29.2.2012 | 13:17
Hreyfingin, já Hreyfingin.
Hvað er hægt að segja um þetta blessaða fólk??
Betra er seint en aldrei, tæp þrjú ár frá því að þau komust á þing og loksins núna hafa þau kjark til að taka slaginn í þágu heimilanna á raunhæfum forsendum.
En af hverju núna þegar öruggt er að ekki verður hlustað á hana???
Af hverju ekki í byrjun desember þegar ráðaherrakapallinn gekk ekki upp nema með stuðningi hennar??
Þó vaxtaþjófar fari með völd þá má ýmsu fórna til að rétta við hag heimilanna og skapa framtíðarsátt í þjóðfélaginu.
Til dæmis að framlengja líf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur????
En Hreyfingin bara gerði það ekki, hennar umbun fyrir stuðningin var að Þór Saari fékk að halda framsöguræðu, já og ákæra Geir Harde.
Hvað er hægt að segja um svona fólk??? Að taka metnað Þórs fram yfir líf heimilanna???
Pass????
En tillaga hennar er góð, gangi þeim allt hið besta með hana.
Það er svo mikið í húfi fyrir þjóðina.
Sjálf framtíð hennar.
Kveðja að austan.
Lán frá árinu 2007 lækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.