28.2.2012 | 14:07
Menn eiga að láta bloggið um slúðrið.
En það vita það allir að Ragnar Árnason var háskólakennari á lúsarlaunum, líklegast af hugsjón, gekk um í slitnum flauelsjakka og keyrði um á druslu.
Alveg þar til að hann tók kvótakerfið upp á arma sína.
En að bendla LÍÚ við Armani jakkafötin og lúxuskerruna, það er rógur.
Kveðja að austan.
Stefnir Þór Saari fyrir meiðyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 465
- Sl. sólarhring: 710
- Sl. viku: 6049
- Frá upphafi: 1399988
Annað
- Innlit í dag: 421
- Innlit sl. viku: 5185
- Gestir í dag: 406
- IP-tölur í dag: 401
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf svipað bullið hér. Ragnar er einn af alklárustu hagfræðingum landsins og þó víðar væri leitað. Það yrði forvitnilegt samtal að láta Ragnar og Þór Saari leiða saman hesta sína :)
Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 14:45
Og hvar er bullið??
Slitni brúni flauelsjakkinn, druslan sem ég reyndar man ekki af hvaða tegund eða núverandi lífsstíll Ragnars???
Ekki hafa laun prófessora hækkað að raungildi svo neinu nemur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2012 kl. 14:55
Ég hef grunað Ragnar um græsku lengi. Tek samt fram að ég hef engar haldbærar sannanir aðrar en hans málflutning.
Benni (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 15:04
Sannleikanum verðu hver sárreiðastur þþað sannast á Ragnari
Þorvaldur Guðmundsson, 28.2.2012 kl. 15:12
Benni, þó ég eigi ekki samleið með Fridman að neinu leiti þá fær ekkert því breytt að maðurinn var bráðskýr greinandi og átti auðvelt með að segja margt í fáum orðum
"There ain't no such thing as a free lunch" er frasi sem segir allt sem segja þarf, líka um hagsmuni þeirra sem halda fram málstað braskara og stóreignamanna. Þeir geta alveg haft rétt fyrir sér, svona fræðilega en það er algjört aukaatriði.
Aðalatriðið er að fá þá niðurstöðu sem þeim er borgað fyrir.
Það er aðeins tilviljun að þetta tvennt fari saman.
Og til að tryggja fræðilegt yfirvarp þá er borgunin sjaldnast bein, milliliðir eins og í tilviki íslensku kvótaprófessorana er Hagfræðistofnun Háskólans, taka við greiðslum, ríflegum greiðslum. Og fyrir skrýtna tilviljun eru hinir þóknanlegu látnir vinna verkin.
Síðan eru það vel borgaðir fyrirlestrar, klapp á bakið, fá að borða (frítt) með elítunni og svo framvegis.
Hinir sem segja bara satt og rétt frá, þeir eru ennþá í slitnum flauelsjökkum og ferðast um á reiðhjólum.
Svoleiðis eintak var í Silfrinu nýlega, magnað viðtal við ástralskan prófessor sem átti ekki Armani, en æru.
Og það þarf ekki að taka það fram að hann er á móti Friedman og Armani skósveinum hans.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2012 kl. 15:20
Ómar. Brandararnir bjarga manni á döprum tímum. Þeir afhjúpa sig sjálfir, þessir hvítflibba-fjárkúgarar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.2.2012 kl. 15:27
Kúl pistill Ómar.
Talsverður slatti af háskólapútum ríða nú á grand-röftum hin síðari árin.
Lásu þeir Þórólfur Matthíasson og Ragnar Árnason ekki Rannsóknarskýrsluna?
Með svalri kveðju að sunnan.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 16:42
Þið sáuð væntanlega proffana í myndinni "Inside job". Það var í Ameríku. Við búum í litlu Ameríku. Þórólfur á örugglega eftir að eignast Armani og jafnvel Porche fljótlega.
Benni (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 18:04
Ekki málið að vera kúl Pétur, en ekki stefnan nema þá í hjáverkum. Enturnar eru mínar fyrirmyndir. Miklu meiri áskorun að fá fólk til að lesa langlokur hlaðnar sérvisku í stíl og framsetningu.
En lesa þessir hagfræðingar nokkuð???, mega þeir nokkuð vera að því í brauðstriti sínu????
Takk fyrir innlitið Anna, andskotunum skal seint takast að ræna okkur húmornum þó þeir séu langt komnir með að stela öllu öðru.
Benni, nenni ekki svoleiðis glápi, horfi eiginlega bara á teiknimyndir ásamt klassík eins og Naked Gun og James Bond. Lethal Weapon og Die Hard er næst á dagsskrá þegar mamman er einhvers staðar víðsfjarri.
Svo held ég að Þórólfur eigi Armani, en hann tími ekki að nota þau.
En þetta er kannski rógur???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 00:36
Hvað borgar LÍÚ mikið árlega til Háskólans fyrir prófessorsstöðuna þar?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 01:36
Þegar þórólfur er kominn í Armanijakkafötin sín, getur hann hróðugur sagt; þessar hagfræðikenningar mínar eru að svínvirka.
Benni (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.