3.2.2012 | 12:40
Er RÚV hrein og bein ógnun við lýðræðið í landinu???
Svarið er já, og hefur verið lengi.
Eina spurningin er hvort vegi meira, meint hlutdrægni fréttamanna í þágu peningamanna eða meint heimska þeirra.
Til að skera úr um þarf nákvæma rannsókn sem fjölmiðladeildin á Akureyri er kjörin til að framkvæma.
Niðurstaðan skiptir engu því það er þjóðþrifaverk að hreinsa til á Ruv og þjóðin mun gera það um leið og hún losar sig við leppa auðmanna á Alþingi en samt, fræðilega væri gaman að vita hvort stuðningur Ruv við ICEsave kröfu breta stafi af heimsku eða mútum.
Spurningin er; "Hvað fær fólk til að svíkja þjóð sína???", þegar viðkomandi fólk starfar á fjölmiðli þjóðarinnar.
Í tilviki Ruv held ég persónulega að heimskan, það er vitgrennskan vegi þyngra, en á meðan það er órannsakað, þá er það aðeins mat, ekki fræðileg niðurstaða.
Davíð heldur hins vegar að um Samfylkingarþjónkun sé að ræða en það er mjög hæpið þar sem hann var fyrir löngu búinn að búa svo um hnúta að aðeins blátt fólk var ráðið og það er í miklum meirihluta þar í dag. Skýringin hlýtur þá að vera dýpri, til dæmis Evróputrúin sem hrjáir líka margt fólk með blátt blóð í æðum.
En kannski er heimskukenningin líka full mikil alhæfing, út frá örfáum einstaklingum (hint rifjið upp ICEsave umfjöllun Ruv). Líklegast er skýringin ein sú elsta sem til er.
Peningar.
Og peningar eru helsta ógn lýðræðisamfélaga Vesturlanda í dag.
Alltof fáir eiga þá og þeim er misbeitt í þágu hinna ofurríku.
Finnum peningaslóðina og við vitum hverjir stjórna Ruv.
Kveðja að austan.
Hallur Hallsson: RÚV málpípa valdhafanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 31
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 4455
- Frá upphafi: 1401535
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 3833
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.