Hæstiréttur segir að embættismenn beri ábyrgð.

 

Að þeir geri sér grein fyrir lögum og reglum og öðru því sem getur haft áhrif á störf þeirra.

Og þeir axli ábyrgðina þegar þeim hefur orðið á.

 

Hæstiréttur kvað upp fyrir 2 dögum dóm þar sem þjófnaður fjármálastofnana á eigum fólks var stöðvaður.  

Sá þjófnaður er meðal annars á ábyrgð embættismanna, bæði hjá Fjármálaeftirlitinu og hjá Seðlabanka Íslands.

 

Í Morgunblaðinu í dag er reiknað út dæmi um lán þar sem um 8 milljónum var stolið með því að ákveða vexti uppá nýtt, afturábak.

Fjármálastofnanirnar sjálfar áætla að þær hafi stolið nokkrum tuga milljarða.

 

Ljóst er því að upphæðirnar í vaxtaþjófnaðinum mikla eru margfaldar á við þær sem fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins er talið hafa hagnast á því að selja hlutabréf sín.

Það er líka nokkuð ljóst að fyrst að framkvæmdar og löggjafarvaldið er samsekt í þjófnaðinum, ásamt fjármálastofnunum landsins, að þá eigi ekkert að gera við hina meintu þjófa.

Það er líka ljóst að þeir eiga að komast upp með múður við að skila þýfi sínu.  Til dæmis ef þjófnaður þeirra olli greiðsluerfiðleikum fólks, að þá eigi það engan rétt á að ránsfengnum sé skilað.

Og það er líka ljóst að þjófarnir eru að plana nýtt þjófaplan til að endurheimta sem mest til baka af ránsfeng sínum.

 

Þegar þetta samhengi er skoðað þá er ljóst að Hæstiréttur var að staðfesta dóm yfir súpuþjóf miðað við raunverulega þjófa landsins.

Að það gildi eitt réttarfar fyrir stórglæpamenn en annað fyrir hinn almenna  mann.

Og aðeins sjúk þjóð lætur slíkt viðgangast.

 

Annað hvort eru allir dæmdir eða enginn.

Annað er spilling og svívirða af lægstu gerð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Dómur yfir Baldri staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum sleppur einn og einn krimmi undan réttvísinni.

Með þínum rökum mætti þá leggja allan lagabókstaf mannkyns niður.

Ps. Plánetan þín hringdi, verki þínu er lokið og þú mátt snúa heim.

sr (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 14:37

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég myndi fremur segja að stundum sleppi einn og einn krimmi inn í réttvísina þegar hvítflibbar eiga í hlut

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2012 kl. 14:43

3 identicon

Betra en ekkert, vil ég meina.  Vona að sem flestum af okkar "ágætu"  lögbrotum verði stefnt fyrir dóm, sekt þeirra sönnuð og þeim gert að taka út sína refsingu.

Agla (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 15:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Eða fjöldinn Jakobína, en þegar hann vill endurnýja veiðileyfi sitt, þá er eitt og eitt fallið syndaselsgrey afhent réttvísinni.

Þekkt hjá mafíunni, að láta einn og einn leigumorðingja axla ábyrgð.  Til að fá vinnufrið.

Það er ákkúrat það sem er að gerast í dag.

Takk fyrir innlitið Agla og sr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 15:44

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er það ekki komið að því að almenningur setji fram ákærur á sökudólgana? Það er hægt að ákæra á öllum lögreglustöðum landsins.

Almenningur getur lagt fram ákærur á hendur Seðlabanka Ísland, Fjármálaeftirliti, Hæstvirtu Alþingi og öllum bankastjórnendum.

Þessar ákærur verði lagðar fram á öllum lögreglustöðum landsins. Ef lögreglan biður um sannanir - þá má benda á nýfallina Hæstaréttardóma, samþykktir Alþingis td.Icesave samþykkt, SPRON, BYR , SJÓVÁ o.s.fr.

Er ekki kominn tími á að ráðafólk fái að verja sig.

Eggert Guðmundsson, 17.2.2012 kl. 21:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, það er spurning Eggert, nógu æst er það að Geir fái tækifæri til þess, að verja sig.

En það er þetta með almenning, þar er hnífurinn í kúnni.

Hann er ekki eins æstur í að verja sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 220
  • Sl. sólarhring: 870
  • Sl. viku: 5951
  • Frá upphafi: 1399119

Annað

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 5041
  • Gestir í dag: 181
  • IP-tölur í dag: 178

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband