Til hamingju.

 

Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar nýji Börkur kom í fyrsta skiptið siglandi inn fjörðinn.  Þvílíkt risaskip, og þvílíkt hvað hann var flottur, um það vorum við allir strákarnir sammála.  

Hann var mikið aflskip og í fjöldamörg ár háði hann kapp við Sigurð VE um titilinn aflakóngur Íslands.

Sigurður vann oftar en það var bara vegna þess að hann bar meira.

Gamli Börkur fékk nýtt útlit fyrir nokkrum árum, varð bara ennþá flottari.

 

Á morgun mun nýjasti Börkur koma í heimahöfn.

Megi hann verða sama gæfuskip og sá gamli.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Nýtt skip bætist í flotann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las fréttina sem þú bloggar við og hnaut um þetta "Skipið var smíðað í Noregi árið 2000. "

Við erum löngu búin að útrýma okka skipasmíðaiðnaði. Allt í nafni framfara, Íslendingar áttu jú bara að fleyta rjómann í alþjóðaviðskiftum en ekki standa í ómerkilegri stritvinnu. Láta peningana vinna fyrir okkur en einhverjar þriðjaheimsþjóðir sjá um skítverkin. Norðmenn á hinn bóginn bara einhverjir sönglandi furðufuglar með skíðahúfur. Hver er svo staðan í dag, ha. ha. ha. ha. ha.

Til hamingju með fallegt skip!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 07:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Stundum á maður að láta allt þras eiga sig og óska einfaldlega til hamingju.

Skip eru nefnilega bjargræði byggðanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2012 kl. 09:05

3 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

það má geta þess Bjarni að norðmenn láta smíð skrokkana erlendis og klára dæmið heima og kalla smíðina norska

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 7.2.2012 kl. 17:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Brynjólfur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2012 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband