Þjófar ganga lausir.

 

Dómur Hæstaréttar um ólöglega vaxtatöku fjármálafyrirtækja er sigur lýðræðis yfir þjófræði.

Hann staðfestir að lög gilda í landinu og staða brotamanns (fjármálafyrirtæki) og eðli hans (framkvæmdarvald) skipta ekki máli þegar brot eins og þjófnaður er metið.

 

Dómurinn segir einfaldlega að þjófnaður var framinn.

Í eðli sínu eru gjörðir fjármálafyrirtæka ekki öðruvísi en þau hafi gengi inná heimili fólks og fjarlægt verðmæti eins og skattgripi  eða Ipoda og komið þeim í verð til að bæta skakkaföllin sem fyrirtækin urðu fyrir Hrun.  Þau gera það vegna þess þau fengu áður stjórnmálamenn í sinni þjónustu til að setja lög sem heimiluðu hinar meintu gripdeildir. 

Stjórnmálamenn settu þjófalögin með tilvísun í hið mikla vanda fjármálastofnananna og þeir lýstu því um leið að þó frjálsir (það er ekki keyptir upp af bönkum) lögfræðingar hefðu bent á hið augljóslega  að um þjófnað væri að ræða samkvæmt gildandi lögum og samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins hefðu stjórnmálamenn ekki það vald að setja lög sem kvæðu á um beinan þjófnað á eigum almennings.

Og stjórnmálamenn sögðu í kjölfarið við fórnarlömb gripdeildanna, "stefnið okkur ef þið eru ósátt".

 

Það er enginn eðlismunur á dæminu sem ég rakti og því sem gerðist haustið 2010.  

Stigsmunurinn er varla merkjanlegur, í báðum dæmunum er þjófnaðurinn augljós út frá gildandi lögum en í því ímyndaða blasa gripdeildirnar við almenningi en í raunveruleikanum gátu snjallir áróðursmenn blekkt stuðningsmenn stjórnmálamannanna sem settu lögin sem heimiluðu þjófnaðinn.

Og blekktir stuðningsmenn eru ekki samsekir, þeir eru ekki þjófsnautar.

 

Á meðan hinni augljósi þjófnaður átti sér stað fyrir atbeini framkvæmdarvaldsins sem hélt lögreglunni og ríkissaksóknara í skefjum, þá ríkti þjófræði á Íslandi.

Við þekkjum slíkt þjófræði til dæmis frá hinni sorglegu sögu nýfrjálsra ríkja Afríku.  Þar nýttu gjörspilltir stjórnmálamenn sér aðstöðu sína og yfirráðin yfir her og lögreglu til að stela öllu steini léttara og hina raunverulegi tilgangur fundarhalda Samtaka Afríkuríkja var að skiptast á upplýsingum um hvernig best væri staðið að ránskap og þjófnaði á almenningi landa sinna.

Þó áttu hinir gjörspilltu sín takmörk, þeir stálu fyrir sig og sína en það eru engin þekkt dæmi að þeir  hafi rænt þjóðir sínar í þágu ameríska vogunarsjóða eins og íslensku þjófarnir lögðust svo lágt að gera.

Í þessu eins og mörgu öðru erum við einstök.

 

Það er eðli þjófa sem hafa náð að sösla undir sig framkvæmdarvald heils ríkis að láta ekki svo glatt af völdum.  Það eru ekki allir eins og fyrrum forseti Mið Afríkulýðveldisins sem fór úr landi með gullkistur sínar í fylgd skriðdreka um leið og almenningur reis upp gegn þjófastjórn hans, flestir fara ekki fyrr en að loknum langvarandi stríðsátökum sem skilja innviða samfélaga þeirra eftir í rúst ofaná allt annað.

Í dag er ekki vitað hvað íslenska þjófastjórnin ætlar að gera, hún situr ennþá sem fastast.

Í dag ríkir þjófræði á Íslandi.

 

Og verður svo þar til ríkisstjórnin segir af sér eða lögregla og ákæruvaldið rísa upp gegn yfirboðara sínum, innanríkisráðherra og handtaka ríkisstjórnina, þá alþingismenn sem samþykktu þjófalögin, ásamt þeim opinberum embættismönnum sem gáfu þjófnaðinum lagalega umgjörð.

Það þarf ekki að taka það fram að lögreglan handtekur líka þá bankamenn sem ábyrgðina báru.

 

Tilefnið er ærið, það er talað um að fjármálastofnanirnar hafi í skjóli þjófalaganna haft tugmilljarða af saklausu fólki.  

Fyrir sum fórnarlömbin var þjófnaðurinn það afdrifaríkur að gjaldþrot fylgdi í kjölfarið.

Enginn þjófnaður í Íslandssögunni hefur verið jafn umfangsmikill, enginn haft eins miklar afleiðingar fyrir fjölda fólks.

Persónulegir harmleikir telja í svona litlu samfélagi.  Allir þekkja einhverja sem eiga um sárt að binda.

 

Þjófræði ríkir meðan þjófar ganga lausir í skjóli framkvæmdar og löggjafarvalds.

Þeir eimbættismenn sem grípa ekki inní atburðarrásina eru samsekir.

Ríkislögreglustjóri, ríkissaksóknari geta ekki skýlt sér lengur á baki við sköld hræðslu og undirgefni, embættum þeirra var falið vald af stjórnarskrá og lögum þessa lands, þeim var falið að vernda almenning gagnvart valdníðslu og ránsskap, hver sem í hlut á.

Geri þeir ekkert strax, þá eru þeir samsekir.

Samsekir um þjófnað, sekir um að vera hluti af þjófagenginu.

 

Ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust skyldum sínum þegar íslenskir stjórnmálamenn gengu erinda erlends valds við tilraun til fjárkúgunar á íslenskum almenningi.  

Þó það var það atferli bannað skýrum stöfum í þeim kafla hegningarlaga sem fjallar um landráð.

Þá höfðu þeir það kannski sér til afsökunar að ekki lá fyrir dómur Hæstaréttar um hina ólöglegu fjárkúgun því þjóðin gerði ríkisstjórninni þann greiða að fella fjárkúgunarsamninginn.

En í dag hafa þeir enga afsökun.  

 

Það liggur fyrir skýr dómur Hæstaréttar um tugmilljarða króna þjófnað.

Gerandinn er þekktur.

Og skyldur ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra eru þekktar.

 

Bregðist framkvæmdarvaldið og Alþingi ekki við á þann eina hátt sem það getur gert til að koma aftur á lýðræði í landinu, að segja af sér og boða til kosninga, þá á ákæruvaldið að grípa inní.

Kannski ekki í dag, kannski ekki á morgun.  Það verður líka að taka tilliti til þess að valda ekki upplausn og ringulreið.  Vissulega eiga menn að ná samningum við brotafólkið að víkja.

En gerist ekkert næstu daga, þá er skyldan skýr.

 

Þjófar eiga ekki að ganga lausir.   

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gæti lækkað lán fólks verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband