29.2.2012 | 18:57
"Faglegur ávinningur" segir Reykjavíkurvaldið.
Sogn var með 100% árangur.
Ætlar Kleppur að tækla það með 110% árangri sem þýðir á mannamáli að fyrir hverja 10 sjúklinga sem eru vistaðir á hina nýju réttargeðdeild, þá mun Kleppur útskrifa 11.
Ekki nema vona að velferðarráðherra þjófastjórnarinnar tali um "nýjan kafla" í réttargeðlækningum á Íslandi.
Kleppur mun stela einum heilbrigðum fyrir hverja 10 veika.
Slíkt hefur aldrei gerst áður í sögu íslenskra heilbrigðismála.
Ekki nema von þó að Guðbjartur sé stoltur þjófaráðherra, fyrst var það vaxtaþjófnaðurinn mikli, svo kom ránið mikla við Sund, heilbrigðu fólki rænt svo hægt sé að útskrifa það af Kleppi.
Eins gott að vera ekki á ferli þar næstunni. Allavega fyrir heilbrigða.
En sannar aðeins að engin rós er án þyrna.
Snillingar allra landa hljóta að fagna með Guðbjarti og Kleppurum hans.
Og núna fyrst skil ég hvað er að vera Klepptækur.
Kveðja að austan.
Ný réttargeðdeild á Kleppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigum við ekki að vona að við náum sama árangri, jafnvel betri en með minni tilkostnaði?
Guðjón Sigþór Jensson, 29.2.2012 kl. 21:05
Ég skal taka undir þá frómu ósk Guðjón, vonin kostar ekkert.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.