17.2.2012 | 12:51
Er fasteignabrast hlutverk sveitarfélaga??
Hafa menn ekkert lært af Hruninu???
Ef menn eiga ekki svarið við spurningunni; "Hvað ef????", þá eiga menn ekki að leggja út í kostnað eða fjárfestingar.
Hvað ef Huang hættir við eftir að Norðuþing hefur skuldsett sig upp í rjáfur???
Hvað ef Huang fer á hausinn með hið meinta hótel sitt??
Hvað ef Huang fellur í ónáð hjá kínverska kommúnistaflokknum og endar öfugu megin við byssuhlaup aftökusveitarinnar????
Hvað ef hótelið er aðeins yfirvarp yfir kínverskri ásælni, er þá í lagi að innlendir aðilar leppi slíka ásælni???
Hvað ef???
Fær þá almenningur reikninginn eins og gerðist eftir alla draumóra fyrirHrunáranna????
Það er of seint að spyrja eftir að lánin hafa verið tekin.
Vilji menn braska, þá braska menn fyrir sinn eigin pening, ekki almennings.
Kveðja að austan.
Ræða kaup á Grímsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku kallin minn Ómar ef alltaf hefði verið sagt svona!!! hvar værum við þá stödd/Kveðja að sunnann!!!
Haraldur Haraldsson, 17.2.2012 kl. 13:17
Hvar eru umhverfisverndarsinnar núna? Ef þeir eru sjálfum sér samkvæmir er tæplega mikill munur á mannvirkjum á hálendinu hvort sem um er að ræða virkjanir eða hótelbyggingar, ekki það að þeir sem hafa dvalið þarna á þessu svæði heilan vetur geta tæplega skilið hvaða hótelrekstur á þarna.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 13:31
Smá leiðrétti við síðustu aths. þar á ég að þeir sem þarna hafa dvalið heilan vetur geta tæplega skilið hvaða "erindi" hótlelrekstur á þarna.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 13:34
Blessaður Haraldur.
Við værum ekki gjaldþrota þjóð sem hendir barnafólki á vergang því fulltrúar almennings gera ekki greinarmun á sínum peningum og annarra til að braska með.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 13:40
Blessaður Kristján, ég held að á þessu tvennu sé töluverður munur.
Og hann kallast víðáttumikil uppistöðulón.
En ekki skal ég þrátta við þann sem sér pening í stórbrotinni náttúru Íslands. En hann á að gera það fyrir sinn pening, ekki pening almennings.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 13:42
Ferðaþjónusta gefur ekki þann arð að hún borgi sig, það hefur sannast illilega í Grikklandi. Og Nubo er ekki sá aðili sem legir eða byggir upp á Grímstöðum
það er Kínverska ríkið sem er með klærnar úti um alla veröld til að ná fótfestu. Nubo er komisar og vinnur ekki með eigi kapital. Hann er á vegum Stórnar og floksins í Kína.
Hvað með þann sem leitaði eftir að fá að flytja út vatn frá Langanesi til Kína, hefur ekkert heyrst meira um hann.
Leifur Þorsteinsson, 17.2.2012 kl. 17:03
Ómar samsæriskenningar á öllum sviðum,Ég sé ekkret að þvi að kallin láni peninagna og leygi og byggi/ sé bara ekkert um baraútburð þar inní/Kveðja Að sunnan !!!
Haraldur Haraldsson, 17.2.2012 kl. 18:01
Blessaður Leifur.
Það væri samt dálítið spúki að sjá þessar hugmyndir í framkvæmd og þá hvernig Kínverjarnir myndu útfæra þær.
Til dæmis mætti alveg hugsa að menn slyppu með x% skattsvik ef þeir færu eina ferð til Íslands og gistu í logninu á Grímsstöðum á Fjöllum. Það er þeir yrðu að vera þar til það væri logn í einn dag. Það ætti að gefa af sér góð viðskipti.
En margur verður að aurum api, og það á sérstaklega um íslenska sveitarstjórnarmenn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 21:34
Blessaður Haraldur.
Ætlar hann að lána??
Og hver á að borga ef hann hættir við???
Er það siðlegt að leppa sig fram hjá lögum????
Haraldur, þó margt megi segja um þessa ágætu þjófastjórn okkar þá setti hún ekki þjóðina á hausinn.
Það var þessi hugsunarháttur sem gerði það.
Að menn gambla með annarra fé.
Og því verður að linna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.