Kann Morgunblaðið að skammast sín???

 

Eigendur þess, blaðamenn, ritstjórinn???

 

Morgunblaðið er einn af gerendum Hrunsins.  Stuðningur þess við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins réð úrslitum að flokkurinn gat myndað ríkisstjón eftir kosningarnar 2007.  Ríkisstjórn um eyðslu þegar raunveruleikinn var sá að landið var komið á heljarþröm.

"Sjáið þið ekki veisluna" var líka kjörorð Morgunblaðsins, ekki bara vina blaðsins í Sjálstæðisflokknum.

 

Núverandi aðaleigandi blaðsins hélt eigum sínum vegna innherjaupplýsinga, hvar stendur blaðið eftir dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni??  Styður það þögnina um að Baldur sé eini innherjinn eða mun það til dæmis í Sunnudagsbréfi krefjast þess að ákæruvaldið rannsaki alla sem "björguðust" á síðustu stundu. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé vegna þess að Hrunið hafi blasað við og hrein skynsemi að losa um eigur sínar í bönkum og útrásarfyrirtækjum.  

Baldur naut ekki þess vafa.

Hvað með aðra í eigandahóp Moggans???   Eru þetta ekki útgerðarmenn sem hafa notið mikils velvilja bankanna í endurskipulagningu sinna skulda???  

Það hefur örugglega verið mjög "dýr"t en samt gert.

 

Hvað með blaðamenn Moggans????

Látum vera stuðning margar þeirra við hina "dýr"vitleysu trúarbrögð Nýfrjálshyggjuna sem hefur rúið Vesturlönd inn að skinni.   Og látum vera að þeir reyna við öll hugsanleg tækifæri að skella skuldina á Hruninu á aðra en þá sem sökina bera.

Af hverju halda þeir vinnunni á Morgunblaðinu, af hverju starfa þeir hjá Morgunblaðinu??

Var það ekki vegna þess að útgáfufélag Morgunblaðsins fékk milljarða afskrifaða???

Það hefur örugglega verið "dýr"t en samt gert.

 

Víkjum svo að ritstjóranum sem eyðir löngum stundum að finna flísina hjá náunganum.  Að það hafi verið hún sem leiddi til Hruns.  Hann var aðeins valdalaus áhorfandi sem ekkert gat gert og það var bara óvart sem hann lét kjósa sig og flokk sinn út þann misskilning að allt hafi verið í lukkunnar standi.

Hvað með hann sem persónu??

Finnur hann aldrei á síðkvöldum til ábyrgðar???  Eða létts samviskubits þegar hann hugleiðir hvernig komið er fyrir þjóð sinni???

Dugar honum að horfa á mynd af Jóhönnu Sigurðardóttur til að finna hugarró????

 

Ég á ekki svar við þessu, hvort yfir höfuð nokkur ærleg manneskja finnist á blaðinu mínu sem ég hef lesið núna í um 43 ár og aldrei misst út blað.

Ærleg manneskja kann að skammast sín.

Og ærleg manneskja finnur ábyrgðina á afleiðingum gjörða sinna.  Hún skilur að ef gjörðir hennar hafa ekki orðið til góðs, hver sem ástæðan er, þá reynir hún að bæta úr.

Ærlega manneskja veit að það er skylda hennar að bæta fyrir rangindi gjörða hennar.

 

Engin ærleg manneskja birtir frétt með þeirri fyrirsögn sem prýðir þennan fréttastúf.

Það er ekkert dæmi til í fortíð þessarar þjóðar að blað hafi reynt að slá af samfélagslega aðstoð meö þeim lúmska áróðri að hann sé "dýr".  

Í þeim logandi pólitískum illdeilum sem voru á áttunda áratugnum þá réðst enginn á aðstoðina við Vestmannaeyinga  með þeim orðum að hún væri ríkinu "dýr".  Þá láu ekki allar leiðir til "Dýr"afjarðar eins og virðist vera á ritstjórn Morgunblaðsins í dag.

 

Ærlegt fólk veit að samfélagsleg aðstoð kostar.

Ærlegt fólk veit að hið meinta "dýr" kemur aðeins við sögu þegar samfélagið hjálpar ekki.

Það er "dýr"asti kosturinn, að hjálpa ekki.

 

Sú lágkúra sem hefur einkennt opinbera umræðu um afleiðingar Hrunskuldanna var ekki til hér á árum áður.  Þá var ekki veist að fólki í neyð.  Eða ráðist á þá sem bentu á nauðsyn þess að hjálpa líkt og skríllinn á Dagblaðinu komst upp með gegn Marínó Njálssyni, Hagsmunaverði heimilanna.

Það örlaði fyrst á þessum hugsunarhætti í kjölfar hörmungaratburðana á Vestfjörðum, þá heyrðust óhljóð úr ranni Nýfrjálshyggjunnar að fjármunum ríkisins væri illa varið í að byggja upp krummaskuð.

Þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson forstætisráðherra, þaggaði strax niður i þessum röddum á það ábúðarmikinn hátt að þær heyrðust ekki aftur í langan langan tíma.

Þá naut þjóðin leiðsagnar ærlegs fólks.

 

Í dag leiða þjófar þjóðina.

Raddir ærlega heyrast ekki lengur.

 

"Það er svo dýrt að vera manneskja".

Lægra getur ein þjóð ekki lotið.

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 623
  • Sl. viku: 5588
  • Frá upphafi: 1399527

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 4768
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband