28.2.2012 | 15:54
Vanvitið.
Skósveinar fjármálamafíunnar tala mikið um óvissu þessa dagana vegna dóms Hæstaréttar í vaxtaþjófnaðinum mikla.
Þeir þykjast ekki skilja dóminn, líkt og þeir þóttust ekki skilja skýr ákvæði stjórnarskráarinnar sem bannar þjófnað.
Og þar sem fjármálamafían á og rekur alla fjölmiðla landsins fyrir utan Morgunblaðið þá snýst öll opinber umræða um þessa óvissu eins og þjóðin sé samsett af illa gefnu ólæsu fólki.
En auðvitað er engin óvissa í dómi Hæstaréttar, það er bannað að stela, eina óvissan er um hvor færði þessi sannindi fyrst í letur, Hammúrabí eða Jahve.
En meira hrjáir skósveinana.
Í kjölfar dóms Hæstaréttar vaknaði á ný réttlát krafa almennings um leiðréttingu forsendubrests verðtryggingarinnar og hana vilja þeir kæfa með öllum ráðum.
Í krafti fjölmiðlaveldi síns draga þeir hálfvita ICEsave umræðunnar á flot og fá þá til að ljúga enn einu sinni og blekkja í þágu auðs og þjófa.
Gegn ICEsave þjófunum stóð þjóðin samhent og lét ekki hálvitana blekkja sig. Það var sama hvað Ruv vitnaði oft í Seðlabankann eða hagfræðiprófessora Háskólanna, almenningur svaraði jafnharðan fyrir sig i Netheimum eða í blaðagreinum og úrslitin urðu 98-2 fyrir þjóðinni.
En núna virðist vanvitið ná að trufla þjóðina, það er eins og blekkingar vanvitanna hafi áhrif.
Það er eins og að þjóðin hafi gleymt því að þessir menn sáu ekkert athugavert við skuldaútrásina, að þeir voru á fullum launum við að kæfa gagnrýnisraddir og náðu því að hindra nauðsynlegar gagnaðgerðir á meðan hægt var að ná stjórn á ástandinu.
Það er eins og þjóðin hafi gleymt því að þessir menn dásömuðu samninginn við AGS sem var bein ávísun á gjaldþrot þjóðarinnar ef hann hefði gengið eftir (sem hann gerði ekki vegna ICEsave andstöðunnar).
Það er eins og að þjóðin hafi gleymt því að þessir menn töldu það forsendu endurreisnar að greiða bretum og Hollendingum ICEsave fjárkúgun þeirra uppá 507 milljarða í beinhörðum gjaldeyri.
Það er eins og að þjóðin hafi gleymt að þessir menn hafi ítrekað haft rangt fyrir sér í grundvallaratriðum og allar hraksprár þeirra hvort sem það var vegna ICEsave eða leiðréttingarinnar á gengislánunum, hafa ekki gengið eftir.
Af hverju er þeim trúað núna???
Af hverju fá þessir menn enn einn sénsinn á að bulla og ljúga í þágu þjófa og ræningja???
Núna þegar þeir hafa aldrei haft eins rangt fyrir sér???
Hvað veldur???
Vanvit????
Kveðja að austan.
Dómur veldur óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 658
- Sl. sólarhring: 748
- Sl. viku: 6242
- Frá upphafi: 1400181
Annað
- Innlit í dag: 600
- Innlit sl. viku: 5364
- Gestir í dag: 571
- IP-tölur í dag: 559
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.