20.2.2012 | 07:03
Leitandi þjófar.
Siðleysið slær ný met á Íslandi þegar dæmdir þjófar eru látnir ákveða hvað miklu af ránsfeng sínum þeir ætla að skila.
Það er ótrúlegt að fjölmiðlamenn, þó þeir séu í þjónustu auðmanna, skuli ekki spyrja þeirrar einu spurningu sem á að spyrja þjófana;
"Hvenær ætlið þið að axla ábyrgð".
Ábyrgðin felst í því að skila ránsfengnum til baka með vöxtum og vaxtavöxtum. Allt annað er viðbótar þjófnaður þjófa.
Ábyrgðin felst í að leita ekki lagaklækja til að losna við að skila hluta ránsfengsins.
Til dæmis er fáheyrt að sú röksemd skuli heyrast að aðeins þeir sem lentu ekki í vanskilum eigi að fá endurgreitt þjófnaðinn.
Af hverju halda fjölmiðlamenn, þú vitgrannir séu, að fólk hafi lent í vanskilum????
Fólk var rænt, það var rænt með hinum ólöglegum gengislánum og það var rænt með ólöglegri vaxtatöku. Það höfðu ekki allir fjármuni til að mæta ránskröfum þjófanna.
Það er kjarni málsins, bankarnir eiga engan rétt til að draga fórnarlömb sín í dilka.
Þeirra eini réttur er að skila því sem þeir stálu.
Og loks að axla hina endanlegu ábyrgð.
Að láta af störfum og gefa sig fram við ákæruvaldið.
Þjófnaður er aldrei án afleiðinga.
Kveðja að austan.
Menn eru bara leitandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 36
- Sl. sólarhring: 631
- Sl. viku: 5620
- Frá upphafi: 1399559
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 4793
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert auðvitað með þetta eins og vanalega Ómar.
Það er lyginni líkast að þetta lið, sem núna hefur verið nappað við tilraun til þess að stela því sem nemur einum fjárlögum íslenska ríkisins af almenningi og fyrirtækjum í landinu, sé ekki á bak við lás og slá. Af hverju er þingið ekki löngu búið að setja af stað rannsókna á tilurð þessarar lánastarfsemi? Er verið að hylma yfir með FME og SÍ? Hafa forsvarsmenn þeirra stofnanna einhvern tímann verið spurðir að því eiðsvarnir hvort þeir vissu alla tíð af ólögmæti þessa lánaforms?
Og ennþá er stór hluti þingmanna "clueless". Þeir tala um að nú þurfi að hjálpa þeim sem fóru varlega og tóku íslensk lán. Munurinn á verðtryggðum og gengistryggðum lánum er enginn. Bæði lánaformin skilja lántakendur eftir berskjaldaða fyrir lögbrotum eins og stöðutökum óprúttina aðila gegn gjaldmiðli landsins. En ég sá ekki betur en að Andrea næði að hræða líftóruna úr þingmönnum í Silfrinu í gær þegar hún sagði að HH færi núna á eftir verðtryggðu lánunum. Það er að mínu viti best að ná fram leiðréttingum á þeim lánum í gegnum dómsstóla. Þá losnar maður við að hlusta á sauðina tala um eignarrétt hitt og eignarrétt þetta.
Svo minni ég á að einn af núverandi þingmönnum sat í stjórn þess banka sem veitti það lán sem í síðustu viku var dæmt um í Hæstarétti. Ég ætla rétt að vona að sá maður sé meðal þeirra 600 sem HH hafa nú kært. Hann hefur viðurkennt að umræða um lögmæti þessara lána hafi farið fram í bankanum þegar lánin voru fyrst veitt. Hvar eru þau lögfræðiálit sem ákvörðun bankans um að byrja að veita þessi lán byggðu á?
Seiken (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 08:27
Blessaður Seiken.
Mér finnst nú ekki of margir vera með þetta. Einhvern veginn hefði ég haldið að menn sættu lagi og myndu í bókstaflegri merkingu hræða líftóruna úr bankaþjófunum.
En ég fæ ekki betur séð en þeir hafi strax frá fyrsta degi náð stjórn á umræðunni. Og þá með að beina henni að þeim sem stóðu í skilum. Þeir fái bætur en hinir ekki og í þakkarskyni eiga þeir að þegja. Og kóa með.
Það getur verið misskilningur hjá mér, viðurkenni að ég fylgist lítið með öðru en Mbl.is og Ruv en ég hef ekki heyrt umræðu um af hverju fólk lenti í vanskilum.
Reyndar finnst mér öll umræða hafa verið léleg ef frá er skilið stórgott Kastljós viðtal strax eftir dóminn við þá Sigurð ákæranda og Marínó hagsmunavörð.
Mér finnst Marínó einfaldlega bera af í þessari umræðu og þá fyrir víðsýni ofaná yfirburðarþekkingu. Verst að það skuli vanta allt drápseðli í hann. En þetta er ofboðslega lítið bakup sem menn eins og hann fá. Þess vegna getur valdamafían hundsað hann.
En þessi kæra frá HH, þó seint sé á ferðinni, er spor í rétt átt. Hinsvegar var eins og ekkert plan hafi verið tilbúið, ólíkt spunameistara Samfylkingarinnar, er dómur félli skuldurum í vil.
Að sjálfsögðu áttu samtökin að hafa tilbúið árásarplan og hóta öllum gerendum vaxtaþófnaðarins beinni ákæru frá tugum eða ekki hundruðum manna sem sannarlega voru rænd. Og aðeins skjót jákvæð viðbrögð án undanbragða átti að halda þeirri ákæru í skefjum.
Þannig hefðu þau náð stjórn á umræðunni því ég held innst inni séu blaðamenn ekki eins heimskir eins og umræða þeirra eftir vaxtadóminn gefur til kynna. Það vantar einfaldlega tötsið, kjarkinn til að segja satt.
Og tilfefnið því það er ekki hefð á Íslandi að blaðamenn móti umræðuna. Það er enginn Vilmundur á meðal vor og hefur ekki verið í áratugi.
Ég veit það ekki Seiken en ég vildi ekki eiga mitt réttlæti í skuldamálum undir Jóni Steinari, svo einfalt er það. Og það er flókið að skipta út valdastéttinni einn tveir og þrír. Fyrst þarf byltingu og svo framvegis og hún er ekki beint í farvatninu.
En dauðhrædd valdastétt gerir oft þarfa hluti. Því það eina sem þetta fólk virkilega óttast, og þá mun meir en skammir frá kostunaraðilum sínum, og það er að þurfa að leita sér að vinnu meðal venjulegs fólks.
Fólks sem það sveik og svívirti.
Á þann ótta á að spila.
En mjálm gerir það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2012 kl. 09:00
Já það fer um mann hrollur þegar maður hugsar til þess hversu tæpt meirihlutinn í Hæstarétti stendur.
En öll sératkvæði í Hæstarétti í gengistryggingarmálum verða að skoðast í því ljósi að þeirri spurningu hefur aldrei verið svarað hvort að SÍ leit á gengistryggingarsvikin sem tilraun til þess að bjarga bankakerfinu. Það var ljóst á árunum 2005-2006 að bankarnir yrðu í vandræðum með að skaffa þann gjaldeyri sem til þurfti til þess að standa í skilum á millibankamarkaði 2008.
Ef að það yrði niðurstaða rannsóknar á starfsemi SÍ að starfsmenn hans hafi tekið þátt í þessu þá yrði það þeim til bjargar í hugsanlegu sakamáli ef að Hæstiréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu að gengistrygging væri lögleg eða að hún hefði ekki valdið kröfuhöfum bankanna skaða.
Seiken (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 09:20
Já eins og ég segi Seiken þá er ég hallur undir túlkun Jóns Hreggviðssonar á réttlæti höfðingjanna.
Er því talsmaður kerfisbyltingar og ræ öllum árum að safna spjótum gegn valdastéttinni.
Sé alltaf fyrir mér "viltu í nefið vinur minn".
Ég vill einfaldlega þá réttarbót að fólk sé einfaldlega ekki borið út af heimilum sínum. Undanbragðarlaust án nokkurra refja. Heimilin er nefnilega sá griðarstaður sem börn eru alin upp. Þau eru hreiður okkar mannanna.
Og hver eyðileggur hreiður???
Jú, dómsstólar höfðingjanna.
Og því verður að linna.
Og sú réttarbót kemur í gegnum löggjafann, dómsstólar dæma hins vegar eftir gildandi lögum og andinn í þeim er frá dögum Rómverja.
Og þeirra tími er löngu liðinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2012 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.