Kristján og hann Kristjánn.

 

Mikið vildi ég að þeir væru sami maðurinn.

 

Mann setur  hljóðan þegar maður les grein hans í Morgunblaðinu. 

Hver getur ekki tekið undir rök hans og sjónarmið??

 

"Almenningi ofbýður þetta óréttlæti. Skuldsett heimili, sem vilja standa í skilum, krefjast réttlætis og sanngirni í sinn garð þegar þungar fjárhagslegar byrðar leggjast á þjóðfélagið vegna efnahagshrunsins. Að mínu mati eru bæði sterk sanngirnis- og réttlætisrök, sem mæla með því að tekist verði á við þann hluta forsendubrestsins sem löggjafinn getur tekið beint á........

Það verður að bregðast við því staðreyndirnar blasa við. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til duga ekki til lausnar á þeim meginvanda sem við blasir. Það fjölgar á vanskilaskrá dag frá degi. Almenn skuldsetning heimila og smærri fyrirtækja í þjóðfélaginu veldur því að þrælunum í skuldafangelsinu fjölgar ört. Í lok ársins 2010 voru 40% heimila landsins með neikvæða eignastöðu. Það samsvarar því að 60.000 íslenskar fjölskyldur skulda meir en þær eiga. Meðan ekki er tafarlaust gripið til róttækra aðgerða blasir við að eignastaðan hríðversnar, kaupmáttur dregst saman og tekjur heimilanna fara að byggja í auknum mæli á bótagreiðslum frá hinu opinbera."

 

Hver er svo skyni skroppin og svo svartur að innan að hann taki ekki undir þessi orð???

Eða meitluð orð Kristjáns Þórs í grein í Morgunblaðinu þann 5. mars 2010, 

 

"Þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir hljóta að kalla fram samfélagsleg viðbrögð með álíka hætti og Viðlagatrygging bætir tjón af náttúruhamförum. Fjármagnseigendur hafa flestir fengið nokkrar bætur að frumkvæði stjórnvalda, með framlögum úr ríkissjóði inn í peningamarkaðssjóði og yfirlýsingu um tryggingu innstæðna í bönkum og sparisjóðum. Það örlæti bera allir skattgreiðendur landsins hvort heldur þeir skulda meira eða minna. "

 

Bregst ekki siðað fólk við hamförum og kemur fórnarlömbum þeirra til hjálpar???

Maður skyldi ætla og að sérstaklega myndi það finna til ábyrgðar ef það bæri beina ábyrgð á hörmungum þess.

 

En þegar á reyndi sá þingmaðurinn Kristján Þór Júlíusson ekki ástæðu til þess.  

Hann reis ekki upp gegn illu öflunum í flokknum sem bökkuðu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur upp eftir að mótmæli almennings höfðu stillt henni upp við vegg haustið 2010.  Þá var lofað réttlæti eftir Helgi, og sú Helgi kom aldrei.

Aðeins sama japlið og tuðið og 2 milljarðar, sem átti að hætta við, voru aftur settir á fjárlög.  Og lofað uppí ermi með að fjármálakerfið myndi líka koma með 6 milljarða sem áttu að koma eftir Helgi.

Þessi svik hefðu aldrei gengið upp nema með stuðningi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, og þar á meðal Kristjáns Þórs Júlíussonar.  Það var þá sem Sjálfstæðismenn sýndu sitt rétta innræti, Hrunið gat verið af gáleysi en að bregðast fórnarlömbum Hrunsins á ögurstundu, það er ásetningur.

Þess vegna býður manni stundum við þegar maður hlustar á tuð þeirra út í mannvonsku vinstri stjórnarinnar, vitandi að hún lafir aðeins vegna hinna sögulega svika þeirra.

 

Hvernig getur manneskjan Kristján Þór Júlíusson, sem skrifar þessa frábæra grein, útskýrt svik þingmannsins Kristjáns Þórs Júlíussonar.

Hvernig getur hann úskýrt stuðninginn við Jóhönnu Sigurðardóttir á ögurstundu???

Hvernig???

Hvernig er hægt að rita svona grein og láta eins og að sögur hafi hafist um síðustu áramót???

Er þetta lýðskrum eða er þetta endurlausn????

 

Veit það ekki en siðleysi Sjálfstæðisflokksins er algjört á meðan gjörðir eru illar en orð fögur.

Þetta er jú flokkurinn sem gerði Hrunið mögulegt og hann getur aldrei flúið þá ábyrgð.

Jafnvel þó Steingrímur Joð sé eins og hann er, jafnvel þó Jóanna sé eins og hún er.  Þau báru þó ekki ábyrgð á hörmungunum, þau sviku aðeins.

 

Svona grein er marklaus nema henni fylgi heiðarlegt uppgjör við sína eigin fortíð.

Árið 0 var ekki fyrir 37 dögum síðan, það var fyrir 2012 árum síðan.

Kveðja að austan.


mbl.is Kristján Þór: Verðtryggðu lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú veist að Guggan verður alltaf gul

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2012 kl. 00:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Athugasemd þín er margræð, ég held að ég pistli um hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2012 kl. 07:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér fyrir Ómar.  Hún segir eiginlega afar margt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2012 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband