2.3.2012 | 08:31
"... ef ekki hefði verið mögulegt að fella gengi gjaldmiðilsins. "
Þá hefði prófessor Martin Feldstein ekki "ekki geta ímyndað sér hvernig Íslendingum hefði tekist að glíma við þá erfiðleika sem efnahagslífið stóð frammi fyrir í kjölfar hruns bankakerfisins ".
Og hann bendir á að íslenska krónan standi ekki í vegi fyrir að íslenska hagkerfið geti verið fullgildur þátttakandi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og komið böndum á verðbólguna. Til þess þurfi einfaldlega "góða stjórn peninga og efnhagsmála".
En Ragnar Reykás á nú svar við þessu.
"Bíddu bíddu nú hægur kallinn, er þetta ekki prófessor við Harvard, því lasta og íhaldsbæli. Hvað hefur svona maður vit á efnhagsmálum??? Annað en þeir Gylfi forseti og Villi atvinnurekandi".
Og það er kjarni málsin, Ragnar Reykás veðjar á sína menn og þeir vilja evruna.
Þó evrunni skorti allar efnahagslegar forsendur, að hún er trú en ekki gjaldmiðill, og raunveruleikinn hefur sýnt fram á það svo ekki verður um deilt, þá er samt beðið um evru.
Og grafið undan krónunni.
Og Ragnar Reykás leggur blessun sína yfir.
Kveðja að austan.
Ísland þarf ekki að kasta krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 184
- Sl. sólarhring: 653
- Sl. viku: 5768
- Frá upphafi: 1399707
Annað
- Innlit í dag: 155
- Innlit sl. viku: 4919
- Gestir í dag: 154
- IP-tölur í dag: 154
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ómar það er sorglegt hvernig sérfræðiþekking manna Martin Feldstein er fótum troðin af pólítíkusum sem kunna ekki neitt annað en einhverja pólitíska refskák, þeirra markmið er ekki hagur lands og þjóðar heldur fórna þeir öllu fyrir eiginhagsmuni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 09:59
Þar sem manni dettur ekki í hug að þeir sem ráða ferðinni á Alþingi og víðar, vilji þjóðinni ekki það allra besta og að einkahagsmunir eða ódýrir pólitískir hagsmunir geti ekki ráðið för í úrslitahagsmunuamálum þjóðarinnar, þá er ekki nema eitt eftir. Vitsmunir þeirra eru af skornum skammti.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 10:28
Blessaðir félagar.
Stjórnmálamennirnir eru sök sér en bakgrunn skoðanna þeirra sækja þeir til innlendra hagfræðinga.
Sem eru það vanvitaðir að þeir halda að gjaldmiðill lifi sjálfstæðu lífi án þeirra efnahagslegu forsenda sem staðar eru í þjóðfélaginu á hverjum tíma.
Forsenda stöðugleika er stabíl efnhagsstjórn, að fyrst sé aflað áður en það er eytt.
Forsenda aukins kaupmáttar, það er sterkara gengis er aukin tekjuöflun, hvort sem það er í formi aukinnar innlendrar framleiðslu eða aukins útflutnings eða blanda af hvoru tveggja.
Gjaldmiðill sem sveiflast úr takti við það efnhagslíf sem notar hann, skapar kostnað einn og sér. Sá kostnaður hefur aldrei verið í umræðunni. Það er menn ræða aðeins hinn meinta kostnað við að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil en ræða aldrei kostnaðinn við að hafa hann ekki.
Prófessor Feldstein bendir á að eftir Hrunið hefði sá kostnaður verið ókleyfur, við hefðum tapað hagkerfi okkar.
En á meðan vanvitið þrýfst í háskólanum þá er stjórnmálamönnum okkar vorkunn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 11:51
Sæll Ómar
Það er rétt hjá þér að hagfræðideildin er yfirfull af sjálfumglöðum oflátungum sem halda að þeir séu í pólitík. Þeir sem eru í lagi halda sér, eða er haldið, til hlés. Svo bætist við vandamál stjórnmálanna að þar æða menn hús úr húsi í leit að skyndilausnum sem hljóma fallega og gætu dugað fram yfir næstu kosningar. Hvað á að gera í svona löguðu? kveðja úr Landeyjunum.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 14:13
"Bíddu bíddu nú hægur kallinn, er þetta ekki prófessor við Harvard, því lasta og íhaldsbæli. Hvað hefur svona maður vit á efnhagsmálum??? Annað en þeir Gylfi forseti og Villi atvinnurekandi".
Góður Gylfi og Villi
Eggert Guðmundsson, 2.3.2012 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.