá, á meðan þær geta varið elítuna, fjármagnseigendur og fjármálafyrirtækin."

Þetta er það sem er að gerast í Evrópu og þetta er það hlutskipti sem AGS ætlaði íslensku þjóðinni.

"fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst".

Aðeins kröftug ICEsave vörn þjóðarinnar bjargaði henni frá þeim hörmungum, krónubraskaralánið var sett á bið á meðan töldu völd fjármálamafíunnar ótrygg.

En ógnin er ennþá hulin í skúmaskotum og býður færis.

Kveðja enn og aftur að austan./// þessi orð í tíma töluð og sögð Ómar Geirsson,ekki gætum við verið meira sammála þarna ein og oftar/Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 2.3.2012 kl. 19:27

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta AGS peningaleikrit sem miðar allt að því að styrkja bankanna og halda fólki í efnahagslegri gislingu, og er eins leikið í öllum heiminum. Ómar segir: ""Vísum Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi og Julie Kozack, yfirmanni sendinefndarinnar AGS, úr landi." og meinar það sjálfsagt...

Um akkúrat þetta snýst málið. Þrælahugsun fólk sem þarf til að halda upp á handónýtt fjármálasýstem er einkennadi fyrir lönd um allan heim. Reyndar fyrir Ísland líka, enn íslendingar hafa fyrstir manna staðið upp í hárinu á þessum skríl sem veður um allan heim og þykist vera eitthvað merkilegt. Auðvitað er það besta sem gæti skeð er að þeim yrði vísað út úr landi af yfirvöldum. Enn þegar yfirvöld eru út á þekju í viðskiptum við útlönd, er ekki við miklu að búast.

Þessi peningaskríll sem hugsar út frá hversu mikil völd hægt er að ná með hverjum lánuðum milljarði er málið. Af hverju er lífið háð opnum lánalínum og öðrum löndum eins og fólki finnst oft sjálfsagt mál. Peningar byggja á blekkingi sem er ansi stór í sniðum. Til að laga þetta þarf að byrja einhversstaðar. Fyrsta sporið úr þessum ógöngum er að hugsa öðruvísi. Alla vega gera allt til að hætta að hugsa eins og áður, því þá verður sama niðurstaða.

Smávegis um AGS. AGS er hluti meðal annars af Illuminaterna sem hafa ekkert annað að markmiði enn að geta stjórnað, drottnað og gert það sem það vill við fólk. Og þeir gera það eftir agenda sem er fyrir löngu samin og klár. Núna er bara verið að reyna að temja íslendinga til að hlýða þessari "leynistjórn" þeirra. AGS er engin Rauði Kross í fjármálum né stundar AGS einhverja góðgerðarstarfsemi. Enn starfsemin verður að líta vel út. Og það er ekkert mál að líta vel út með seðlabúnt í hendinni gagnvart fólki og löndum sem á enga peninga.

Eru íslendingar nokkuð á leiðinni að taka málin í sínar eigin hendur og ekki vera í kjöltunni á AGS sem yfirvöld líta á sem félagsmálastofnun sem bara bíður upp á eitt. Að verða háður henni...

Óskar Arnórsson, 2.3.2012 kl. 21:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Haraldur.

Blessaður Óskar, þetta eru reyndar tilvitnuð orð í Sigurð en ég undirstrika framhaldið, að  "kyrrsetja skötuhjúin og sækjum þau til saka fyrir ómanneskjulegar aðgerðir gegn íslenskri þjóð."  Þá fyrst er fútt í málinu,.

Ég spáði því snemma bloggferils míns þegar ég skrifaði ennþá um víðara samhengi hlutanna að AGS forkólfar yrði dregnir fyrir dóm, stríðsglæpadómsstól Sameinuðuþjóðanna og ákærðir fyrir glæpi gegn mannkyni.  Rökstuddi það svo bærilega að enginn gerði athugasemd, eða enginn las pistilinn, man ekki hvort var.

Og mér er ennþá full alvara með þá Sýn mína Óskar.

Takk fyrir þitt ágæta innlegg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 23:58

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er hægt að leika sér með skýringar. Hér er youtubeklippa með manni sem er búin að reyna í mörg ár að koma á framfæri skýringum á vandamálum heimsins. Hann heldur því fram að jarðarbúar sé of vanþroskaðir til að verja sig gagnvart því fólki sem er að reyna að stjórna öllum heimsins peningamálum, og þeir þurfi að flýta sér að þroskast til að geta varið sig yfirleitt. það er allt í lagi að hlusta á hann, enn það sem hann hefur að segja er tormelt fyrir venjulegt fólk...http://www.youtube.com/watch?v=mFKsC_N7qDk

Óskar Arnórsson, 3.3.2012 kl. 10:23

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Óskar, ég held að það sé dýpra á þessu en það að við séum of vanþroskuð.

Þetta er sjálf baráttan um lífið.

Barátta sem hefur verið spáð svo lengi og er nú loksins hafin.  Eini ágreiningurinn er um fjölda þátttakanda, hvort þeir séu allir þessa heims eða hvort "annar" heimur taki líka þátt.

Í þúsundir ára hafa öll vötn runnið af þessum ós.  Og núna erum við komin þangað þar sem ekki verður lengur komist hjá því að takast á við arfleið mannsins.

Erum við villidýr sem drepur eða erum við siðuð manneskja sem vill lifa.

Það fyrra þýðir að við erum komin að endamörkum okkar sem tegund, það seinna þýðir að við uppfyllum einu skyldur okkar sem lífverur sem er að gera afkvæmum okkar kleyft að lifa og fjölga sér.

Sjálf frumskylda lífsins.

Í mínum huga er þetta kristaltært, ég kveikti á þessu einhvern myrkan dag haustið 2008.  Og ég hallast að þátttöku "annars" heims þvi aðeins goðsagnir geta útskýrt að heimskan í öllu sínu veldi stýrir atburðarrásinni í dag.  Hvað annað getur skýrt hagfræði dauðans og að hún sé ríkjandi????

Og goðsagnirnar hafa gefið okkur vopnin gegn vánni, eina spurningin er hvort 2.000 ár sé nægur tími fyrir hinn venjulega mann að skilja inntak þess að þú skalt ekki mann deyða og líttu eftir bróður þínum því örlög hans eru örlög þín.

Því sigur lífsins er komið undir þvi að hinn venjulegi maður vilji ekki láta drepa sig.  Að hann rísi loksins upp gegn höfðingjanna vélum og taki ráðin af þeim.

Og til þess að það gerist þarf einstaklingurinn sem sér þessa Sýn sem ég er að lýsa, núna í fáum orðum, oft áður í fleirum, hann þarf að skapa jákvæða ferla gegn neikvæðum ferlum tregðunnar sem öllu vil í hel koma.

Að skapa þá trú að það sé til eitthvað betra sem er þess virði að berjast fyrir.

Óskar, það duga engin smámál til að hreyfa við þreyttri Steingeit sem veit allt um smæð sína og ófullkomleik, og fá hana til að lyfta vopni gegn valdinu og allri þeirri tregðu sem valdið hvílir á.

Maður gerir sig ekki að fífli að gamni sínu.

Það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2012 kl. 11:00

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kanski blanda af vanþroska, þekkingarleysi og heiðarlegri leti sé aðalorsökin að þessu öllu saman. Enn alla vega eru öflugir breytingartímar í gangi núna um allan heim. Kanski er komin af stað "process" sem ekki verður stoppaður. Það er sagt að fólk þurfi bara að vera 51% jákvætt og stefni að jákvæðum breytingum svo þetta fari allt á besta veg. Ísland er ofarlkega í huga okkar af því að við erum íslendingar. Ekki af því að við séum neitt ,merkilegra fólk en víða um heim.

Hagfræðin ætti að vera verkfæri fyrir alla, enn hún er sniðin eftir þörfum lítils hóps eins og er fyrir löngu vitað. Og svo er kennt að hún sé "stóri sannleikurinn" í efnahagslífinnu. Það hefur fólk atvinnu af því að ausa yfir fólk rugli og tómri tjöru sem því miður stórir hópar fólks kaupir og samþykkir.

Lífsskilyrði fólks verða ekki bætt með hjálp pólitíkusa, yfirvalda eða embættismanna. Fólk þarf að mynda sameiginlegan grunn sem byggir á sameiginlegri lifandi tilfinningu, eins hreinni og hægt er. Þessi breyting snýst ekki um kapphlaupið eftir völdum eða að hatast út í þorpara og þjófa bankakerfissins. Það er allt annað sem gildir svo það sé hægt að snúa blaðinu við. Sú Ríkisstjórn sem hefði á stefnuskrá sinni að leitast við að láta fólk í friði, hugsa sem þjónustuaðili og ekki stjórnandi, myndi ég kjósa eins og skot á þing eða stjórnunarstörf.

því miður hefur baráttan um lífið breyst í baráttunna að halda sér inní stóru efnahagskerfi sem breytir spilareglunum eftir óskum toppana. Ef mér yrði boðið að spila sama spil sem afþreyingu einhversstaðar myndi maður gefast fljótlega upp á að spila við fólk sem haga sér svona við spilaborðið. Græðgi gerir fólk ljótt, óaðlaðandi og maður verður ósjálfrátt afhuga öllu samskiptum við það. Sama á um drottnunargirni og stýriþörf fjölda fólks. Hún er hryllilega leiðigjörn og erfitt að vera í kringum þannig fólk. Þegar þessir mannlegu breyskleikar og vandamál er raða skipulega í sýstem sem síðan er notað til að stjórna milljónum manna, skður eitthvað í vitund fólks. Það mótmælir þeigjandi til að byrja með, bendir kurteislega á vandamálið og svo trappast þetta upp.

Afsökun fólks sem er haldið þessari óeðlilegu þörf á völdum, peningum sem þarf til að fá völdin, persónulegri drottnunargirni, stundum hreinni illgirni er oft með ólíkindum. Sumir afsaka sig með að vitna í lög og reglur viðkomandi lands Stjórnarskrá viðkomandi lands, Biblíu, Kóran eða eitthvað annað tilbúið hugsanasýstem sem hægt er sýna á prenti, og önnur svipuð, gjarna pólitísk fyrirframgerð sýstem sem eru þá notuð og túlkuð eftir persónulegum þörfum hvers og eins.

Maður kemst seint hjá því að gera sig að fífli í augum fjölda annara og það gerir ekkert til. Sjálfstæð hugsun krefst fórnar og ein af þeim er að sleppa stundum hóphugsun fjöldans sem hefur farið úrskeiðis einhverstaðar á leiðinni....

Óskar Arnórsson, 3.3.2012 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband