28.2.2012 | 08:34
Birtan í samfélaginu er svo víða.
Hafi Morgunblaðið þökk fyrir að draga upp mynd af einni slíkri í þessari vandaðri frétt um starfsemi Konukots.
Starfsemi sem byggist á fórfúsu starfi sjálfboðaliða sem þiggja í laun ánægju og gleði þess að hafa hjálpað sínum veikari systrum.
Hversdagshetjan sem skín eins og fegursta sóley á fjallstindi og bregður birtu á umhverfi sitt.
Þetta er fólkið sem varði íslenskt samfélag eftir Hrun.
Á móti höfum við Riddara heimskunnar sem skeiða fram í blóðvelli fjölmiðlanna og reyna að vega hversdagshetjurnar sem láta sig hag heimilanna varða. Af þeim er engin birta, aðeins drungi og ólykt. Þiggjandi laun af samfélagi sínu, notandi krafta sína til að verja ill verk, þjófnað og rán, hvort sem það er fjárkúgunin kennd við ICEsave eða ránið á eignum landsmanna kennd við verðtryggingu.
Blekkja, bulla en fyrst og síðast vanvita alla þekkingu og fræði fyrir örfáa silfurdali.
Þessa riddara á að vega, útrýma úr íslenskri umræðu.
Menn eiga ekki að komast upp með að nota heimskuna sem vopn gegn mannúð og mennsku, gegn birtu og yl.
Það verða alltaf til venjulega konur með öðruvísi vanda. Óvinurinn, víman er illvígur andskoti sem heimta alltaf sinn toll.
En við eigum ekki að láta mannanna verk fjölga þeim konum, að örvinglan vegna skuldaofsókna hreki fólk út á endamörk mannlegra tilveru, að eiga hvergi heima og eina birtan sé villuljós vímunnar.
Við eigum að stöðva ómennin sem hrekja mæður og börn á vergang, í eitt skipti fyrir allt.
Það er stríð, stríð hér á Íslandi, stríð út um allan heim.
Stríð fyrir tilveru mannsins, að hinn venjulegi maður fái lifað mannsæmandi lífi í heimi þar sem ekki er skortur á gæðum ef réttlæti og jöfnuður eru höfð að leiðarljósi viðp skiptingu þeirra.
Á Íslandi vantar ekki húsnæði, á Íslandi vantar ekki mat.
Samt sveltur fólk á Íslandi, samt er fólk hrakið á vergang á Íslandi.
Á Íslandi, sjálfu landi alsnægtanna.
Það er mál að linni.
Tendrum ljós á Íslandi svo það skíni inní öll skúmaskot valdhrokans og níðingsháttarins.
Tendrum ljós á Austurvelli svo skuggabaldar auðránsins fái ekki þrifist í þingsölum.
Tendrum ljós meðal þjóðarinnar svo hún rétti úr sér og beri höfuð hátt út í hinn stóra heim.
Og segjum; Á Íslandi er enginn borinn út, á Íslandi fá allir nóg að borða, á Íslandi eru allir frjálsir úr skuldaánauð.
Og tendrum þannig ljós fyrir heimbyggðina alla.
Von um betri heim mun dafna í því ljósi.
Kveðja að austan.
Venjulegar konur með öðruvísi vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 767
- Sl. sólarhring: 770
- Sl. viku: 6351
- Frá upphafi: 1400290
Annað
- Innlit í dag: 693
- Innlit sl. viku: 5457
- Gestir í dag: 658
- IP-tölur í dag: 640
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.