7.2.2012 | 09:03
"Guggan verður alltaf gul".
Kristján Þór Júlíusson alþingismaður er sá þingmaður gömlu flokkanna sem hefur skrifað af mestu viti um Helför heimilanna og hvaða afleiðingar það hefur að hundsa neyð þeirra.
Hann skrifar að þekkingu, út frá heilbrigðri skynsemi, mannúð og kristilegu siðgæði, að kristin siðuð manneskja komi náunga sínum í neyð til aðstoðar.
Enginn hefðbundinn stjórnmálmaður, enginn kirkjunnar maður, enginn sjálfskipaður mannvinur, hefur haft vit, kjark og manndóm til að skrifa í þágu heimilanna eins og Kristján gerði í Morgunblaðinu í gær og þann 5. mars 2010.
Segir allt sem segja þarf um elítu þessarar þjóðar.
En hví er Guggan alltaf gul, hvað kemur hún málinu við???
Ég fékk þessa athugasemd við pistil minn í gær þar sem ég vakti athygli á gjánni milli fallegra orða og hins napra raunveruleika þegar Sjálfstæðisflokkurinn afhjúpaði heiðni sína með því að svíkja fórnarlömb sín á Ögurstundu haustið 2010.
Og heimsku sem kom fram í þessum orðum varaformanns Sjálfstæðisflokksins, "aðalatriðið er að fólk hafi vinnu". Ég segi heimska því blessuð konan hafði það ekki sér til afsökunar að vera frjálshyggjugutti með MBA í viðskiptagreinum, hún var alin upp á menningarheimili og kann því grunnatriði mannkynssögunnar.
"Aðalatriðið að fólk hafi vinnu" eru rök þrælakaupmanna í stríðinu við mannvininn William Wilberforce þegar hann barðist fyrir banni við þrælakaupmennsku á breska þinginu um og uppúr aldamótunum 1800. Vísuðu þá til þeirrar gæsku sinnar að hafa forðað svörtum villimönnum frá því hlutskipti að draga fram lífið við að tína banana af trjám með því að flytja þá yfir hafið í ærlega vinnu á plantekrum Nýja heimsins.
Aðalatriðið er ekki að fólk hafi vinnu, aðalatriðið er frelsi manneskjunnar og réttur hennar til mannsæmandi lífs.
Vinna í þrældómi, hvort sem það er vegna fátæktar, skulda eða ánauðar er ekki valkostur í siðuðu þjóðfélagi, á það benti William Wilberforce fyrir um 200 árum síðan og rök hans er jafn sígild í dag og þau voru þá.
Það er þrældómurinn sem er í eðli sínu rangur, ekki einstök form hans. Það skiptir ekki máli hvort hlekkirnir sé úr járni eða skuldum, hvort það er svipa eða Útburður sem knýr fólk að verki.
Þetta vissi kristin siðuð manneskja fyrir 200 árum síðan, þetta veit kristin siðuð manneskja í dag.
Og óvinurinn er sá sami, hin siðlausa blinda græðgi blóðguðsins Mammons. Sem segir að allt sé í himnalagi ef þú aðeins græðir, sem segir að þú eigir ekki að gæta bróðurs þíns heldur eigi þú að þrælka hann og misþyrma fái þú til þess minnsta tækifæri. Sem segir að þú eigir ekki að koma bróður þínum í neyð til hjálpar, heldur eigi þú að grípa gæsina og ræna hann.
Guggan er gul er vísan til þeirrar fortíðar Kristján Þórs þegar hann aðstoðaði Samherjafrændur og fékk að launum bæjarstjóraembætti á Akureyri og síðan þingsæti í NorðAustur kjördæmi.
Guggan er gul er táknmynd hins nýja tíma í sjávarbyggðum landsins þegar eignamenn gátu ofaná þann rétt sinn að skáka atvinnutækjum fram og til baka, meinað þeim sem eftir sátu án atvinnu, að leita sér bjargar með því að róa á næstu tiltækum fúafleyjum eða smákænum sem eignamenn létu vera að fjarlægja.
Guggan er gul er upphaf þess tíma að enginn má róa án þess að gjalda höfðingjunum fyrst gjald fyrir.
Hún er tákn hins nýja lénstíma í sjávarbyggðum Íslands.
En hin gula Gugga er líka tákn þess að ekkert breytist þegar á reynir.
Að Sjálfstæðisflokkurinn sé, þrátt fyrir allt tal sitt um borgaraleg gildi, góða siði og kristilegar rætur, þegar á reynir, fyrst og fremst flokkur peninga og peningapúka, ekki fólks og siðaðs þjóðfélags.
Hann hefði lagst á sínum tíma gegn afnámi þrælaverslunarinnar með þeim rökum að "aðalatriðið er að fólk hafi vinnu". Ekki vegna þess að honum væri svo annt um að fólk ynni heldur vegna þess að það er svo góður bissness að græða á eymd annarra.
Því hans eina boðorð er nefnilega "góður bissness".
Þess vegna fengu útrásarvíkingarnir að ræna okkur því það var svo góður bissness.
Og þess vegna berst flokkurinn gegn réttlæti handa heimilum landsins því það er svo góður bissness að skuldaþrælka þau.
Ef flokkurinn skiptir um skoðun þá verður það aðeins út af einni röksemd og hún er náttúrulega sú að það er ennþá betri bissness að græða á frjálsu fólki en þrælkuðu og því munu hagsmunir þrælaeiganda láta í minni pokann fyrir skynsemisrökum þeirra sem vilja aðstoða heimilin.
En það er sorglegt að það skuli þurfa aurarök til að fá fólk til að samþykkja grunnskyldu siðaðs manns að koma náunga sínum í neyð til hjálpar.
Það er sorglegt að Guggan skuli alltaf vera gul því lífið er svo miklu meira en króna og aurar.
Og almættið skilur ekki aurarök þegar kemur að hinum æðsta dómi.
Það mættu þeir sjálfstæðismenn sem tala gegn Kristjáni Þór hafa í huga.
Það mætti hann sjálfur hafa í huga þegar hann verður næst beðinn um að svíkja heimili landsins.
Guggan er nefnilega ekki alltaf gul.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 11
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 1438802
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Óðinn hún er víst ennþá Gul en hún hefur strandað, það hefur kviknað í henni og í raun eftir að hún fór að "heiman" ekki reynst það happafley sem hún var. Enda var alltaf sagt að Guðbjörg heitin Móðir Ásgeirs og þeirra bræðra héldi verndahendi yfir skipinu. Það er greinilega ekki lengur. Sárast var að sjá hvernig farið var með góða drengi sem þekktu ekkert annað en að handtak væri sama og undirskrift að loforð væri eins og kletturinn í hafinu, því þannig var þeirra heiðursmannasamkomulag ætíð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2012 kl. 11:17
Breyttir tímar, ekki til bóta og þurfa að breytast til batnaðar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2012 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.