Bílstjórarnir bera ábyrgðina.

 

Það þýðir ekki að kenna alltaf öðrum um.

Það er ekki vegagerðin sem skipar þeim að keyra við tvísýnar aðstæður og ef óhöpp verða þá er það engin afsökun að segja, "það átti að vera búið að hálkuverja".

Það er staðreynd að þjóðin kaus yfir sig stjórnvöld sem sögðust ætla að hlúa að fjármagni en ekki undirstöðum þjóðfélagsins, hvort sem það er heilbrigðisþjónusta, þjónusta vegagerðarinnar eða annað sem þarf til að samfélagið geti rekið sig skammlaust.

Og þessi stjórnvöld stóðu við loforð sitt svikalaust.

 

Það hefur afleiðingar að greiða tugmilljarða árlega í óþarfa vexti til fjármagnseiganda, þeir peningar eru ekki notaðir í annað á meðan.

Stofnanir ríkisins reyna þó sitt besta miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem þær hafa úr að spila.  Og fólk verður að aðlaga sig að því, það kaus jú þessa ríkisstjórn yfir sig og hún situr í umboði þjóðarinnar.

 

Þess vegna passa menn sig á að veikjast helst aðeins á dagvinnutí­ma og á réttum stöðum á landinu, já og ekki á sumrin, þá er allt lokað.

Og atvinnubílstjórar verða keyra á þeim dögum eða á þeim tíma dags sem vegagerðin sinnir ruðningi og hálkuvörnum.  Það er þá sem þeir komast óhappalaust á milli.

 

Á öðrum tímum er það á þeirra ábyrgð og við enga nema þá að sakast þegar illa fer.

Og það er tími til kominn að þeir hætti þessu væli.

 

Eða þá þeir mannist og geri eitthvað í sínum málum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Minni vetrarþjónusta og fleiri óhöpp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Það er ekkert minnst á það að flutningafyrirtækin eru að nota bíla menn hefðu ekki talið nothæfa til flutninga í vetrarfærð fyrir ekki svo mörgum árum.

Einar Steinsson, 2.3.2012 kl. 18:02

2 identicon

Og hvað ættu atvinnubílstjórar að gera í sínum málum?

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 19:58

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Einar, þá er ábyrgð bílstjóranna ennþá meiri.

Nafni, þeir ættu að fara eftir lögum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 20:49

4 identicon

Og fara bílstjórarnir ekki að lögum?

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 08:51

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2012 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband