Jóhanna, skjaldborgin og smáletrið.

 

Hin fleygu orð Jóhönnu Sigurðardóttur, að slá skjaldborg um heimili landsins, hafa orðið í huga fólks tákn um svik og blekkingar þjófastjórnar hennar sem lofaði öllu svo fögru en sveik allt sem hún gat svikið.

En Jóhanna hefur verið höfð fyrir rangri sök, hún fullyrti vissulega að ríkisstjórn hennar myndi slá skjaldborg um heimili landsins en gleymdi bara óvart að minnast á smáaletrið.  Þegar hún fattaði loks af hverju almenningur væri svona reiður, þá leiðrétti hún sig í snarhasti.

 

Og það gerði hún í þingræðu þann 23. síðastliðinn þegar hún fjallaði um pantaða skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskólans og öll þau vankvæði sem sú ágæta stofnun sá á að forsendubrestur verðtryggingarinnar yrði leiðréttur.  

Skilyrði skjaldborgarinnar var að "raunhæfar og réttlátar aðgerðir til að létta skuldir heimila " myndu ekki "íþyngja skattgreiðendum".  Það náttúrulega gengur ekki að samfélagslegar aðgerðir kosti skattgreiðendur pening, nógu erfitt eiga þeir samt með að borga vaxtaheimsku Seðlabankans, ofurskatta á bensín eða draum Jóhönnu að borga ICEsave reikning Björgólfs og Björgólfs.

 

Og hvað er hægt að segja um stjórnvöld sem lofa öllu fögru, bara ef það kostar ekkert, er það ekki bara fínt???

Furðulegt reyndar að Jóhanna hafi ekki notað þessu snilldarleið á fleiri kosningarloforð.  Hún hefði getað lofað fríum tannlækningum, ókeypis Kanaríferði eldri borgara, jarðgöng í gegnum hvert fjall og þá aðskilin fyrir sitthvora akrein, stúdentar hefðu fengið loforð um fría skólavist í Harvard og allir hundar landsins ókeypis kattamat. 

Reyndar bara ef það kostar ekkert.

En til hvers eiga skattgreiðendur að borga, er það ekki nákvæmlega það sem Nýfrjálshyggjan hefur alltaf sagt????

Er ekki bara gósenástand í þeim löndum þar sem fólk borgar sjálft fyrir menntun barna sinna, heilsugæslu eða umönnun foreldra sinna????

Loksins, loksins þorði hin norræna velferðastjórn að segja satt og rétt frá stefnu sinni, "lesið smáletrið" og "yður mun allt ljóst verða".  Samfélagslegur kostnaður, ha ha, ha ha.

 

Og þetta með hundruðu milljarðana sem auðmenn og fyrirtæki þeirra fengu afskrifaða, þá útskýrði Jóhanna líka vel svo enginn þarf lengur að vaða í villu og svima um þær hvatir sem að baki lágu.

"En hver getur réttlætt að skerða lífeyri verkafólks sem jafnvel aldrei hefur eignast þak yfir höfuðið til að afskrifa íbúðalán fullvinnandi fólks, þar á meðal stóreignafólks? ".

Vandinn var bara sá að Jóhann fann ekki þetta verkafólk sem aldrei hafði eignast þak yfir höfuðið.  Morgunblaðið hafði reyndar fyrir einum, tveimur áratugum birt viðtal við mann sem kaus að leigja líkt og hann hafði gert erlendis, en þegar átti að hafa upp á þessum manni, þá var hann farinn erlendis fyrir mörgum árum síðan, til að leigja, og hann var reyndar ekki verkamaður, heldur langskólagenginn menntamaður.

Og hvað gerir velviljað stjórnvald þá???

Jú, það finnur þá sem eiga mest bágt í þjóðfélaginu sem eru auðvita þeir sem skulda mest.  Og afskrifar skuldir þeirra.

Yfir 300 milljarðar fyrir innan við 10 manns, geri aðrir betur, þetta kallast sko efficiency á útlendri tungu og táknar skilvirkni í stjórnsýslu.  Hlutfallið 300 milljarðar á innan við tíu er  miklu skilvirkara en 200 milljarðar á 40.000, sjá það allir sanngjarnir menn.

 

Og hvað getur maður sagt eftir að hafa hlustað á útskýringar Jóhönnu???

Pass?????

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gæti ekki einu sinni meldað,þótt væri makker hennar, Jóhanna er með tapað spil. Hvnær sjáum við ljósið.?

Helga Kristjánsdóttir, 29.2.2012 kl. 12:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað get ég sagt??

Pass?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 12:47

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eigið-fé [CRED] er skuldir framtíðar í reiðufé það er skuldir umfram skuldir síðast árs.  Á móti erlendis eiga að vera tekjur framtíðar í jafn öruggu  reiðufé [DEB].  Ekki eins og hér síðan níunanda ártugunum, rekstrar fasteignir og tæki sem ekki er hægt að selja til borga greiðslu í reiðfé framtíðar nema segja upp stafrsfílki til dæmis eða fara á hausinn. Slíkar eignir eru bókaðar  á markaðsverði 0 [ekki til sölu]  í efnahagsreiknum  erlendis. Kallast þrautavarsjóðir; skuldlausar og óveðsettar því hreinar eignir lögaðilins. Eigið-fé er framtíðar hreinar eignir lándrottna lögaðilans.

Útendingar gátu ekki fram til 2000 ímyndað sér lög sem fela í sér að falsa eigið-fé utan erlendis og gera lögaðila óstönduga [skuldaþræla] til framtíðar. Lög sem verðtryggja óbeint langtíma hámarks á vöxtum í skammtíma neyslu Kauphöllum. 
Heiilveðlukuldir erlendis er 30 ár og slíkar langtíma skuldir eru til langtímaverðtyginga erlendis settir upp í veðsanfa fylkjum án raunvaxta þegar fylkin er þroskuð.

Aldrei fjármögnuð með skammtíma áhættu vöxtum í kauphöllum, þar sem almennir launþegar í heiminum hafa ekki allmennt hingað til kaup til geta stunda beint eða óbeint áhættu brask í Kauphöllum.  


Hversvegna er Ísland með lög sem ekki eru í öðrum ríkjum. Hversvegna er heimil hér markaðsvædd  almennt í kauphöllum eða látin borga milliða kostnað við óþarfa endurfjármögnun Íbúðalánsjóðs. Fylki sem lána til 30 ár eru þroskuð á 30 árum og fjármagna sig sjálf, skila innborgum á raunvirði [án raunvaxta og alls ekki ávöxtun] sem far beint í útborganir jafn margar 30 ára veðskulda. Innborganir í fylkin kallast útborgunarbyndiskylda sjálfbæra [þoskaðara] verðtygginga fylkja. Eigið-fé skuld framtíðar slíks fylkis er þetta innstreymi til viðhalda fjölda skráða eigenda veða. 3,33% af heildfjöld skráð eigenda í fylki. Ef fyrst útgáfa eru eigendur er framtíðar útgáfur alltaf 3 til 4.

Bankar stofna svo ný og ný fylki á góðærum og halda aðskildum í bókhaldi.   Fyrsta eða stofn útgáfa ber 1,99% raunvexti. Sem greiðast til baka á þrosferli 30 ára. Þá er ekkert reiðufé bundið nema úborgunarbindiskyldan. 

Hvers vegna þekkja Íslendingar ekki elsta örugga verðtyggingarformið í borgum erlendis?

Júlíus Björnsson, 29.2.2012 kl. 12:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú er stórt spurt Júlíus, takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 49
  • Sl. sólarhring: 774
  • Sl. viku: 5588
  • Frá upphafi: 1400345

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 4802
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband