Illskan í Evrópu ágerist.

 

Og núna er enginn Churchill til að berjast gegn henni.

Hvað gera bændur þá????

Kveðja að austan.


mbl.is Tákn örvæntingar í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hugvitssamir Yfirevrópuvalds-sinnar,hafa öll ráð í hendi sér.Það er hvorki flug né landher,sem færir þeim vald til að kúga Grikki. Peningar!! Hvaða reyfarahöfundi hefði dottið það í hug,þótt við vitum að þeir koma við sögu í öllum stríðum,eða hvað er þetta annað en stríð. m.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2012 kl. 01:47

2 identicon

Sæll.

Ráðaleysi stjórnmálamanna, bæði grískra og evrópskra, þarna er alveg með ólíkindum. Hugmyndafræðin sem fylgt er er röng og sést það glögglega á vandræðunum þarna. Hvaða hafa forkólfar þarna haldið marga fundi og gumað svo eftir fundinn að lausn sé fundin?

Grikkir þurfa að auka tekjur og það gera þeir ekki nema með því að taka upp drögmuna sína aftur. Mér skilst að ferðamannaiðnaðurinn þarna sé í frosti og er það engin furða. Hefðu Grikkir haft gæfu til að taka upp drögmuna sína um áramótin mættu þeir eiga von á sínu besta túristasumri frá upphafi með tilheyrandi atvinnusköpun og tekjum, líkt og gerst hefur hérlendis undanfarið. Þetta er hins vegar of flókið fyrir Sf fólk að skilja.

Markaðurinn á að fá að ráða og í Grikklandi sjáum við hversu slæmt það er þegar opinberir aðilar eru að skipta sér af. Þeir sem lánuðu Grikkjum eiga að fara á hausinn, þeir verða að bera ábyrgð á eigin útlánastefnu - útlánastofnanir hafa því miður komist upp með að bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum heldur hefur þeim verið bjargað. Af hverju mega bankar ekki fara á hausinn eins og önnur fyrirtæki?

Evran virkar ekki (nema fyrir sum lönd innan ESB) og margir vöruðu við því. Ætli röðin komi ekki fljótlega að Ítalíu, Portúgal eða Spáni fljótlega? Hvað á að gera þá?

Helgi (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 07:02

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Öll stríð eiga sér sitt upphaf. 

Þegar við alræðisöfl illskunnar er við að glíma þá eru fyrstu merkin ofríki, lýðræði er gjaldfellt og síðan takmarkað.  Jafnvel aflagt.

Einstaklingurinn er kúgaður, hann er mulinn undir skriðdrekabelti valdsins.

Síðan stigmagnast þetta, æ fleiri þjóðfélagshópar verða skotspónar valdsins, almenningur maldar og reynir að rétta hlut sinn.  Þá er oft brugðist við með að skapa sameiginlegan óvin, jafnt innan lands sem utan.

Og síðan tekur atburðarrásin völdin.  

Á óvininn er ráðist.

Alræðið nær þessum heljartökum því fólk, venjulegt fólk lætur sig ekki hlutskipti náungans varða.  Ekki meðan það sjálft er látið í friði eða hefur á einhvern hátt hag af ástandinu.

Gasið í fangabúðum var ekki upphafið, það var endir á löngu ferli sem auðvelt var að stöðva ef fólk hefði sagt, "Nei þetta gengur ekki".  Það gengur ekki að náunginn, nágranni minn,  samborgari minn, sé tekinn og settur í fangabúðir.  

Þetta hefði ekki gerst ef fólk hefði skilið að sum einfaldlega má ekki, og ef það er gert, þá ber því skyldu til að rísa upp.  Mótmæla, andæfa.

Það kúgar enginn fjöldann en einstaklinginn er auðvelt að kúga ef fjöldinn notar blinda augað.  Að hann láti telja sér í trú um að náunginn, nágranninn, samborgarinn eigi kárínur alræðisins skilið því hann sé sekur um eitthvað, sekur um að skulda, sekur um að hafa drepið Krist, sekur um að vera öðruvísi.

Þetta er það sem er að gerast í Grikklandi, þetta er það sem gerðist hér.  Og þetta er upphaf átaka sem verða verri en nokkur þau sem heimurinn hefur kynnst áður.

Það er mikil viska fólgin í orðunum að í upphafi skyldi maður endinn skoða.  

Hörmungarnar 1914-1918  áttu sér aðdraganda og það varð sem að var stefnt.

Hörmungarnar 1939 -1945 áttu sér rætur í heimskreppunni sem varð vegna mikillar auðsöfnunar pappírstígrisdýra, en hún átti líka sér dýpri rætur, í misskiptingu auðs og kúgunar almennings í gegnum hina aldagömlu stéttaskiptingu.  Það var augljóst að til uppgjörs myndi koma.

En stríð og átök eru eitt, hrein mannvonska og illska annað.  

Hugmyndafræði gaf illskunni vængi á síðustu öld, í nafni hennar létu milljónir lífið í hreinum ofsóknum alræðisvalds gegn einstaklingnum.

Slík hugmyndafræði er ennþá að og milljónir hafa dáið ótímbærum dauða í nafni hennar undanfarin ár og áratugi.  Það sem er að gerast núna er að illska hennar hefur skolað upp að ströndum Evrópu, núna er það ekki aðeins litað fólk í fjarlægum löndum sem er fórnarlömb hennar.

Og núna er enginn Churchil til að verjast henni eins og hann varði manninn gegn illsku nasismans og kommúnismans.

Og við erum aðeins stödd í upphafinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 09:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ég held að evran virki ekki fyrir neitt land því hún er málamiðlun milli ólíkra hagsmuna og hagkerfa.  Og í hana er innbyggð tortíming, vantraustið.  Jafnvel Þjóðverjar þola ekki slíkt vantraust þegar fjárfestar fara að óttast um framtíð evrunnar.

En ég er efnislega sammála þér.

Vandi Grikkja er eins og vandi almennings Sovétsins forðum daga.  Hann er afleiðing þjóðfélagstilraunar sem byggðist ekki á efnahagslegum raunveruleika og hundsaði lögmál efnhagslífsins.

Það er ekki flókið að reka þjóðfélög.  

Menn reyna að framleiða það sem þeir geta og eyða því sem þeir afla.  Og frjáls markaður miðlar verðupplýsingum.

Pólitísk trúarbrögð reyna á einn eða annan hátt að afneita raunveruleikanum og koma einhverju kerfi á ofan og til hliðar við efnhagslífið.

Trúin á evruna er fátt annað en nútímaafbrigði af þeirri trú Azteka að ekki væri hægt að uppskera nema að mannslífum væri fórnað.  Og alltíeinu var landbúnaðurinn aukaatriði en stríðið aðalatriðið því mannslífa varð að afla.

Evran er blóðfórn Evrópu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 09:22

5 Smámynd: Anepo

Já það er alveg svakaleg illska gegn þjóð sem hefur gert skattsvik að þjóðaríþrótt þar sem 80% af venjulegu fólki telur það eðlilegt að svíkja undan skatti.

Já svakleg illska af ESB að ætlast til þess að Grikkir byrjir LOKSINS á að skera niður eins og þeir hafa lofað þúsund sinnum í hvert sinn sem þeir fengu aðstoð og hafa ekki enn byrjað.

Já og alveg svakaleg illska ólympíu sambandsins að "neyða" grikki til að hýsa ólympíuleikana 2004 þar sem þeir VISSU að þeir hefðu ekki efni á því.

Já illskan er svakaleg að ætlast til að menn borgi sínar skuldir og hætti að svíkja undan skatti eins og hinn almenni borgari hefur gert þarna í allt að tuttugu ár.

Og yfirvöld hafa árum saman reynt að berjast við þann vanda en á endanum lendir landið á kúpunni vegna eyðslu í rugl eins og ólympíuleikana og heimsmet í skatt svikum almennings fyrir utan skatt svik verslana.

Ég er atvinnulaus og ég varð atvinnulaus í lok árs vegna niðurskurðar

Ég fékk engann pening frá vinnumála stofnun í janúar og engin ástæða var gefin þannig að ég hef horft á peninginn minn í bankanum hverfa mjög hratt og ég vona bara að ég fái pening í enda febrúar annars veit maður ekkert hvað verður.

Og sem manneskja sem hefur aldrei sett sig á rassgatið með því að taka lán

þá hef ég enga samúð með grikklandi.

Þeir sviku og fölsuðu pappíra einnig til að GANGA Í evrópu sambandið því að þeir VISSU ástandið sitt og eru að spila þennan leik viljandi til að þeir fái sem mest út úr sínu klúðri og kenna svo öðrum um.

Anepo, 17.2.2012 kl. 15:22

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Að hengja þjóð fyrir gjörðir ráðamanna er líklegasta það sjúkasta sem nokkur getur gert sig sekan um Anepo.

Og hafðu vit á að beina biturð þinni í rétta átt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 15:41

7 Smámynd: Anepo

Fyrirgefðu Ómar en kannski LASTU EKKI að ég nefndi EINNIG hvað ALMENNINGUR hefur gert.

Skattsvik urðu að þjóðar íþrótt í grikklandi!

BBC sendi jafnvel starfsmann með falið upptökutæki á sér í búðir að kaupa og að spyrja fólk þar um skattsvik og fleirra.

Því fannst EÐLILEGT að ríkistjórnin fengi enga skatta.

Og í búð ef þú vilt kvittun þá verðurðu að KAUPA hana.

En flestar búðir neita að láta af hendi kvittun.

biturð minni er beint í rétta átt þar sem að 80% Grikkja voru að dunda sér við skattsvik EKKI ráðamenn!

Anepo, 17.2.2012 kl. 15:52

8 Smámynd: Anepo

http://www.bbc.co.uk/iplayer/episode/p0069wc4/Assignment_Taxing_Questions_for_Greeks/

Anepo, 17.2.2012 kl. 15:54

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Anepo, það eru ýmsar skýringar á því af hverju almenningur felur tekjur sínar fyrir yfirvöldum.  Þjóðir Miðjarðarhafsins hafa þolað skattpíningu í árþúsundir og það er inngróið í menningu þeirra að foraðst innheimtumanninn, hann átti það svo oft til að taka allt.

En þú nærð ekki því sem ég er að benda þér á.

Það var gríska yfirstéttin sem plataði evrunni uppá þjóð sína.  Hún má blæða mín vegna en því er þveröfugt farið.

Og ég endurtek, að hengja þjóð vegna gjörða fárra er siðleysi af verstu gerð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 15:58

10 Smámynd: Anepo

Ómar það telst nú í flestum ríkjum eðlilegt að þeir sem gefa einhverjum völd að þeir sjálfir beri ábyrgð á hvernig er farið með völdin.

Eins og við íslendingar getum kennt okkur sjálfum um að hafa keypt allt sem sjálfstæðisflokkurinn tróð on í okkur og hafa aldrei efast það.

Einnig eru Íslendingar með eina af hæðstu sköttum heims.

Ætti þá ekki að vera eðlilegt að 80% landsins svíkji skatt líka?

Að kalla mig siðlausann er merkilegt þar sem að þú ert að afsaka skattsvik í mínum huga með því að kenna sögunni um.

Þetta er svona eins og ég kenni víkings blóðinu um ef ég dræpi einhvern

"Æji þú veist við erum víkingar þetta er normal"

Anepo, 17.2.2012 kl. 16:04

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Átti þá sem sagt ekki að hjálpa fórnarlömbunum á Haiti??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 16:17

12 Smámynd: Anepo

Það er smá munur á að hjálpa fólki eftir hrikalegar hamfarir sem valda dauða, sjúkdómum, hungri og næringaskorti

Og að hjálpa þjóð sem neitar að borga skuldir og skatta.

Viltu ekki bara spyrja mig næst "áttum við þá ekki að hjálpa gyðingunum?" meikar álíka sense að bera þessi tvö dæmi saman.

Anepo, 17.2.2012 kl. 16:29

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú gerir sem sagt greinarmun á hamförum af mannavöldum og völdum náttúrunnar.  Minni þig á ef íslensk hús hefðu verið byggð á Haiti, þá hefði fátt hrunið. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 16:58

14 Smámynd: Anepo

Ég geri greinarmun á náttúruhamförum og skatta svindli já.

Enda gerir það hver einstaklingur sem er tengdur við raunveruleikann.

Anepo, 17.2.2012 kl. 17:26

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú færð kannski nýjan grænan lit skýrðan eftir þér Anepo.  Ef þú trúir þessu þá ertu grænni en það sem grænt er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 17:46

16 Smámynd: Anepo

Að sjá mun á víti sem maður skapar sjálfum sér viljandi og víti sem er óviðráðanlegt?

Já greinilega er ég svo barnalegur að halda að skattsvik séu ekki það sama og náttúruhamfarir.

Gerðu mér greiða og slepptu því að tala.

Mér finnst frekar lítið koma út úr munni þér hvort sem er sem er af einhverju viti.

Anepo, 17.2.2012 kl. 18:48

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað ertu sár Anepo þó þér sé bent á úr hvaða ranni hugsun þín er ættuð???

En ég skal hjálpa þér við að verða ekki svona sár aftur í framtíðinni og kenna þér grunnatriði í að halda þræði í rökfærslu.

Ef vandi Grikkja væri tengdur skattsvikum þá væri hann ekki nýtilkominn, þá væri þetta þjóð hörmunganna eins og Haiti.  Grikkir hafa aldalanga hefð í að forðast skattmann.

Samt er gríska ríkið búið að vera til í um 180 ár, og það til dæmis hefur stækkað mikið frá því í árdaga.  Vegna árangursríkra styrjalda, sem eru háðar með her og herbúnaði.  

Gjaldþrota ríki halda hvorki út her eða herbúnaði.  Bara svona sem dæmi.

Það fór ekki alda skattsvika yfir Grikkland eftir 2005, engin tölfræði staðfestir slíkt.

Svo af hverju????????

Það hlýtur að vera eitthvað sem gilti ekki fyrir 2005  og hvað skyldi það nú vera????

Svo smá um siðfræði.  Þú skalt átta þig á að fullorðið fólk, það er fullorðið siðað fólk gerir ekki greinarmun á hamförum hvort þær séu af mannavöldum eða náttúru.  Rauði krossinn starfaði í útrýmingarbúðum og hann starfar á vígvelli og hann kom til aðstoðar í Ukraníu þegar fólk svalt þar heilu hungri þó nægur matur hafi verið þar framleiddur.

En illmenni gera mikið út á hroka og mannfyrirlitningu, það er spila þannig séð með ágætis fólk en höfða til hinna lægri hvata.

Gömul saga og ný.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2012 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband