Útburðurinn á sér sínar rætur.

 

Og rætur hans er ungt fólk sem vildi tryggja börnum sínum skjól. 

Það átti enga aðra valkosti en þá að kaupa húseign á þeim kjörum og á því verði sem markaðurinn bauð uppá.  Það gat ekki metið að forsendur markaðarins væru bóla sem myndi hrynja.  Vegna þess að hin venjulega manneskja hefur engar aðrar forsendur en þær að treysta þeim sem stjórna landinu og orðum "sérfræðinganna" sem eiga vitið að hafa.

Og út frá aðstæðum á markaði, og út frá því sem fólki var sagt, þá tók unga fólkið ákvörðun um að kaupa sér fasteign utan um fjölskyldu sína, sem heimili fyrir  börnin sem það var að koma á legg.

Það átti kannski að vita betur en ef svo hefði verið þá var eini valkosturinn að yfirgefa land feðra sinna, að ala börn sín upp á fjarlægum slóðum.

Er það valkostur fyrir þjóð, að unga fólkið sem elur upp framtíð þjóðarinnar, að það segi Nei við landi feðra sinna því þar sé verðtrygging og þensla á húsnæðismarkaði.  

Þeir sem segja að unga fólkið geti sjálfu sér um kennt, að það hafi átt að gera eitthvað "annað", þeir svara að það hefði átt að flytja af landi brott, og ef það hafi ekki flutt, þá geti það sjálfum  sér kennt að þola stökkbreytingu skulda sinna vegna Hrunsins.

Þeir segja að við höfum verið dauðdæmd sem þjóð, löngu fyrir Hrun.  Því þjóð sem afneitar framtíðinni, börnum sínum, er þjóð án framtíðar.

 

Þetta eru rætur Hrunsins.  

Raunveruleikinn var þensla og verðtryggingin, og ungt fólk sem hafði ekki aðra valkosti en þá en að taka þátt í kerfinu eins og það var, eða finna sér nýjar lendur til að ala upp börn sín.

Verðtryggingin er staðreynd, og Hrunið er staðreynd.

Það eru viðbrögð okkar við Hruninu, skuldaþrældómurinn sem má deila um.  

Hvaða þjóð þrælkar unga fólkið sem hafði sér það eitt til saka unnið en þann glæp að vilja ala upp börn sín í landi feðra sinna.

 

Stjórnvöld segja að þau hafi komið til móts við skuldara, að aðeins vonlausu tilfellin séu borin út, þeir sem eru fátækir og munu aldrei geta greitt af skuldum sínum.  

Hinum hafi verið boðin svokölluð 110% leið eða skuldafangelsi kennt við greiðsluaðlögun.

Látum vera sjúkleikan að bera út fátækt fólk á 21. öldinni en ræðum um líf skuldaþrælsins því bæði 110% leiðin sem og greiðsluaðlögunin þýðir aðeins eitt, ömurleika og líf án framtíðar.

Ég vil vitna í unga konu sem skrifar um slíkt líf í viðhorfs grein í Morgunblaðið.  Orð hennar lýsa svo vel glæpnum að hundsa leiðréttingu á lánum hjá þeim sem gátu staðið í skilum þrátt fyrir stökkbreytingu skulda vegna verðtryggingar eða gengisvísitölu.

Pistillinn heitir "Beðið eftir bjartari tíð" og hann segir allt sem segja þarf.

"Ég er af þeirri kynslóð sem var að koma undir sig fótunum í góðærinu svokallaða. Að kaupa sína fyrstu fasteign og að eignast sín fyrstu börn. Það var slegist um hylli þessa unga fólks og því boðin lán fyrir lífinu sem virtist ekki nokkurt mál. Um leið og komið var úr námi og farið út á vinnumarkaðinn var tekið lán fyrir íbúð og bíl. Bankar og aðrar fjármálastofnanir máluðu allt í bleikum bjarma, áhættan sögð nánast engin. Það var auðvelt að láta freistast í að stíga fyrstu skrefin í að stofna eigið heimili, koma lífinu af stað.

Svo kom árið sem allt fór til fjandans og árin þar á eftir sem hafa verið eins og lóð um háls landsmanna. Margir þeirra sem eitthvað reyndu að eignast í góðærinu sitja í súpunni. Mín kynslóð byrjaði í 70 fermetra íbúð sem dugði vel þá pari með eitt barn, nú eru börnin orðin þrjú og fjölskyldan situr föst í eigninni og á litla möguleika á að stækka við sig. Það eru líka margir hræddir við að stækka við sig, þora ekki að skulda meira því - hvað ef? sú spurning er fólki efst í huga. Þetta fólk er ekki enn sem komið er á flæðiskeri statt en talar samt um að það þori ekki að eyða neinu. Þori ekki að fjárfesta í stærri íbúð, nýrri bíl, kaupa sér föt eða nýja hillu. Það er hrætt um að ef það eyði pening þá komi það í hausinn á því síðar eins og raunin varð með þeirra fyrstu fjárfestingar. Það vill eiga peninginn til að geta borgað beinhart fyrir óvænt útgjöld þegar og ef þau koma; tannlækni, viðgerð á þaki eða hvað ef einhver veikist?

Svo kemur á móti að það er líka slæmt að eiga pening, bankarnir tíma varla að borga vexti og ríkissjóður étur alla aura upp með lúmskum hætti. Launahækkanir eru étnar upp um leið; leikskólinn hækkar, bensínið hækkar, nauðsynjavörur hækka, rafmagn og hiti - það má ekki eiga krónu, það má ekki fá launahækkun - það er séð til þess að hún fari strax í aðra vasa.

Það getur oft verið þungt að fara í saumaklúbba með kynslóðinni sem var að koma undir sig fótunum í góðærinu. Það hafa allir áhyggjur af fjármálunum og framtíðinni. Fjölskyldan í 50 fermetra kjallaraíbúðinni þráir að stækka við sig á meðan fjölskyldan sem byggði sér einbýlishús þráir að minnka við sig, komast í blokkaríbúð og losna við skuldirnar af húsinu. Báðar eiga það sameiginlegt að nýlegar launahækkanir voru étnar upp um áramótin, báðar eiga það sameiginlegt að geta ekkert gert á næstu mánuðum og árum annað en að halda í sér lífinu og vona að launin dugi áfram fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Að 400 klukkustunda vinnumánuður þeirra hjóna skuli varla duga til að halda fjölskyldunni gangandi út mánuðinn án þess að laununum sé eytt í neitt annað en íbúðalánin, námslánin og almennan heimilisrekstur er mörgum erfitt að horfast í augu við.

Þetta fólk er ekki illa statt miðað við marga en það er orðið þreytt á því að það virðist ekki ætla að birta til í þessu þjóðfélag "

 

Hvað er að okkur sem þjóð að búa framtíðinni þetta líf án vonar????

Erum við sem eldri erum, ekki mennsk???

Af hverju gerum við ekkert unga fólkinu til hjálpar???

Hvað er að okkur???

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 694
  • Sl. sólarhring: 760
  • Sl. viku: 6278
  • Frá upphafi: 1400217

Annað

  • Innlit í dag: 633
  • Innlit sl. viku: 5397
  • Gestir í dag: 601
  • IP-tölur í dag: 587

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband