18.2.2012 | 11:36
Dýrt er að treysta drottningunni.
Gunnari Anderssyni varð það á að vinna skítverk fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hann lét stofnun sína mæla með skýrum lögbrotum svo hægt væri að ræna þá viðskiptavini fjármálastofnanna sem fengu hin ólögmætu gengislán.
Stjórnarskráin var skýr, kröfurétturinn var skýr, ákvæði skuldabréfanna voru skýr.
Samt lét hann starfsmenn sýna setja saman lögfræðilega greinargerð sem mælti með þjófnaðinum.
Hvað var hann að hugsa??
Hélt hann að ríkisstjórnin kæmist upp með lögbrot sín??'
Að Hæstiréttur dæmdi ekki lengur út frá stjórnarskránni og skýrum lögum???
Taldi hann sér virkilega í trú um að bankarnir hefðu keypt upp dómara Hæstaréttar eins og þeir höfðu keypt upp stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn????
Þessum spurningum getur enginn svarað nema Gunnar Andersen.
Og það er öruggt að keyptir fjölmiðlamenn munu ekki spyrja þeirra.
Þeir munu láta umræðuna snúast um hið "óháða" álit Ástráðar Haraldssonar, sem "engin þekkt tengsl" hefur við Samfylkinguna. Umræðan mun snúast um löngu liðna fortíð Gunnars sem sannar það eitt að sá maður er vandfundinn sem ekki á einhverjum tímapunkti vann ekki fyrir bankana, í einni eða annarri mynd.
Ef allir eru sekir sem það gerðu þá getum við lokað þjóðfélaginu. Það er enginn eftir sem eitthvað hefur lært um fjármál og viðskipti.
En ókeypt fólk sér hina beinu tengingu við dóm Hæstaréttar og brottvikningu Gunnars.
Það sér að núna er drottningin að fórna peðum svo umræðan fari um víðan völl.
Ef ég væri embættismaður, sem þorði ekki öðru en að leggja nafn mitt við þjófnaðinn, þá myndi ég hugsa minn gang.
Hver er næsta drottingarfórnin???
Hvenær skyldi Már Guðmundsson fjúka???
Og þá örugglega vegna deilna um launakjör sem allir keyptir fjölmiðlamenn landsins munu stökkva á. En samhengið um að láta undirmenn sýna mæla með þjófnaði mun enginn fjalla um.
Spunameistarar drottningarinnar vita sínu viti.
Þeir munu hiklaust fórna þeim sem unnu skítverkin fyrir drottninguna alveg þangað til að nýr skítur vellur uppá yfirborðið.
Þá mun umræðan snúast um hann og allir gleyma þeim gamla.
Nema kannski hinir brottreknu embættismenn.
En hver hlustar á þá???
Hvað er jú að því að ræna tugþúsundir tugi milljarða???
Við búum á Íslandi???
Hvað er að þjófræði, ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Mun andmæla kröftuglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki búið að standa til hvort heldur að sameina Seðlabankann og FME.
Er það rangminni var það ekki Gunnar Andersen sem fann upp Óvirka stórnarmanninn og sendi hann á aflandseyjar sem eru víst rétt utan við landhelgina.
Hversvegna fær Gunnar einhvern andmælarétt
Er það eitthvað sem launþegar fá þegar að þeir eru reknir?
sæmundur (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 11:54
Málið er allt undarlegt. Hvers vegna eru menn núna að fatta óhæfi Gunnars? Allt þetta mál er hið undarlegasta.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2012 kl. 12:06
Nákvæmlega, þetta er hið undarlegasta mál. Af hverju var maðurinn upphaflega ráðinn af núverandi framkvæmdavaldi og af hverju er hann nú rekinn af þessu sama framkvæmdavaldi?
Stóð ef til vill alltaf til að gera hann að blóraböggli ef þjösnagangur framkvæmdavaldsins í þágu fjármálaveldisins misheppnaðist?
Vissulega vaknar nú spurning um hver verði örlög seðlabankastjóra framkvæmdavaldsins.
Kolbrún Hilmars, 18.2.2012 kl. 12:15
Vonandi er bara þetta tröllaukna gangstersýstem innan bankanna og eftirlitsins eitthvað að gefa sig. Annaðhvort hefur stjórnin aðgang að nyum upplýsingum um hann eða það sem er enn betra: Nýr skilningur á því hvernig fólk þarf til að reka bankaeftirlit yfirleitt ... Gunnar á að sjálfsögðu að fá andmælarétt. Það eiga allir að fá ...
Óskar Arnórsson, 18.2.2012 kl. 12:49
Nú á að dreifa athyglinni frá óhæfi ríkistjórnarinnar, búið að nota saltmálið og áburðarmálin sem grafin voru upp úr skúffum ráðuneytanna. Allt er gert á háréttum tíma.
Eitt er víst að hæft fólk með ríka réttlætiskennd á ekki upp á pallborðið hjá valdhöfum núverandi stjórnar, kannski ekki heldur í félagssamtökum og stjórnum almennt.
Það er vert umhugsunar.
Sólbjörg, 18.2.2012 kl. 13:09
Við skulum bara vona að þetta sé byrjunin. Næst verður gengið á Bjarna Vafning, síðan er hægt að tala við Össur og árna Þór (vegna sölu í SPRON) og síðan koll af kolli.
Einhverra hluta vegna er ég samt hræddur um að samtygging þingmannana sé svo mikil að það megi ekki rugga bátnum of mikið.
thin (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 13:10
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Óskar, peðsfórnir eru sjaldnast framkvæmdar út í bláinn, hvað þá vegna síðbúinnar réttlætiskenndar.
thin, láttu þig dreyma.
sæmundur, það er gott að kætast en sannari væri kæti þín ef hún færi einhvern tímann gegn bankamafíunni.
Stöllur þrjár, ef Gunnar á að víkja þá er það vegna rangrar ráðgjafar í vaxtamálinu mikla, og síðan í kjölfarið eiga þeir að víkja sem þáðu hina augljósu röngu ráðgjöf.
Það að fortíð hans núna sé alltí einu orðin issue segir aðeins eitt, það fannst ekki nýtt saltmál.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2012 kl. 14:55
Með andstæðu lögfræðiáliti og brottvikningu Gunnars á grundvelli þess, er auðvitað verið að ófrægja höfund fyrri álita, Andra Árnason verjanda Geirs fyrir landsdómi.
Hefur í alvörunni enginn kveikt á þessari tengingu?
Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 05:58
Það er spurningin Guðmundur, vissulega hangir margt á spýtunni en það þarf meira til.
Það er nefnilega verið að fórna hagsmunum með því að reka Gunnar á þessum forsendum. Og það er ábyrgð þess sem réði hann.
Ef hann er bullandi vanhæfur þá lá það ljóst fyrir í upphafi.
Og einhver ber ábyrgð á því. Og þessi einhver eru þeir sömu og ráku hann.
Ef það var rétt að reka hann, þá áttu þeir að segja af sér um leið.
Það er jú þeir sem eru afglaparnir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.2.2012 kl. 11:01
Fyrir mér er þetta einfalt. Gunnar hefur líklega ásamt Arnóri Sighvatssyni bakað ríkinu stórfellda skaðabótaskyldu með fyrirmælum sem hlunnfóru neytendur um 350 milljarða króna eða 22% af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar er það sjöfaldur sá kostnaður sem væri áfallinn vegna IceSave-III samninganna.
Menn hafa misst vinnuna fyrir léttari sakir.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 17:23
Já, og það er óþarfi að reka þá fyrir þær léttari.
Andstaðan á að taka slaginn um stóru málin og krefjast þess að sekir embættismenn í þjófamálinu verði reknir ásamt húsbændum þeirra.
Umræða út frá öðrum forsendum styrkir þjófastjórnina og gerir henni kleyft að leggja ráðin um nýjan þjófnað.
Það er ekki hægt að semja við núverandi stjórnvöld Guðmundur, einhvern daginn sjáið þið það hjá HH.
Það er dagurinn sem þið farið að ná árangri án þess að þurfa að treysta á Jón Steinar fyrst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.2.2012 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.