20.2.2012 | 12:16
Illugi áttar sig ekki á kjarna málsins.
Rændur maður sættir sig ekki við ránið, þó hann geti klofið kostnaðinn við það.
Mannanna verk, verðtryggingin, rændi fólk og fólk vill fá það til baka.
Fólk sættir sig ekki við að eignarhlutur þessi í húsnæði sínu sé þurrkaður upp á sama tíma og gerendur Hrunsins fái allt sitt afskrifað.
Verðtryggingin var ekki hönnuð til að örfáir auðmenn gætu gert atlögu að krónunni svo að almenningur bæri tjónið af viðskiptabralli þeirra.
Menn sem skilja ekki forsendubrest verðtryggingarinnar og hvað hann hefur klofið þjóðina í herðar niður, þeir eiga ekki erindi í stjórnmál.
Ekki frekar en brennuvargur á heima í slökkviliði.
Og í guðanna bænum hættið að nota meintan stuðning við hina verst stöddu sem afsökun þess að hinir ríku fengu allt sitt afskrifað. Þið meinið ekkert með því, ef svo væri þá væri fyrir löngu búið að stöðva Útburðinn.
Bara afskriftarnar sem kvótakongurinn sem keypti hús Hannesar Smára, fékk hefðu farið langt með að stöðva Útburð einstæðra mæðra.
Annað hvort leggja menn til að Hrunið sé gert upp á eins heiðarlegan hátt og unnt er þannig að glæpaverk auðklíku bitni ekki á þjóðinni. Auðklíku sem starfaði í skjóli Illuga og félaga eða menn þegja.
Tími orðagjálfursins er liðinn.
Tími borgarstyrjaldarinnar er nærri en menn grunar því verðbólgan er aftur að koma þúsundum í skít verðtryggingarinnar.
Og tíminn til að hindra þau bræðravíg er að renna út.
Beri Sjálfstæðisflokknum ekki gæfu til að fylkja sér um rótttækar tillögur Kristjáns Þórs Júlíussonar sem í grunninn eru þær sömu og Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til, þá er ljóst að hann mun ekkert hafa að segja um þróun mála. Og það sem meira er, hann mun verða skotmarkið þegar uppúr sýður.
Og það er ótrúleg dauðahvöt að sjá það ekki.
Fáir eiga nefnilega eins mikið undir að Hrunið sé gert upp á heiðarlegan hátt og Sjálstæðismenn.
Og það er tími til kominn að þeir kveiki á perunni og átti sig á kjarnanum.
Rænd þjóð vill ekki ölmusu, hún vill réttlæti.
Kveðja að austan.
Illugi Gunnarsson: Skuldir heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott grein hjá þér, Ómar. Og nú segi ég:
Með kveðju að sunnan!
Marinó G. Njálsson, 20.2.2012 kl. 12:30
Ekki fyrsta skiptið sem þú minnir á þig svo eftir verði tekið.
Tek undir þetta allt og hafðu bestu þakkir fyrir.
Árni Gunnarsson, 20.2.2012 kl. 12:55
Takk fyrir Ómar
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2012 kl. 13:25
Frábær pistill.
Sigurður R. þórarinsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 13:33
Setti þetta á Feisbókina:
Ómar Geirsson: Rænd þjóð vill ekki ölmusu, hún vill réttlæti.
Og svo í sambandi við myndina af þér áttu þessa stráka?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2012 kl. 13:58
"eina varanlega lausnin felst í því að tekjur hækki, atvinnuleysið minnki og fasteignamarkaðurinn taki við sér"
Bara smá pæling um fasteignamarkaðinn, ég hef þá tilfinningu aðfasteignamarkaðurinn geti hökt eitthvað áfram meðan þeir sem eiga loft geta skipst á því sín á milli. Ég sé hins vegar ekki hvernig nýtt fólk (sem á ekkert loft) á að komast inn á markaðinn þar sem smáhola í dag kostar a.m.k. 15 millur.
Ég get ekki séð annað en það verði að tappa loftinu af kerfinu... en þið?
Haraldur Rafn Ingvason, 20.2.2012 kl. 14:16
Dæmigert viðhorf er líkt og það sem vitnað er í á forsíðu Mbl í dag: "Bankastjóri Landsbankans segir mikilvægast að hjálpa þeim sem verst standi."
Þessi orð líta fallega út á prenti, en svo þegar að manni laumast rætnar hugsanir - svo sem eins og að sumum þyki mikilvægast að bjarga undirmálslánum bankanna, þá bliknar örlítið hin meinta velvild.
Minnir óneitanlega á aðferðafræðina við grísku björgunina.
Kolbrún Hilmars, 20.2.2012 kl. 15:41
Sæll.
Illugi ásamt Bjarna Ben voru að daðra við evruna og ESB fyrir ekki svo mörgum árum, tíminn og reynslan hefur sýnt það sem margir vissu: Við höfum ekkert þangað að gera. Ég ber ekkert traust til Illuga og finnst merkilegt að maður sem á að heita menntaður í hagfræði skuli vita jafn lítið um efnahagsmál og Illugi. Hvað er hann að gera á þingi?
Fasteignamarkaðurinn tekur ekki við sér nema lánastofnanir séu skyldaðar til að setja allar eignir sem þær hafa leyst til sín á markað. Þá mun verð lækka og markaðurinn taka við sér. Þegar verð lækkar kemur í ljós að margir sitja í yfirveðsettum eignum og slíkt mun þvinga lánastofnanir til að annað hvort leysa eignirnar til sín og setja á markað aftur eða afskrifa. Í dag er verðmyndun ekki eðlileg vegna þess að lánastofnunum líðst að halda eignum af markaðinum til að halda verði háu svo bókhaldið líti nú vel út. Markaðurinn fær ekki að ákveða fasteignaverð í dag og allur almenningur líður fyrir það og þarf að borga að of háum lánum vegna þess og skilningsleysis stjórnmálamanna. Lánastofnanir verða líka að bera ábyrgð á sínum útlánum en hingað til hafa þær sloppið við það öfugt við almenning sem er látinn bera ábyrgð á sínum lánum þangað til ekkert er eftir.
Einnig verður að gera almenningi unnt að skila lánastofnun sinni lyklunum að fasteign sinni og vera þar með laus allra mála. Þetta myndi vera mikil réttarbót fyrir almenning og þvinga lánastofnanir til að fara varlega.
Með þessari leið, markaðsleið, mun fasteignaverð lækka sem og afborganir fólks af lánum sem eru alltof háar. Ráðstöfunartekjur fólks munu hækka. Þessi leið mun einnig leiðrétta hag allra en ekki bara sumra eins og gert er í gegnum umboðsmann skuldara. Mér finnst með öllu óásættanlegt að hjálpa bara sumum en ekki öllum. Af hverju er ekkert gert fyrir þá sem leggja mikið á sig til þess að standa í skilum? Af hverju má ekki ráðast í almennar aðgerðir og hjálpa öllum?
Skattalækkanir myndu einnig hjálpa öllum (auka tekjur heimila) og eru í raun það sem hið opinbera þarf að gera til að koma atvinnusköpun af stað og leiðrétta hag almennings. Það verður þó aldrei gert vegna þess að á alþingi sitja nánast bara sósíalistar :-(
@HRI: Þessi leið sem ég nefni tappar lofti af kerfinu, loftið eru of há lán. Fasteignaverð hækkaði óeðlilega mikið hérlendis og annars staðar vegna of mikils framboðs lánsfjár en slíkt bjó til þessa bólu sem við nú súpum seiðið af. Lítil íbúð eins og þú nefnir er orðin óeðlilega dýr og mjög erfitt fyrir fólk að kaupa sína fyrstu eign. Leiðin sem ég lýsti að ofan mun virka. Hún mun lækka skuldir almennings, gera þær þar með viðráðanlegri, og hún mun lækka leiguverð með augljósum kostum þess. Það besta við þessa leið er auðvitað að stjórnmálamenn koma nánast ekkert við sögu heldur er markaðurinn látinn um hlutina. Kannski þess vegna vilja stjórnmálamenn ekki fara svona að?
Helgi (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 16:09
Þeir sem fylgst hafa lengi með skrifum Ómars Geirssonar vita að þar fer sannur baráttumaður fyrir réttlæti og sanngirni til heilla fyrir land og þjóð, með það að leiðarljós, að jafnt skuli yfir alla ganga, svo við eigi slítum friðinn;
Hvorki meira ... né minna:
Rænd þjóð vill ekki ölmusu, hún vill réttlæti.
Takk enn og aftur fyrir þína einörðu og heiðarlegu baráttu til réttlætis og sanngirni Ómar Geirsson.
Með kveðju að sunnan.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 16:33
Já,ég veit Pétur ,alltaf sannur.
Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2012 kl. 17:59
J, svo sannrlega vitum við það Helga og við erum fjölmörg sem hrífumst af óbugandi baráttuanda Ómars.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 18:37
Við höfum verið að átta okkur á að við höfum ekki skilið fjármálakerfið.
Við höfum lesið okkur til á netinu og reynt að læra um fjármálakerfið.
Hér er aðeins reynt að skíra fjármálin.
http://www.herad.is/y04/1/2011-11-14-flettan.htm
http://www.herad.is/y04/1/2012-01-25-fjarmal.htm
http://www.herad.is/y04/1/2012-01-31-baklandid.htm
http://www.herad.is/y04/1/2012-02-11-2127-gaman.htm
http://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/entry/1223839/
http://www.herad.is/y04/1/
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 18:46
CPI neytenda verðvísir í USA er dæmi um löglegan fjámála verðtryggingar mæli , ef logið væri að Íslensk neysluvístala væri löglegur CPI til jafnvirðimælinga erlendis væri það gæpur.
Þeir sem gefa sér að svo kölluð götuð vertygging á Íslandi sé rétt, segja þá að allt sé lögleysa utan Íslands.
Ég tel flest á þingi unga í hugsun eins og þeir telja þjóðina vera. Góð Íslensk er hinvegar ekki ný-yrða málið í dag, og hér voru lög sett strax um landnám: þá lög og rök þýtti nánsta það sama. Við erum orðin sem við skiljum en ekki þau sem skiljum ekki. Ungaþjóðin er ekki í réttum hlutverkum hér. Greind er mæld í ára fjölda. Greind er að efast.
Ég skil að fjármálkerfið hér er illa grundað og ekki skilgreint að hætti rökgreindra og ber heimskum höfunda vitni.
Rök: ef öll meirihátta ríki síðustu öld , byggja á sama laga [bókhaldslaga] og fjármálagrunni grunni, og grunnu hér er annarr, þá skýrir það vel að tossar geti sætt sig við hann. Þeir skila ekki neitt yfirleitt.
Júlíus Björnsson, 20.2.2012 kl. 22:34
KÞJ, bar af.
Júlíus Björnsson, 20.2.2012 kl. 22:35
Góð orð og í tíma töluð.
Sérstaklega orð og áskorun þína til komandi ráðamanna hér á landi.
Enginn vitiborinn maður vill láta réttláta reiði bitna á sér.
Eggert Guðmundsson, 20.2.2012 kl. 23:08
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Það er ekki oft sem ég roðna en það lá við í kvöld þegar ég kíkti hér upp í tölvu. Einhvern veginn liggur sverðaskakið betur við mér en jákvæð orð hlýja vissulega hjartarætur. Takk fyrir það.
Ég biðst afsökunar að hafa ekki mætt fyrr. Minni lausi tími fór að pára frá mér þessum loka eitthvað í bili sem á að standa á meðan bloggið sefur.
Kemur til að góðu því kona mín er 45 ára á morgun og við fjölskyldan ætlum að nýta vetrarfríið til að halda á vit hinna austfirsku Kanaríeyja fátæka mannsins. Verkalýðsbústað með heitum potti út í skógi uppá héraði. Þar sem er alltaf sól, og ekki logn.
Og hvað er betri góð byrjun á góðu fríi en einn langloki í lokin að hætti húsins. Brasaður handa öllum þeim sem vita ekki hvað þeir eiga að gera við tíma sinn í augnablikinu. Eða nenna ekki að fara að ryksuga eða eitthvað.
Takk fyrir mig í bili, byltingin kemur einhvern veginn, einhvern tímann einhvers staðar. Og vonandi nýtur einhver góðs af henni. Og ekki verði alltof margir gálgar reistir. Þeir eyðileggja svo útsýnið og þeim fylgir nálykt, var alla vega sagt i gamla daga.
Munum samt að vopnaskakið lætur valdaelítuna pissa á sig af hræðslu.
Nýtum okkur það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2012 kl. 23:53
Jakobína.
Þetta eru strákarnir mínir, Ragnar Þórólfur og Geir Sigurbjörn. Verða 8 ára í sumar. Annar heitir eftir ömmu sinni og langafa, hinn eftir afa sínum og langömmu.
Miklir United menn og ætla að taka þátt í HM þegar þeir fá aldur til. Þeir halda pabba gamla í formi, engin miskunn að mæta með þeim á völlinn þegar báðir fætur virka.
Og skipunin er að léttast um x kíló fyrir vorið svo ég geti tekið sprettæfingar með þeim. Þeir ætla sér að vinna Hérana í sumar. Og til þess þarf að skora mörk með hraðanum.
Meint elli er engin afsökun í þeirra eyrum.
Og fyrst að þeir ætla að sigra heiminn, líkt og svo ótal drengir og stúlkur þessa lands, þá ættum við foreldrarnir að gera þeim það kleyft með því að sigra illskuöflin sem öllu lífi ógna.
Það er engin afsökun að bera fyrir sig meint getuleysi.
Þeir sem ráða eru bara venjulegt fólk eins og við, nema bara miklu færri.
Og draumar barnanna eru í húfi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2012 kl. 00:09
Það er alveg frábært að það skulu vera til svona góðir pennar eins og þú Ómar. Þið eigið margt sameiginlegt þú og Marinó, í fyrstu færslu hér, og reyndar fleiri, hvað þið eruð hörkuduglegir að koma ykkar skoðunum á skrif og það á íslensku mannamáli. Þetta er það sem almennigur á Íslandi vill heyra, en ekki eins og margir aumingar þessa lands sem tala með fagurgala og orðskrúð til þess eins að reyna fegra sjálfan sig þrátt fyrir að ljótleikinn skíni í gegn. Svona svipað og með nýju fötin keisarans. Á vel við þessa ríkistjórn og flesta á þingi. Takk fyrir mig og mundu að stundum er penninn öflugasta vopnið.
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.2.2012 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.