1.3.2012 | 07:00
Evrópuskatturinn.
Kolefnagjaldið á eldsneyti er tekið upp að boði Evrópusambandsins.
Hugsað til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Evrópa er eitt þéttbýlasta svæði heims, mannlíf þar gengur þokkalega þó ekki hafi allir efni á að ferðast langar veglengdir.
Ísland er aftur móti stórt land og strjálbýlt, þjóðin þarf því að ferðast um langar vegalengdir sé hún á annað borð á faraldsfæti.
Evrópuskatturinn er því bein atlaga að mannlífi á Íslandi.
Atlaga skriffinna sem setja lög og reglur vinstri og hægri án þess að takka nokkuð tillit til aðstæðna hjá því fólki sem situr uppi með skrifffinnalög þeirra.
Atlaga sem lýkur ekki fyrr en jaðarlönd eins og Ísland eru auðnir einar.
Þetta er að gerast í Grikklandi, þetta mun gerast hér.
Nema við slítum öllum skriffinnatengslum við Evrópu.
Það er mál málanna í stjórnmálum á Íslandi, ekki að auka þau tengsl.
Og þarf að gerast fyrr en seinna.
Kveðja að austan.
Liggja á bæn um lækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 601
- Sl. sólarhring: 640
- Sl. viku: 6332
- Frá upphafi: 1399500
Annað
- Innlit í dag: 515
- Innlit sl. viku: 5370
- Gestir í dag: 471
- IP-tölur í dag: 465
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.