Sorinn.

 

Óhæfuverk fremja sig ekki sjálf.

Og þó þau séu að skipan valdhafa þá er það samt manneskja sem sér um að fremja þau, manneskja sem þiggur laun frá valdhafanum fyrir að níðast á samborgara sínum.

Tilbrigði við þetta er fólk sem í nafni trúar eða hugsjónar telur sig knúið að meiða og myrða og þarf ekki borgun fyrir.  Þetta fólk er mjög gjarnt á að svíkja samborgar sína eins og kommúnistar Eystrasaltsríkjanna eða norsku kvislingarnir gerðu.

 

Þó það sé ekki fallegt að hafa það að atvinnu að vera vondur maður þá eru viss skiljanleg rök þar að baki eins og að á einhverju verða menn að lifa. 

Það er ekki fyrr en menn leggjast sérstaklega lágt eins og að pynta að gamni sínu eða skjóta á syrgjendur sem um viðkomandi megi segi að þeir séu sori í mannsmynd.

Mörgum þykir líka föðurlandssvikarar vera sori þó til dæmis megi réttlæta slíkt með sterkri trúarsannfæringu.  En þó viðurkenna norskir nasistar að innan þeirra raða hafi verið hreinir og klárir kvalsjúklingar sem sviku þjóð sína til að fá útrás fyrir hneigðir sínar en ekki vegna trúar á boðskap Hitlers.

Bæði heiðarlegir Norðmenn og heiðarlegir kvislingar telja slíka menn hreinan sora.

 

Íslenskir auðmenn komust ekki yfir ránsskap sinn nema með dyggri aðstoð samborgara sinna í röðum stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna og háskólamanna, já og svo líka launaðra starfsmanna sinna úr röðum endurskoðana, lögfræðinga og fleiri sem gáfu ránsskapnum faglegt yfirbragð.

Íslensk auðstétt er ennþá að og hjálparkokkarnir um margt þeir sömu.

En hvað sem sagt verður þá finnst mér sumir leggjast lægra en aðrir.  

Þeir eru hinn íslenski sori.

 

Ég get viðurkennt að menn þurfa að vinna á Fréttablaðinu og að menn þurfi að vinna á Dagblaðinu og ég skil alveg að sumir fréttamenn Ruy geta ekki neitt að því gert hvað þeir eru vitgrannir.

En ég skil ekki þá sem virðast njóta þess að tengja allir fréttir af andófi skuldugra samborgara okkar við lýðskrum. 

Að það sé lýðskrum að vilja ekki borga Hrunskuldir auðmannanna.  Þó þeir þiggi laun sín frá  þeim þá eru takmörk fyrir því hvað lágt er hægt að leggjast.

Því á bak við andófið er sársauki og jafnvel lífsháski.

Þetta er fólk í neyð sem ákallar samborgara sína um hjálp.

 

Það er hægt að fyrirgefa blaðamönnum Fréttablaðsins, Ruv og Dagblaðsins svikin við þjóð sína í ICEsave deilunni.  Á síðustu öld myndaðist jú hefð í Evrópu að menn sviku land sitt og þjóð vegna pólitískra trúarbragða.  

Föðurlandssvikari er ekki sjálfkrafa sori.  

En níðið um skuldara landsins er ómennska af lægstu gerð.

Þeir sem það ástunda  eru úrþætti í mannsmynd.  

Þeir eru sori.

 

Við skulum hafa það bak við eyrað næst þegar við teygjum hendi okkar eftir DV eða Fréttablaðinu.

Það er ekki nóg að ræningjar þjóðar okkar kosti þau blöð.

Þeim er ritstýrt af sora.

 

Og við verðum skítug á að handleika þau.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Skutu á fólk í jarðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi ekki gleypa sannleiksgildi þessara frétta án þess að hugsa skrefi lengra. Helduru virkilega að hermenn sem fara í herinn til að verja þjóðina myndu virkilega skjóta á þá sem þeir verja. Ef þetta væri alvöru bylting en ekki lygi, þá væri herinn með í byltingunni eða hlutlaus, það hefur sagan margsinnis sýnt sig.

Hlöðver (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 16:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit það ekki, var hreinlega ekkert að spá í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.2.2012 kl. 17:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki ég heldur,eftir að hafa átt langt og skemmtilegt samtal við Guðrúnu Helgadóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal. Hún fór með kviðlinga eftir séra Sigurjón Jónsson,,og ég hugsa með mér,,þetta var yndislegt líf. Eftirmál: aldrei sori.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2012 kl. 02:55

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Þarna varst þú það djúp að ég náði þér ekki, kemur svo sem vel á vondan.

En svo ég útskýri aðeins betur svar mitt til Hlöðvers þá er ljóst á pistli mínum að ég var ekki að fjalla um hörmungarnar í Sýrlandi, þær voru útgangspunktur þess að fjalla um innlendan sora, þá sem leggjast lægst í þjónkun sinni við auðránsmenn.

Og þeir eru ekki "yndislegt líf".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2012 kl. 11:05

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrirgef mér, ætlaði rauðvínslegin að hella röð hugsana minna eftir uppryfjun merkrar konu,sem hafði unnið svo lengi hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Ég hlustaði hugfangin á frásögn af heiðarleika manna,trausti hver til annara og vandaðra vinnubragða. Síðan gamansögur og vísur úr sveitinni,það var hið yndislega líf. Allir tímar geyma sögur um hegðun manna sem ég hef oft kallað,, Saddistiskan nautnabrima,, sori sem ég held því miður að verði alltaf til,en þurrkast ekki út við það þótt aumingjans gamalmenni riti upphrópun; aldrei sori.Nei,drengur minn það er ekki yndislegt líf.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2012 kl. 15:50

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Það sem þú ert að reyna segja frá, er hin hliðin á teningnum.  

Ég skil hana alveg, get mælt henni bót. 

En núna er ég í stríði, í vígaferlum.  Og af hverju???

Jú, á bak við ákall heimilanna er neyð, persónulegur harmleikur, sársauki.  Hundsaður af fjöldanum, fáir sem taka upp hanskann.  Þeir sem það gera, góðmenni, eru svívirtir af málaliðum fjármagnsins.   Eins og til dæmis rógsherferðin gegn Marínó G Njálssyni. 

Málaliðarnir komast upp með svívirðu sína vegna þess að þeim er ekki mætt af hörku, slagurinn er ekki tekinn beint við þá.

Hér er hann allavega tekinn Helga, hér eiga andstæðingar Hrunverja skjól.  Ég geri mér engar grillur að áhrifin nái langt út fyrir skotgröf mína en þetta síast út.  Það eru komnar yfir 4.500 flettingar frá dómi Hæstaréttar, allflestar á pistla um þjófa og þjófsstjórn og um fólkið sem vinnur fyrir þá, málaliðana sem í versta tilfelli eru það lægsta af því lægsta svona þegar maður hugsar út í afleiðingar gjörða þeirra.

Á meðan fjöldinn tekur ekki slaginn er fátt annað hægt að gera en að halda umræðunni lifandi.

Og skapa þann undirliggjandi ótta hjá valdhöfum að ef það er ekki komið til móts við fórnarlömb Hrunsins þá muni fleiri taka upp tæpitunguna og að lokum muni fjöldinn fylgja á eftir.

Fjöldinn hefur hingað til fylgt mjálminu með engum árangri en þeim sem Hæstiréttur hefur dæmt almenningi í vil.  Sem út af fyrir sig er merkilegt en í lýðræðisríkjum þá eru til önnur tæki.  Önnur en þau en að láta óvininn ráða.

Það er hægt að taka slaginn við hann, berjast við hann, sigra hann.

Daginn sem enginn fær borgað fyrir að níðast á samborgara sínum er dagurinn sem ég hætti að nota orðið sori. 

Innst inni er þetta ágætis fólk.  Það bara fattar það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2012 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 5621
  • Frá upphafi: 1399560

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4794
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband