2.3.2012 | 07:02
Hetjuvæðing Gunnars.
Er alltaf dálítið dubíus.
Hún byggist á hinni augljósri staðreynd að almannatenglar í þágu hagsmunaafla eiga greiðan aðgang að Kastljósi en veikleiki hennar er að ekki er hægt að sjá augljós tengsl Hrunverja við núverandi stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Það er ekkert í bakgrunni stjórnar FME sem útskýrir farsann sem fór í gang í vikunni sem dómur Hæstaréttar féll um vaxtaþjófnaðinn mikla.
Nema eitt, og það eru hin augljósu pólitísku tengsl.
Og hin pólitísku tengsl rugga ekki FME ef starfsmenn þar eru komnir í feitt.
Hrunverjar eru tengdir órjúfanlegum böndum við Sjálfstæðisflokkinn og Mini mini hans og það eru ekki hagsmunir til dæmis Vinstri Grænna að einhver pólitískur farsi trufli trúverðugleika FME ef og þegar eitthvað kæmi uppá yfirborðið.
En hin pólitísku tengsl útskýra hins vegar tímsetninguna og hina heiftugu aðför að forstjóra Fjármálaeftirlitsins.
Kallast að útbúa Scapegout á góðu máli.
Vaxtaþjófarnir eru fallnir um leið og almenningur áttar sig á að þeir eru dæmdir þjófar.
Aðeins ein markviss kæra frá HH á hendur þeim og stjórnkerfinu sem framkvæmdi þjófalög þeirra og allt er hrunið eins og í veikustu spilaborg.
Þetta eru hagsmunir, og þekkir þú hagsmunina þá veistu af hvaða hvötum farsar eru settir á svið.
Látum ekki spila með okkur.
Gunnari er fórnað af drottningunni til að tryggja að umræðan snúist um eitthvað allt annað en raunveruleikann.
Þann raunveruleika að stjórnvöld voru dæmd sem þjófar.
Þjófar sem stálu milljörðum frá blásaklausu fólki.
Og Gunnar Andersen er aðeins verkfæri sem má missa sig.
Kveðja að austan.
Búið að ákveða fyrir löngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það skildi ekki vera ástæðan fyrir að Gunnari sé fórnað, að hann hafi dirfst að senda mál tengd Sparisjóði Þórshafnar til Sérstaks Saksóknara. Það er stór möguleiki á að einhverjir Ráðherrar séu nátengdir þeim málum. Það á þá eftir að koma í ljós.
Eggert Guðmundsson, 2.3.2012 kl. 11:31
Blessaður Eggert.
Ég held að meira sé í húfi, sjálft frelsi ríkisstjórnarinnar.
Ein kæra og fall hennar er ekki umflúið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 11:42
Hvað veldur því að landsbankastarfsmaður vill ólmur leka út gögnum um Guðlaug? Því miður reyndi hann að koma gögnunum að röngum aðila sem getur ekker aðhafst. Um fjölmiðla gildir annað.
Hérna er búið að leysa úr læðingi draug sem mun bíta einhvern, ekki alveg ljóst að svo stöddu hvort það séu stjórnarformenn, Gunnar, Guðlaugur eða ríkisstjórnin sjálf.
Verða fundarskjöl stjórnarformanna FME gerð opinber? Hvar er að finna og ekki finna í þeim?
Jonsi (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 16:45
Nú er stórt spurt Jonsi.
KGB kunni vel að plotta svona, þá voru fáklæddar konur notaðar til að kynna saklausa gifta menn og síðan voru þeir kúgaðir til hlýðni eða ferill þeirra eyðilagður eftir því sem þótti henta.
Núna er þetta allt orðið líkara plotti hjá Jóni Spæjó, afhending gagna í skjóli myrkurs síðan er því lekið og svo framvegis.
Og það hjá Guðlaugi Þór af öllum mönnum.
Ég hreinlega trúi ekki orði af þessum farsa, hvað sem þetta er, þá er það ekki uppi á yfirborðinu í umræðunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.