Hefði Ögmundur verið dreginn fyrir dóm ef mannslíf hefðu tapast???

 

Hvenær hættir ráðherra að vera afglapi án ábyrgðar????

Hvenær þarf ráðherra að axla ábyrgð gjörða sinna???

 

Vissulega finnst mörgum hvasst spurt, að það sé verið að persónugera málið.  Varla ber ráðherra ábyrgð á að fólki fari stórhættulega fjallvegi við erfið veðurskilyrði.  

Og vissulega er það rétt, vegakerfi okkar var hannað fyrir þjóðfélag hins liðna þegar fólk átti heima í sinni byggð, sinnti börnum og búi og fiski og var ekki að flandrast neitt að óþörfu á milli byggða á vetrarlagi.  Þegar ég var krakki þá fóru menn aðeins yfir Oddskarðið að vetrarlagi vegna ferminga eða jarðarfara, ef það var fært.  Vissulega þurfti fólk að skreppa suður endur og eins en þá var flogið á Norðfjörð líkt og marga aðra staði á landsbyggðinni.  Dugði heimaflugið ekki til, þá var snjóbíll notaður til að ferja fólk yfir skarðið.

Í óveður og illvirði var ekki farið á rútum eða fólksbílum, slíkt var aðeins gert á velútbúnum farartækjum undir stjórn kunnáttumanna.

Fólk lagði sig ekki í lífshættu við að fara á milli staða.  Samgöngurnar miðust aðeins við sumar og haust þegar ekki var snjór í fjöllum.

 

Og þessar samgöngur hafa ekkert breyst nema að núna er tíðin skárri, það snjóar minna, og vegagerðin uppgötvaði einhvern tímann seint á síðustu öld að til væru tæki sem ruddu snjó.

En vegurinn er sá sami, hættan er sú sama.

 

Af hverju eru þá menn að ferðast á milli staða á vetrarlagi???

Jú, þjóðfélagið hefur breyst, í dag lifum við á 21. öldinni, vissulega hugsa menn ennþá um börn og bú en lífið er ekki lengur fiskur innan einangraða fjalla.  Atvinnulífið er samtvinnað milli byggða, og nútíma markaður krefst þess að fá sínar vörur hratt og vel.  Þess vegna er þessi hættulegi fjallvegur orðinn umferðaræð sem tengir saman byggðir í daglegu lífi, börn fara í skóla milli byggða, fiskur er fluttur daglega á milli í eina stóra útflutningshöfn á Eskifirði, stjórnsýslan er sameiginleg fyrir byggðalögin í Fjarðabyggð og það er komið álver á Reyðarfirði, álver sem malar samfélaginu gull, það er ef einhver mætir í vinnu.

Og þetta þjóðfélag 21. aldarinnar er knúið að nota samgöngumannvirki hins liðna tíma.   

 

Vissulega bera menn ábyrgð að ferðast í víðsjárverðum veðrum en hver er valkosturinn???

Að hverfa aftur til hins liðna, að loka álverum og skólum, að afsameina sveitarfélög, að hætta byggja upp miðstöðvar sem fólk úr mörgum byggðum sameinast um???

Er þetta raunhæfur valkostur, að afnútímavæða samfélagið???

Já, segir afglapinn í ráðherrastól sem hefur þann stærsta metnað að hafa mannslíf á samviskunni því það er aðeins spurning um tíma hvenær rútur fjúka út af svo mannsskaði hljótist af.

 

En af hverju fá afglapar að ráða???

Af hverju geta þeir ráðskast eftir geðþótta sínum þannig að mannslífum sé stefnt í voða????

Af hverju geta þeir vanvirt fyrri samgönguáætlanir sem sátt hefur náðst um, vegna geðþótta sína um að reisa hafnir á sandi fyrir opnu hafi á einu mesta veðravíti jarðar eða vegna atkvæðaveiða eins og ákvörðun um Vaðlaheiðargöng er.

Hvernig þjóðfélag er það sem lætur slíkt viðgangast???

Að þurfi mannskaða til að taka ráðin af afglöpum þessa heims.

 

Munum að það tók aðeins 4 ár að grafa um 70 kílómetra af jarðgöngum vegna Kárahnjúka, og það að hluta til í bergi sem hentaði mjög illa til slíkra framkvæmda.  Nauðsynleg jarðgöng til að koma Íslandi inní 21. öldina í samgöngumálum eru langtum innan við þann kílómetrafjölda.  Jarðgangnagerð er því aðeins spurning um vilja, ekki getu.

Munum að jarðgöng borga sig sjálf með þeirri grósku og lífi sem þau skapa í atvinnu og mannlífi á landsbyggðinni.

Munum að það var hagkerfið í Reykjavík sem hrundi haustið 2008, og það var styrkurinn á landsbyggðinni sem bjargaði þjóðinni.  Fiskurinn, álið, ferðamennirnir, ekki innflutningurinn eða pappírsviðskipti.

Munum að þegar tæki og tól liggja ónotuð og fólk gengur um atvinnulaust, að þá er andstaðan við samgöngubætur að rót heimsku þeirra pólitísku trúarbragða sem hafa rúið þjóðfélög Vesturlanda inn að skinni.  Trúarbrögð sem hækka vexti til að fita vasa fjármagnseiganda en láta nauðsynlegar framkvæmdir sitja á hakanum. 

Trúarbrögð sem halda að maðurinn lifi á gulli en ekki brauði.

 

Vissulega berum við á landsbyggðinni ábyrgð á að nota þessa vegi sem Reykjavíkurvaldið skammtar okkur.  

Við getum hætt að nota þá og stöðvað þar með útflutningshagkerfið.  Við lifum það af, hjá okkur er maturinn og orkan.  En Reykjavík héldi ekki út einn mánuð.

En við þurfum ekki að grípa til slíkra neyðaraðgerða.

Við getum líka sagt hingað og ekki lengra, annað hvort erum við ein þjóð í einu landi, eða tvær.

Og þá, far vel frans.  Við getum alveg lifað ágætu lífi án ykkar.

 

Eða við getum haldið áfram að nota vegina eins og þeir eru að boði afglapa.

Völin og kvölin er okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Orð að sönnu. Samgöngur eru undirstaða byggðar í landinu. Tvö ríkustu lönd heims lögðu alla áherslu á vegakerfið. Arangurinn lét ekki á sér standa.

Björn Emilsson, 28.2.2012 kl. 12:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Björn, hinn undirliggjandi þáttur undir efnahagslegum styrk Þjóðverja og Bandaríkjamanna er fjárfesting i samgöngum, áður, en ekki á eftir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2012 kl. 13:21

3 identicon

Stundum er betra að fara rétt með. Vaðlaheiðagöng taka ekki peninga úr samgönguáætlun því við fyrir norðan erum tilbúinn að borga fyrir gönginn með veggjaldi. En ég tek hér setningu úr pistli þínum "Munum að jarðgöng borga sig sjálf með þeirri grósku og lífi sem þau skapa í atvinnu og mannlífi á landsbyggðinni." En líklega ekki fyrir norðan. Því það henntar þér ekki. Svo fyndist mér meiri þörf á jarðgöngum til Seyðisfjarðar.

ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 19:54

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Trúirðu þessu sjálfur nafni??'

Ég hélt að menn þyrftu að fá borgað til að halda þessari bábilju fram.

Annars skaltu kynna þér forsendur málsin áður en þú geysist fram á völlinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband