Peðsfórn.

 

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins átti að víkja.  

Og átti sjálfur að sjá ástæðu til þess.

Og hann átti að víkja vegna þess að hann er dæmdur þjófsnautur.  

 

Það var Fjármálaeftirlitið sem gaf þjófslögunum hið faglega yfirbragð sem þjófsstjórnin hengir sinn hatt á í vörn sinni gegn lögum og rétti.

Þegar Hæstiréttur dæmdi hið augljósa, að þjófnaður væri þjófnaður, þá áttu allir þeir embættismenn sem mæltu með hinum dæmda þjófnaði, að segja af sér.

Strax, skilyrðislaust.

Og hefðu orðið menn að meiri.

 

Af hverju þeir gerðu það ekki, af hverju þeir héldu að þeir slyppu, bendir eitt og sér að um vanhæfa menn sé að ræða.

Hvernig datt þeim í hug að þeir gætu mælt með beinum þjófnaði til að þóknast stjórnvöldum, og að hin sömu stjórnvöld, þjófsstjórnin myndi halda yfir þeim hlífðarskyldi þegar að henni yrði sótt??

Hvílíkur barnaskapur.

 

En yfirvarpið maður minn.

"Óháður aðili", þvílíkur húmor að kalla verkfæri Samfylkingarinnar, óháðann.

Það er ekki einu sinni hægt að spyrja, "kanntu annan??".

 

Þennan brandara toppar ekkert.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Forstjóra FME sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í ársskýrslu FME 2011 segir í inngangi forstjóra (Gunnars) að höggið á fjármálakerfið af dómi um samningsvexti (sem féll á miðvikudag) yrði 350 milljarðar.

Það jafngildir 22% af vergri landsframleiðslu og þurrkar út allt eigið fé nýju bankanna.

Velkomin í Bankahrun II. Menn hafa misst starfið fyrir minna.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 06:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ég vill að Gunnar víki en vegna raunverulega ávirðinga, hann og stofnun hans voru dæmd sek í vaxtamálinu.

Og öll alvöru stjórnsýsla axlar ábyrgð á því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2012 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband